Wednesday, August 06, 2008

5. ágúst

Bekkpressa 100 kg 3x5
þröngur bekkur 90 kg 3x5
axlapressa 20 kg 3x8

Aukaæfingar í hefbundnum stíl. Í þessari viku hef ég engan stað til að æfa á. Silfursport er lokað þessa vikuna vegna sumarleyfa. Háskólagymmið er líka lokað, auk þess sem Big-daddy gymmið er einnig lokað. Ekki kom til greina að æfa á öðrum stöðum. Því var haldið Kleppsgymmið á bekkpressuæfingu. Það skýrir kannski enn eina skúnkaæfinguna. Masterinn æfir alltaf einn í Kleppsgymminu, en í þetta skiptið birtist óvænt austurevrópsk einkunnargjöf sem fór að afklæða sig fyrir framan Masterinn. Síðan tók stúlkan hálftíma æfingu á hlaupabrettinu. Vægast sagt skemmtileg tilbreyting. Kannski maður taki fleirri æfingar í vinnustaðagymminu? Veit þó ekki hver þessi yngismær var, þvottakona, hjúkrunarfræðingur eða læknir? Kannski bara draugur?

Næsta æfing verður deddæfing í Kleppsgymminu, en í næstu viku opnar Silfursportið aftur. Þá fær maður kannski að hitta félagana aftur.

Skák og kraftlyftingar&lyftingar hafa löngum farið vel saman. Mörg þekkt dæmi er um menn sem hafa náð þokkalegum árangri í báðum greinum. Vegna eðlis þeirra er jafnvel hægt að keppa í báðum greinum á sama tíma. Hér má m.a sjá þrjá þekkta bréfskákmenn. Baldvin Bekk, Sir-Magister og Master. Baldvin Bekkur hefur á skömmum tíma náð ótrúlegum árangri í bréfskákinni. Hann er alltaf sterkur karlinn og gæti auðveldlega rúllað skúnki eins og Masternum upp í bekkpressunni. Jafnvel þótt hann hafi ekki snert stöng svo mánuðum skipti. Hann er einnig á góðri leið með að verða alþjóðlegur meistari í bréfskák. Baldvin varð fyrsti Íslendingurinn til að taka 250 kg í bekkpressu. Mjög fáir hafa leikið það eftir þrátt fyrir bættan útbúnað í bekkpressunni.

Baldvin er fyrir miðju á myndinni. Ef rýnt er vel á myndina má sjá annan hrikalegan kappa, en það er sjálfur Big Ben. Ekki er vitað hvað Big Ben hefur af eló-stigum, en hann gæti á góðum degi tekið yfir 300 kg í bekkpressunni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home