Monday, August 29, 2005

Kominn II

Okkur var semsagt vísað úrtúr Flugleiðavélinni til Köben, því einhver mistök áttu sér stað í bókun að sögn þeirra flugfreyju sem kom til mín frekar lúpuleg og bað okkur um að fara út úr vélinni, þar sem við vorum á hoppmiðum. Mistök áttu sér stað og aðrir áttu meiri rétt á að nota sætin (sennilega einhverjir gæðingar sem duttu inn á síðustu stundu). Þannig að við hunskuðumst út úr vélinni með farangurinn, en ég rabbaði svo við stúlkurnar við landganginn, sem voru að taka saman pjönkur sínar. Sú hugmynd kom upp að setja okkur í sætin hjá flugmönnunum en það er stundum gert í neyð þegar eðalstarfsmenn fljúga með Flugleiðum. Þessi djarfa flugfreyja datt í hug að slá á þráðin til flugstjórans sem samþykkti að leyfa okkur að sitja fram í hjá flugstjóranum og nemanda hans. Þvílík hundaheppni að fá að vera með, en það kostaði það að ekki mátti fá sér bjór. Bannað að drekka í flugklefanum áfenga drykki, bara Cola! Nokkrum tímum seinna sátum við um borð í SAS breiðþotu af Airbus gerð, en hún var einnig troðfull, þannig að aftur var heppnin í för, þegar við fengum síðustu sætin í vélinni sem þó var ekkert smá ferlíki í samanburði við litlar Flugleiðavélarnar. Þegar til Bangkok var komið var maður auðvitað allveg hunþreyttur og ógeðslegur og þá var ekkert betra en að setjast upp í bíl og aka í tvo tíma frá Bangkok flugvelli til Pattayastrandarinnar, nánar tiltekið Jomtien strandarinnar, sem er næsti bær við hina illræmdu Pattayaströnd. Varast skal að taka þá "leigubílstjóra" sem sitja fyrir manni um leið og maður labbar í gegnum tollinn, heldur skal fara í röðina þar sem löggiltir leigubílar bíða í röðum. Þeir eru merktir Taxi-Meter og eru mun ódýrari en harkararnir sem eru að keyra ólöglega og eflaust margir hættulegir og setja yfirleitt upp ruglverð. Hvað um það þá var ferðini heitið til Pattayasvæðisins, en Pattaya er heimsfrægur gleðimolabær þar sem hægt er að sinna hinum ýmsustu líkamlegum hvötum í vingjarnlegu umhverfi. Sumir Tælandsfarar fara einungis til Pattaya og þræða þar einungis tvær götur (og þvergötur þeirra), þar að segja strandgatan og Pattaya annað stræti, en ég tel að um 70% af Tælandsförum haldi þangað með smáviðkomu í Bangkok. Semsagt af öllum 500 þúsund ferkílómetrunum sem Thailand skartar þá sjá þessir kynlífsfíklar bara tvær götur. Þvílíkt sem þetta fólk fær ranghugmyndir af landinu. Þetta á líka við um margan Íslendinginn sem þangað kemur. Ég tel mig vonandi vera í hópi þeirra sem hafa þeyst um landið og fengið aðra mynd af Thailandi. Við semsagt brunuðum beint í einbílishús í útjaðri Jomtienstrandarinnar þar sem við höfðum afnot af risastóru einbílishúsi og góðum bíl. Þar átti ég eftir að keyra næstu daga um Pattayasvæðið bæði fullur og próflaus, því ég hafði nefnilega gleymt að endurnýja alþjóðaökuskirteini mitt heima á Íslandi.
Framhald......

Gísli Marteinn

Við Sjálfstæðismenn erum mjög ánægðir með ákvörðun Gísla Marteins Baldurssonar að bjóða sig fram til borgarstjóra. Við sjáum söguna vera að endurtaka sig, en Gísli er í raun sama foringjaefni og Davíð sjálfur var á sínum tíma, en Davíð sjálfur var einmitt á sama aldri og Gísli Marteinn er núna þegar hann varð borgarstjóri fyrst, en Davíð ríkti í borginni í um tíu ár, en gerðist svo landsfaðir okkar. Gísli verður því allveg örugglega borgastjóri til ársins 2016, en síðan verða okkar forsætisráðherra til árisins 2032 í það minnsta. Frábært því Gísli er það foringjaefni sem við sjálfstæðismenn höfum verið að biða eftir frá því seint á síðustu öld. Það þarf engan kjarneðlisfræðing til að sjá að Gísli muni mala Steinunni fínu, en hún er auðvitað engin foringi heldur bara málamiðlun, því framsókn og kommar gátu ekki sætt sig við alvöru leiðtoga hjá krötum (samfylkingu) í-R listanum, því ekki mátti ala upp nýjan foringja hjá Samfylkingunni hjá R-listanum eins og gerðist með Ingibjörgu Sólrúnu. Stefán Jóhann væri heldur ekkert vandamál, því það er maður sem kann ekki að raka sig og gengur endalaust með þetta rónaskegg, sem er eitthvað annað, en barnslegt andlit Gísla sem landsmenn elska nú þegar. Frábært hjá okkur Sjálfstæðismönnum að fá Gísla í sjónvarpið í nokkur ár og komast upp með það, en kommarnir hafa sem betur fer ekki komist upp með að ala upp sína leiðtoga í RÚV. Svo á Davíð eftir að skipa þessum Vilhjálmi Vill hinum aldna að draga sig í hlé, áður en Gísli vinnur á honum auðmíkjandi sigur í prófkjöri. Það gerist bara á næstu dögum allveg eins og þegar Davíð skikkaði Ingu Jónu að víkja fyrir Birni Bjarna. Það þarf nefnilega að hafa vit fyrir þessum gömlu afdönkuðu stjórnmálamönnum. Vilhjálmur á engan séns, það sjá allir í hendi sér.
The image “http://www.rubber-ducky.org/carolynsboards/download.php/25,3566/E%20ba%20&%20glasses.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

Friday, August 26, 2005

Kominn

Þá er maður loksins kominn heim frá Síam, en ferðin var mjög viðburðarrík, en jafnframt mjög erfið, eins og vanalega því líkamlega verður maður allveg uppgefinn eftir mánaðardvöl í suðupotti. Það sama á við um andlegu hliðina, því ég hef ekkert getað bloggað, hvorki úti, né fyrstu dagana eftir að ég kom heim. Maturinn, svefnaðstaðan, hitinn og skrautleg skordýraflóra er kannski ekki það sem ég þoli best. Ég er nokkuð viss um að slappleikinn stafi af flugnaflensu og malaríu sem ég hef náð mér í þarna fyrir austan. Mánaðarferðalag er líka slæmt fyrir fjárhaginn sem og margt annað. T.d þoldi bíldruslan mín (Daihatzuinn) ekki mánaðarstopp á bílastæði. Hvað um það ævintýrið byrjaði strax á Leifstöð þar sem okkur var vísað útúr Flugleiðavélinni.
Framhald......