Tuesday, February 21, 2006

Stóll heimsmeistarans

Loksins fékk "alheimsmeistarinn" í Víkingaskák að setjast í stól Fischers, en það gerði ég nú um daginn, þegar sjálfur Boris Spassky tefldi við Friðrik Ólafsson. Í miðjum klíðum kom svo ábúðarmikill starfsmaður Landsbankans og ætlaði að siga lögregluna á mig fyrir athæfið. Ég var einungis sjö ára þegar einvígi aldarinnar fór fram í Reykjavík. Ég hafði beðið afa minn og frænda um að fá að koma með í höllina, en að sjálfsögðu urðu þeir ekki við þeirri bón. Það var mjög skiljanlegt, því smákrakkar voru ekki vinsælir á skákviðburðum á þeim tíma.

Saturday, February 18, 2006

Múhamed

Múhamed ibn Abdullah, fæddist í Mekka árið 570 og var af Quaraishi ættbálki (ekki í hljómsveiti með sama nafni). Þegar hann var 25 ára giftist hann auðugri ekkju Khadiju að nafni.
The image “http://www.veredart.com/vered_artist_index_images/warhol_page_images/andy_warhol_muhamed_ali_yellow.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Wednesday, February 15, 2006

Hvað getur maður sagt um araba?


Ekki eru allir arabar múslimar og ekki eru allir múslimar arabar. Best að byrja á þessum gamla frasa, því hvað getur maður sagt? Ég hef löngum tekið málstað múslima/araba í hvívetna og var m.a annars um hríð í félaginu Ísland-Palestína. Síðan hringir einn af forkólfum félagsins í mig og benti mér á að ég skuldaði tvö ár í félagsgjöld og spyr með þjósti hvort ég ætli ekki að ganga frá skuldinni, hann fer sem sagt bara að rífa kjaft og ég sagði mig úr félaginu á stundinni. Maður hefði reyndar frekar búist við að svona frjáls "líknarsamtök" reyndu að semja við sína "velunnara", en ekki að fæla þá úr félaginu. Ég var svo staddur á Bangkok flugvelli um daginn og var að horfa á CNN í nálægð nokkra frænda vora frá Danmörku, þegar myndir birtust frá Sýrlandi og Indónesíu, þar sem brjálaðir múslimar voru að brenna og vanvirða danska fánann. Verð að viðurkenna að það fór um mig hrollur, en "áhorfendur" í flugstöðinni voru að sjálfsögðu af öllum kynþáttum og trúarhópum. Flestir litu upp og fóru að horfa. Ég hafði reyndar oft horft upp á fánabrennur af þessu tagi, en aldrei séð þann danska brenna. Hvað á þetta rugl eignlega að þýða. Á ég til dæmis að fordæma alla Jemana og Saudi-araba af því að Ósama frændi fórnaði farþegaþotunum úm árið. Á ég ekki líka að hvetja alla Íslendinga til að hætta viðskiptum við hingað komna araba/múslima vegna þess að Sadam Hussein frændi átti að vera fjöldamorðingi. Sem sagt ef arabar/múslimar á Íslandi ætla að hvetja til undirróðurs gegn dönum á Íslandi, þá good bæ, þið skiljið hvað ég meina. Myndbirtingarnar í Jyllandsposten voru auðvitað mjög smekklausar og móðgandi og allir þeir sem hafa kynnt sér Íslam vita að ekki má gera myndir af spámanninum eða fjalla á ónærgætin hátt um hann. Aumingja Salman Rustdie verður hundeltur það sem hann á eftir ólifað, þó tæplega tuttugu ár eru síðan hann skrifaði söguna um Söngva Satans. Annars er þetta stórmerkilegt að enginn kvikmyndagerðarmaður hefur lagt í að gera raunsanna (eða dýrðlinga) mynd um um Múhamed spámann, sem er einn af merkilegustu persónum mannkynssögunnar. Þá yrði allt vitlaust í hinum Íslamska heimi og tæplega milljarður manna myndi gjörsamlega tryllast. Eflaust þá myndi þriðja heimstyrjöldin hefjast. Já, hvað getur maður sagt um.......

Sunday, February 12, 2006

Umhverfis jörðina á 5 dögum

Ég bið vini og vandamenn til sjávar og sveita afsökunar, en ég þurfti aðeins að bregða mér i sumarhúsið í sveitinni hinum megin á hnettinum, en gat því miður ekki látið ykkur vita. Þessi ferð var engin gleðimolaferð, heldur öllu jarðbundnari, því heilsu föður Deng hafði hrakað skyndilega og dætur hans þrjár sem búa í Evrópu vildu vera hjá honum. Sem betur fer var tæknilega mögulegt að komast þangað með stuttum fyrirvara og án mikils tilkostnaðar ef maður er starfsmaður hjá FL. Eftir stutta umhugsun ákvað ég að fylgja henni, ef ég gæti orðið að einhverju liði, auk þess sem vandræði "standby" miðana svokölluðu gera það að verkum að hún vildi ekki heldur ferðast ein umhverfis hnöttinn og m.a vegna hættu á því að verða strandaglópur á leiðinni, til dæmis í Köben. Þegar farið er með svona stuttum fyrirvara skapast oft mikil vandamál, m.a vegna vinnu, skóla og fjármála osf, og voru m.a aukavaktir sem ég taldi mig hafa afboðað síðustu helgi, en einhver miskilningur átti sér stað, með smá leiðindum. Svo þurfti ég nauðsynlega að fá frí fjóra daga, en meira gat "fríið" því miður ekki orðið og ég varð auðvitað að snúa heim, en Deng ætlar að vera austurfrá um einhverja daga eða vikur. Enginn veit sína æfi fyrr en öll hún er, en maður vonar autvitað það besta. Hins vegar er sama rómantíkin þarna austur frá og ég hitti gamlan vin, risaeðlu eina sem heldur til í húsum þar um slóðir. Þetta er stærri gerðin, á stærð við kött, en þær eru c.a 2-3 í húsum, en minni gerðin skiptir hundruðum. Því miður náði ég ekki að mynda mig við hliðina á flikkinu, því "dýrið" skaust bak við skáp. Thailendingar ferðast mikið um á skellinöðrum, oft 3-6 á sama hjóli. Skelfislegt að sjá, en þykir ekki tiltökumál þar um slóðir. Oft má sjá heila fjölskyldu á sama hjólinu auk kornabarna.