Wednesday, May 31, 2006

Bekkurinn

Þeir kalla mig nú orðið "fatlafólið", af því ég var svo heppinn að fá að æfa í Íþróttahúsinu í Hátúni í rúmlega mánuð. Núna er þó verið að loka salnum í sumar, því það á að stækka hann um helming. Þetta var ekki stór hópur sem æfði þarna, en ég hef ekki í langan tíma hitt menn sem æfa eins vel og taka tilsögn Loggsins og Þorsteinn Sölvason, Sveinbjörn, Vignir og co. Ég er alveg klár á því að ég hefði farið að bæta mig fljótlega á bekk, hefði ekki átt að stækka salinn. Í sumar er því bara einn staður sem kemur til greina, en það er sjálfur raunveruleikinn, sem Jón Páll byrjaði með á sínum tíma. Hins vegar er litli salurinn á Grettisgötu búinn að vera. Sá staður verður aldrei samur aftur eftir að aðalmennirnir hættu að æfa þar. Meðan "foringinn" var jákvæður, var nokkuð þéttur hópur sem æfði þarna, en núna skilst mér að ekki séu margir eftir. Ég fékk að keppa sem "gestur" á mótinu og var bara þó nokkuð ánægður með þyngdina sem ég náði að pressa, en tekinn var svokallaður flatur bekkur og öllum reglum framfylgt, m.a annars fékk ég rautt á mína aðra lyftu, vegna þess að ég stoppaði ekki. Rúnar Gísli lyfti hins vegar öllum sínum lyftum og náði í brons í sínum flokk.

Sunday, May 28, 2006

Ný stjarna

Nýjar stjörnur fæðast á hverjum degi. Í pólitíkinni voru það m.a Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri Grænum, sem stóð sig frábærlega. Einnig Björn Ingi, sem náði að vinna frábæran varnarsigur fyrir "okkur" Framsóknarmenn. Ég sá að Vilhjálmur Íhald fagnaði ógurlega í gær, en gleymdi því alveg að þetta eru næst verstu úrslit fyrir D-listann í um hálfa öld. Samt eru þeir í oddastöðu í borginni úr því að R-listinn leystist upp í frumeindir sínar, en gömlu R-listaflokkarnir voru með um 5% meira fylgi í íhaldið. Þessvegna get ég ekki kosið Vinstri Græna, úr því þeir rústuðu R-listanum. Annars hafði ég ekki hugmynd um að minn gamli skólabróðir Hermann Valsson var ofarlega á lista hjá Vinstri Rauðum. Hefði ég nennt að skoða lista þeirra hefði ég eflaust kosið hann. Kveðja Ragnar Reykás.

Friday, May 26, 2006

Vesturgötuvillan

Hvað á maður eiginlega að kjósa í dag? Yfirleitt hef ég verið viss í minni sök. Hef eins og meirihluti landsmanna verið að velta fyrir mér hvaða vinstri flokk ég á að kjósa. Er auðvitað jafnaðarmaður, en enginn stjórnmálaflokkur getur eignað sér hugtakið. Er meirað að segja að hugsa um að brjóta öll lögmál (sem er auðvitað leyfilegt í bæjar og sveitarstjórnarkosningum) og kjósa félaga minn Björn Inga, þrátt fyrir Íraksstríð, gjafakvóta, stóriðjustefnu og "farsæla" stjórnarsetu á landsvísu. Það skiptir mig engu máli núna, þegar ég hugsa um hag borgarinnar. Ég treysti Birni best og vona að hann komist inn. Svo er hann líka fjölskylduvinur, sérstaklega fyrir kosningar. Ég er hins vegar mikill stuðningsmaður Stefáns Hafsteins og var mjög svektur þegar hann tapaði fyrir Degi Bergþórusyni. Tími Dags Bergþórusonar mun eflaust koma seinna. Það er nefnilega alltaf þörf fyrir góða lækna. Björn Ingi er hins vegar sannur Vesturbæingur og heldur með KR. Hans lið í enska boltanum er Tottenham. Hann mun örugglega sækja stuðning sinn í Vesturbæinn, þar sem hann á vonandi bakland. Sumir vilja alltaf búa í Vesturbænum, en það er ekkert skilyrði að halda með KR, en áður fyrr jaðraði það við guðlast að gera það ekki. Þessa dagana er hins vegar unga fólkið í Vesturbænum að hugsa um eithvað annað en kosningar og fótbolta, því núna eru "krakkarnir" að búa til bensínsprengjur og stríðsástand er að skapast á Vesturgötu, þar sem margir virðulegir borgarar hafa kosið að eiga heimili. Það er reyndar ekkert nýtt að brjálæðingar sækja í Vesturbæinn. Þegar faðir minn var ungur sprengdu einhverjir félagar hans upp hina frægu hafmeyju, en málið komst aldrei upp. Faðir minn veit hins vegar hver gerði það.

Tuesday, May 23, 2006

SINGHA BJÓR

Æfingar eru nú hafnar að nýju, en núna er best að vera ekki með neinar yfirlýsingar. Bara það að bæta eigin "árangur" er markmiðið, en að sjálfsögðu mun maður fá sér SINGHA við og við til að hressa sig við. Ég ætla allavegana að kjósa SINGHA á laugardaginn.

Páll

Talandi um Hrókinn þá langar mig að minnast fallins félaga sem borinn var til grafar í dag. Páll Gunnarsson var drengur góður, sem ég kynntist í gegnum skákina, Eflingu, Grandið og síðan vorum við að vinna hjá Samskip á svipuðum tíma. Páll byrjaði seint að tefla, en hann bjó yfir miklum hæfileikum og gat teflt snilldarskákir. Sú minnistæðasta var á Hróksmótinu fyrir nokkru, þar sem hann náði jafntefli við rússneskan ofurstórmeistara eftir að hafa verið með unna stöðu. Páll var einn af þeim sem kenndi mér á ICC netskákklúbbinn á sínum tíma og tefldum við oft saman fyrsta árið mitt þar. Hann var mikill félagi þeirra bræðra Ellerts og Birgirs Berndsen. Páll var samt mikill einfari og einsemd skákarinnar fylgir honum í æðri tilveru.

Íslandsmeistarar

Við á deild 12 náðum að verja Íslandsmeistaratitil okkar á meistaramóti geðdeilda sem fram fór í dag. Í öðru sæti var harðsnúinn sveit frá sambýlinu Hringbraut, en önnur lið voru m.a deild 11, deild 13, Bergiðjan og Hvítabandið. Teflt var á þrem borðum allir við alla, en mótið var samstarf Hróksins og skákklúbb Vinjar við Hverfisgötu. Ég tefldi bara eina skák á fyrsta borði og náði að sigra í þeirri skák. Annað árið í röð fengum við því forláta verðlaunagrip og allir eru að rifna úr monti. Reyndar vildu mótshaldararnir lána mig og Ágúst Örn starfsmann í önnur lið vegna þess að við vorum með ofursterkt lið og því tefldi ég bara þessa einu skák fyrir okkar menn, en ég sigraði allar þrjár skákir mínar.

Sunday, May 21, 2006

Taugadeildin

Ég er farinn að vinna á taugadeild og er í 2. mánaða leyfi frá taugataugadeild (geðinu). Á taugadeildinni koma þeir sjúklingar sem eru með Parkinson, MS og MND osf. Rosalega erfitt, en líka mjög gefandi, því ég dáist af þessu fólki sem tekur erfiðum sjúkdómum með miklu æðruleysi og styrk. En vonandi á ég eftir að halda þetta út, því þetta er hluti af mínu "stórmerkilega" námi, þar sem skilda er að vinna á handlækningadeild. Kem oft heim örmagna á kvöldin og hef enga orku í neinar aukavaktir. Get eins og fyrri daginn ekkert talað eða skrifað um vinnuna, því það ríkir lögbundinn trúnaður. Hins vegar var ég að heyra sögur þar sem trúnaður, er orðinn einhver þráhyggja hjá ákveðnum stjórnendum. Það má aldrei verða svo að einhverjir yfirmenn fara að elta einhverjar kjaftasögur til að finna einhvern hugsanlegan leka. Það gengur aldrei upp. Hins vegar verður að fara reglulega yfir þessa hluti, en ekki að stunda einhverjar nornaveiðar.

Wednesday, May 17, 2006

Barca vann!

Þetta var umdeildasta atvik leiksins, þegar Lehmann braut á Eto og var vísað út af í kjölfarið. Gjörsamlega skemmdi leikinn. Markið átti að standa og Lehmann átti að fá að halda sér inná. Því miður var ég sannspár með dómara leiksins Hauge, sem var allt of sýnilegur í leiknum. Samt frábært hjá Barca.
Barca-Arsenal 2-1

Hvernig fer leikurinn?

Þetta verður spennandi leikur á eftir. Ég er þó skíthræddur um að Arsenal fimmta besta lið Englands nái að "grísa" í leiknum eins og Liverpool gerði í fyrra. Það væri eftir öllu ef unglingalið Arsenal næði að vinna. Svo var línuvörðurinn sem átti að dæma stærsta leik lífs síns að láta mynda sig í Barca búning og alþjóða knattspyrnusambandið valdi annan línuvörð í staðin. Þvílíkur hálfviti að missa af svona stórleik, enda bara smábörn sem láta góma sig svona. Dómari leiksins verður hins vegar Haugen hinn norski. Alveg glataður dómari er mér sagt.
Spá: Vona að Barca vinni, en er hræddur um að Gunners hafi þetta. Nú ef við töpum, þá kaupum við bara Henry frá Arsenal.

Sunday, May 14, 2006

Saturday, May 13, 2006

Lyftingar

Loksins fengum við að sjá lyftingar, en Norræn landskeppni í lyftingum var haldin í Smáralindini í dag. Þótt Íslendingar hefðu ekki riðið feitum hesti, þá var Guðmundur Sigurðsson einn af mönnum mótsins, en hann var að reyna við heimsmet öldunga á mótinu. Flestir keppendur voru ekki fæddir, þegar Gvendur keppti á Ólympíuleikunum árið 1976. Hann æfði líka með föður mínum lyftingar, þegar Fischer og Spassky tefldu hérna um árið. Þetta var flott mót, en slæmt að hafa það á sama tíma og enska bikarinn. Flottast bikarleikur sem ég hef séð, en Liverpool hafði West Ham í vítaspyrnukeppni, eftir að hafa verið undir tvö núll, í fyrri hálfleik.













Friday, May 12, 2006

Halla fæðist erfingi

Haraldi Baldurssyni og Elizu konu hans fæddist 20 marka dóttur í gær. Fæðingin gekk að óskum og heilsast þeim mæðginum vel. Frú Eliza er frá Dómenikanska lýðveldinu og er því litla skákdrottningin dekkri, en gengur og gerist. Herra Sparimann og frú eru víst næst á biðlistanum, en þau eiga von á sér um miðjan Júní. Frá Sparimann er frá Manila. Síðan á Deng von á sér snemma í Júlí og Nanna í lok Júlí. Nóg að gera

Wednesday, May 10, 2006

Tuesday, May 09, 2006

Tæknitröll

Sjónvarpstækið mitt bilaði núna í vikunni. Það hefur svo sem verið aðdragandi að því vegna þess að maður hefur séð það skipta litum og hvít ský birtast á skjánum, sem síðan endaði með einni hvítri línu. Tækið mitt er nokkura ára Sharp tæki, sem er 28 tommu að stærð. Ég dröslaði tækinu í viðgerð, en er samt byrjaður að líta í kringum mig með nýtt tæki, ef allt fer á versta veg. Það gæti nefnilega borgað sig að kaupa nýtt, ef viðgerðarkostnaður fer yfir 8. þúsund krónur. Þetta gæti verið myndlampinn, en að öðru leiti hef ég ekki hundsvit á þessu frekar en öðru. Nýjustu sjónvörpin í verslununum (kíkti í nokkrar) kallast núna Plastma eða LCD tæki og eru á einhverri "gay" línu. Mjög fyrirferðalítil, en stór. Sölumaðurinn sagði mér að LCD tækin væru framtíðin, þegar ég sýndi áhuga á 42 tommu plasma tæki, sem var einungis á um 150. þúsund krónur. Hvað eru þau marga megariða spurði ég og fékk þá skrítnar augngotur frá sölumanninum. Það er ekkert svoleiðis lengur sagði hann benti út í horn þar sem voru um þrjú lampa tæki (gamla línan), en þau eru eiginlega alveg hætt að seljast. Styttist í að þau fari á brunaútsölu. En fara ekki að detta inn HM tilboð spurði ég. Jú þau fara að detta inn, en það er ekki víst að fólk fái það tæki sem það vill, því sendingarnar eiga eftir að klárast. Svo hækkar verðið sennilega! Svo fór maður að skoða bíltæki, en þar komst ég að því að ég var ekki af þessari plánetu. Ég vildi fá kasetutæki með geislaspilaranum, sagði ég og var hugsað til allra kasetnana sem ég ég sankað að mér í gegnum árin. Kasetutæki sagði sölumaðurinn og andlitið datt næsum af honum. Þau hafi ekki selst eða sést í mörg ár. Ég ætla þá að skoða geisladiskamagasín. Þau eru líka alveg að detta út, eigum bara ekkert svoleiðis, sagði sölumaðurinn og var greinilega orðinn þreyttur á þessum bjána. Núna er þetta allt komið í stafrænt form, sagði sölumaðurinn og benti á nokkur tæki, sem voru einhver ipod bílatæki. En ef ég vil spila nýjusta diskinn með Bubba (sem er væntanlega ritvarinn), hvað geri ég þá, spurði ég eins og kjáni. Blessaður þú ferð bara á netið og lest þér til hvernig þú nærð að afrita diskinn, sagði hann. Ég lét mig hverfa út úr búðini, eins og bjáni og hugsaði með mér hversu gamall ég væri nú orðinn.

Friday, May 05, 2006

Meira af CHE

Nokkrir "brjálæðingar" samtímans hafa fengið CHE á heilann. En það er saga baka við þessa frægu mynd af Che, sem virðist alltaf vera að detta í tísku annað slagið. Che var tákn um uppreisn unga fólksins kennt við 68 kynslóðina. En hver var maðurinn bak við goðsögnina. Var hann kaldrifjaður morðingi eða djúpvitur mannvinur? Hans helsta "gæfa" var að deyja ungur og því þekkir fólk hann ekki öðruvísi, en manninn á myndinni, Meira að segja myndin með líki Che, sem líka er orðin fræg nær ekki að skemma goðsögnina. Díana prinsessa, Evita Peron, James Dean og Jón Páll, svo að fáeinir séu nefndir náðu ekki háum aldri. En við minnumst þeirra eins og þau voru. þau voru ungt og glæsilegt fólk og tákn um eilífa æsku.



















Thursday, May 04, 2006

Sporgöngumaður fellur frá

Í dag var Ólafur Sigurgeirsson máttarstólpinn í kraftlyftingum á Íslandi borinn til grafar. Ólafur lést langt fyrir aldur fram, en hann varð einungis 57. ára. Skarð hans í forustu kraftamanna á Íslandi verður vandfyllt.

Wednesday, May 03, 2006

Meistarar

3. mai

Þá er þetta búið fyrir England. Wayne Rooney nær sér ekki fyrir HM í sumar. Slæmt fyrir hann, England og United og að sjálfsögðu alla sem unna knattspyrnunni. Þá er bara að halda með Argentínu, heimalandi Che. Che var eins og menn muna fæddur í Argentínu, starfaði á Cúbu og dó í Bólevíu. Argentínumenn verða mjög sterkir í sumar og þeir verða mitt lið eins og hin síðari ár.

Monday, May 01, 2006

1. mai

Ég fékk vakt niðrá Hringbraut í dag og missti því af "hátíðarhöldunum" í tilefni dagsins. Það er kannski allt í lagi að brjóta þetta upp og sleppa þessari svokölluðu kröfugöngu, sem maður fer í svona af gömlum vana til að hitta vini og kunningja. Missti því af ræðunum á Íngólfstorgi. Þetta hafa örugglega verið útblásnar hátíðarræður, sama gamla lumman. En ég sá að fundarstjórinn var ungi maðurinn sem ég leitaði til vegna Fl málsins. Þetta er greinilega upprennandi verkalýðsforingi, sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. Annars fór ég í kaffi hjá vinstri grænum á Borginni, eftir kl 4.00 og síðan í pulsupartý hjá íhaldinu í Aðalstræti. Sem sýndi hversu sjálfsvirðingin er léleg þessa dagana, eða er nokkuð að því að borða pulsur á kostnað íhaldsins? Ég hefði örugglega heimsótt Framsókn, Samfylkingu og Frjálslynda ef ég hefði vitað hvar þeir voru með samkomu, taka síðan í spaðann á Össuri og Birni Inga vinum mínum og síðan leitað uppi Ólaf Magnússon hjá Frjálslyndum. Talaði við hann á stöndinni í Sarasota (Florida), þar sem hann sótti námsstefnu ásamt Jóhanni fyrrum mág mínum. Fínn náungi sem er laus við allt læknasnobb. Mjög alþýðlegur maður sem er reyndar aðeins of tilfinningaríkur fyrir minn smekk. Kýs þá bara vinstri hægri snú, ef þeir skyldu bjóða fram.