Thursday, December 30, 2004

"Powermyndbandið" var ekki fyndið

Ég hef ákveðið að taka út linkinn sem ég fékk sendan frá Noregi um daginn. Þar sjást frægir kraftlyftingamenn meiða sig í keppni. Ekki hefði maður viljað lenda í þessu sjálfur. Það er víst. Ég hef stundum birt eithvað sem hefur móðgað einhvern. Einu sinni nafngreindi ég einn ágætan félaga minn sem stundaði heimaframleiðslu á vodka. Tók það út eftir að hann benti mér á það. Einnig birti ég um daginn mynd af einum kvennamanni, sem hefði komið honum í vandræði. Nú er bara að halda uppá áramótinn í gleði og spekt. Ég fékk nefnilega vaktinni skipt. Þakka þér kærlega fyrir Eyþór. Núna ætla ég sko ekki að sofna fyrir miðnætti eins og gerðist í fyrra. Vaknaði svo klukkan fjögur um nóttina alveg brjálaður.

Ef ég væri ríkur þá væri ég kanski...

Margir furða sig kanski á því hvernig ég hafi efni á því að fara til Thailands tvisvar á ári, en vera samt allveg hrikalega blankur. Það er vegna frímiðana, sem okkur buðust, vegna þess að Deng er hótelfreyja á Flugleiðahóteli. Við dvöldum einungis eina nótt á hóteli, en allar hinar í heimahúsi í N-Thailandi. Heima vissi ég að biðu reikningar svo sem eins og ógreidd fasteignagjöld, RÚV reikningur og þung greiðslubirgði. Í fyrri ferðum hefur maður eitt nokkrum dögum í Bangkok og hinni alræmdu Patthaya strönd. Einnig var skroppið yfir til Laosar, en núna varð maður að sleppa þessu öllu. Efst á óskalistanum var að skreppa til Phuketeyjunnar sem var annáluð fyrir náttúrufegurð. Þetta er í eina skiptið sem fátæktinn hefur bjargað lífi mínu. Margir vinnufélagar og ættingjar mínir töldu mig af og eflaust hefðu margir verið verið feignir að losna við mig. Það er líka ljóst að ég hefði hefði verið staddur á ströndinni þennan dag, ef og hefði. Þessar myndir sem ég rakst á sýnir hversu skelfilegar þessar náttúruhamfarir voru.

Skelfilegar myndir1
Skelfilegar myndir2

TV á netinu

Ég held að það sé óþarfi að fá sér gerfihnattadisk. Tæknin er að verða betri og betri og brátt verður hægt að nálgast allar sjónvarpssendingar í gegnum netið. Þetta er kanski ekkert sérstakt ennþá, en gaman að þessu samt.
TV1
TV2
TV3

Monday, December 27, 2004

Jólahugvekja

Jólin eru tími iðrunar og yfirbótar og náungakærleika. Göngum glöð og jákvæð inn í nýtt ár og nýja tíma. Kristur er tákn hins bersta og versta í sögu vestrænar menningar. Sennilega hafa fleirri verið drepnir í nafni hans en nokkru öðru nafi, en hann var bara venjulegur maður, sem lifði óbrotnu lífi og safnaði til sín óbreyttum fiskimönnum, úrhrökum mannfélagsins og bersyndugum. Hann leiddi kærleikann til öndvegis, sem er frumforsenda farsælla mannlegra samskipta. Ég óska öllum landsmmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.
pope john paul II with his head on a cross












Páfinn í Róm flutti líka sína Jólahugvekju

Sunday, December 26, 2004

Haraldur Baldursson kominn með spænskukennara

Haraldur Baldursson kíkti í heimsókn í kvöld með gullfallegi unnustu sinni sem er ættuð frá Dómeníkanska lýðveldinu. Hann hefur farið nokkrar ferðir til Karabískahafsins og eftir síðasta skákmót, bauð hann unnustu sinni til Íslands. Hann ætti að verða orðinn góður í spænskunni fljótlega. Haraldur vann mig einmitt glæsilega í Íslandsmóti skákfélaga á dögunum. Ég reyndi að afsaka tapið um daginn, þegar ég sagði frá því þegar ég þurfti að tefla hálfgerða hraðskák við hann til að ná að mæta á næturvakt. Halli er í feikna formi í skákinni þessa dagana. Hann tók þátt í móti, sem var haldið í Santa Domenika, en kom svo heim með stóra vinninginn úr ferðinni.
Halli Baldurs og frú

Kraftalyftingamyndband á hugi.is

Ég var að tefla við einn kunningja minn frá Noregi á ICC í morgun. Hann er mikill áhugamaður um líkamsrækt og lyftingar og hafði verið sent þetta nýlega. Já þeir lesa íslenskar heimasíður í Noregi. Ég hef ekkert verið á landinu, þannig að ég veit ekki hvort þetta hafi birtst á forvitni.net eða álíka síðum. Ég læt bara fótboltamyndbandið nægja núna. Hitt er of ógeðslegt til að birta.
"Myndband1"

Jörð skelfur í Asíu

Maður er varla lentur, þegar þær fréttir berast að jörð skelfi í Asíu. Íslendingar hafa miklar áhyggjur af sínu fólki í Asíu og hjá Utanríkisráðuneytinu hefur síminn hefur ekki stoppað og við erum að gera ráðstafanir til að fá fleiri starfsmenn til að koma og svara upphringingum,“ sagði Pétur Ásgeirsson skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu á Mbl.is. Vissi um eina frænku sem hafði verið að spyrjast fyrir um mig, hvort ég væri kominn. Virðist hafa orðið miklir jarðskjálftar og flóðbylgjur í Suðaustur-Asíu. Í Thailandi varð mikil eyðilegging í Phuket og margra er saknað. Þangað hef ég aldrei komið. Phuket er mjög sunnarlega og liggur að Indlandshafi. Þangað ætlaði ég að fara og þar er víst mjög fallegt, en mjög dýrt að vera og margir segja að menn hafi ekki komið til Thailands nema að fara til Phukets. Það sagði Hemmi Gunn alla vegana við einkunnarmeistarann. Ég held samt að Chang Mai sé mest spennandi. Hef reyndar til hvorugs staðarins farið.
The image “http://www.gothailand.com/phuket/images/james.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Saturday, December 25, 2004

Þá er maður loksins kominn heim

Við fórum í nokkra daga sumarhúsaferð til N-Thailands og komum lögðum í hann 8. desember en komum aftur á aðfangadag um 4.30 í Keflavík. Þar sem ég var ekki á neinum túristastöðum, heldur var ég eini hvíti maðurinn á svæðinu og mállaus í þokkabót, þá tók ég það frekar rólega. Komst því miður aðeins einu sinni á internetið, en gat horft á nokkra góða fótboltaleiki á ESPN (Asía). Sá meðal annars Eið Smára skora flott mark gegn Arsenal. Svo fékk ég SMS þar sem mér var óskað til hamingju með nýjasta stórmeistara Íslendinga, Bobby Fischer. Sé að grein mín um málið hefur hreift aðeins við Dabba Feita. Ég var farinn að dreyma um að hitta Fischer og Sæma í flugvélinni frá Köben á aðfangadag, eða jafnvel Árna Ármann, Margeir, eða Rúnar Berg. Jú, einhverjir verða að fylgja honum hingað. Vonaðist allaveganna til að hitta einhvern annan en "tengdarsoninn" Marko Íslandsskelfi á heimleiðinni. Skrítið annars að mega ekki missa netsamband nokkra daga og Bobby Fischer er næstum orðin Íslenskur ríkisborgari. Síðast þegar ég missti netsamband setti Óli Grís Ísland á annan endan, þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalöginn. Annars tók ég það ósköp rólega í ferðinni. Greip með mér tvær bækur á leiðinni útúr dyrunum (fékk Marklund lánaða úti). Las þær allar í tætlur. Hefði átta að taka c.a fjórtán, vegna langra ferðalaga, m.a tveggja tíu tíma flugferða. Það hefði auðgað andan. Bækurnar voru, Rödin (Arnaldur Indriðason), Sprengjuvargurinn (Liza Marklund) og Snorra Edda (Snorri Sturluson). Af hverju Snorra Eddu? Bara rakst á hana í drasli daginn áður, en ég fór. Svo er alltaf verið að spyrja úr Eddunni á Grandinu. Veit nú allt um Loka Laufeyjarson og hans hyski. Arnaldur er líka góður. Ætla að klára allar hans bækur á þessu ári. Lofa því! Drakk líka mikinn bjór, Singha, Chang, Leo. En ég lét Viskeyið eiga sig í þetta skiptið. Takk fyrir. Meira síðar. Verst með myndirnar. Smá tæknilegir örðuleikar. Einkunnarmeistarinn var á þessum slóðum nýlega og hann fær þann heiður að fylla skarðið. Fórum að skoða stærsta skýjagljúf Bangkokborgar sem heitir Byiyoke og er hann yfir 90 hæðir, en við fórum á efstu hæð til að skoða. Þarna er lúxushótel, en þarna hafa góðir menn stundað flengingar á lúxussvítu á hæð 79.
The image “http://photos2.worldisround.com/from_photos3/photos/1/607/416.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

The image “http://admin.wotif.com/WebData/PropImage/15882/baiyoke-hotel.gif” cannot be displayed, because it contains errors.
EINKUNNARMEISTARINN
EINKUNNARMEISTARINN
THAILAND
THAILAND
THAILAND
THAILAND

Sunday, December 12, 2004

Tengdarsonur Jons Baldvins

Ég skrapp aðeins i sumarhús mitt í N-Thailandi í nokkra daga. Hef ekkert getað bloggað neitt og þykir það miður. í flugvélinni a leið til Copenhagen sat eg við hliðina a alræmdum tengdarsyni Jóns Baldvins. Vissi ekki hvort ég átti ad fíflast í honum eða hreinlega ad hundsa hann. Jú, allir eiga sitt einkalíf, þannig að ég gafst upp á þessum vangavelltum um persónu mannsins og sofnadi fljótlega. Annars virkaði þetta hinn viðkunnalegasti maður, en ég hef alltaf haft miklar mætur á Jóni Baldvini, svo er Snæfriður náfrænka mín. Við erum af Sleifarættinni. Þannig ad ég held að það se gott að madurinn sé farinn af landi brott með alla mafíosana sem voru með honum. Samt vil ég aldrei dæma neinn fyrirfram. Nú er ég staddur í N-Thailandi og læt heyra í mér fljótlega.




Tuesday, December 07, 2004

Bobby Fischer að biðla til Dabba feita!?

Robert Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur skrifað Davíð Oddssyni utanríkisráðherra bréf þar sem hann óskar eftir dvalarleyfi á Íslandi. Bíddu nú við, hvaða rugl er nú þetta? Robert Fischer að senda Davíð Oddsyni bréf. Ég hef kynnt mér skapgerð Fischers og veit að hann færi aldrei að biðla til aftaníósa hans Bush, þótt lífið liggi við. Annað hvort er Fischer orðin allveg snar ruglaður, eða að Sæmi Rokk vinur hans hefur gleymt að segja honum frá fleðurlátum Davíðs við Bush. Hann hefði kanski frekar átt að senda hinum föðurlandssvikaranum bréf honum Dóra fúla. Ólíkt Dabba hefur Dóri Fúli ekki skítlegt eðli að bera, en hann mun sennilega ekki þora að veita Fischer hér hæli, vegna hræðslu við að Dabbi setji hann af í Keisaraembættinu eða að Bush myndi endanlega loka herstöðinni á Suðurnesjum. Ég sem var farin að hlakka til að tefla við Bobby Fisher við "Sundinn Blá". Við hefðum sennilega ekki teflt hefbundna skák, heldur Fischer afbrigðið af skák. Já þetta er nú ljóta Bananalýðveldið. Held bara að ég yfirgefi þetta sker um hríð.
The image “http://gfx.dagbladet.no/magasinet/2002/11/27/fischer2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Monday, December 06, 2004

Ég ætlaði sko ekki að enda sem feitur Thailandsfari

Þetta sagði einn ágætur maður þegar hann fór yfir lífshlaup sitt. Hann var orðinn leiður á gleðimolalíferni og sagðist vera orðinn ánægður með að hafa endað sem fjölskyldumaður. Mér fannst þetta allveg bráðfyndið, því í þessu felst mikil speki. Menn verða alltaf á endanum þreyttir á endalausu piparsveinalífi og endalausum gleðimolaferðum. Núna er Jónas Einkunnarmeistari farinn að huga að ferð austur á boginn í leit að kvonfangi. Vonandi á hann eftir að hitta hina einu sönnu. Annars er ég að velta fyrir mér að bregða mér í nokkra daga til Thailand til að kíkja á sumarhúsið "mitt" í Norður-Thailandi. Vona samt alltaf innst inni að ég eigi ekki eftir að enda sem feitur Thailandsfari. Allavegana ekki meðan ég keppi í 100 kg flokki. En Guðmundur Svavarsson hefur ekki ennþá komið til Thailands og kemst því vart í flokk feitra Thailandsfara. Hann eignaðist sitt þriðja barn á dögunum. Sú litla var skírð Nicole. Er það ekki örugglega rétt munað hjá mér?


Jónas lærir um Philipseyjar
Ágúst byrjar í ræktinni
Bjarki
Ég að dedda
Grjóni uppgefinn
Skírnarveisla hjá Gumma
II
II
II
II
II
II

Friday, December 03, 2004

Alltof seint. Það hefði átti að fella morðingjana fyrr

Ekki misskilja mig. Ég hef alltaf verið á móti stríðinu í Írak. En afhverju er allt vitlaust núna. Innrás Bandaríkjamanna og hundtryggra vina þeirra var gerð í febrúar 2003, ef ég man þetta rétt, en síðan voru haldnar kosningar á Íslandi í maí á sama ári. Hvað gerðist? Jú, landsmenn gengu að kjörborðinu og kusu gömlu fyllibitturnar, þá Halldór og Dabba aftur til valda. Mennina sem tóku þessa ídjótísku ákvörðun einir á fylleríi að styðja vin okkar Bush við að bomba Íraka á steinaldarstígið enn eina ferðina. Af hverju í ósköpunum tók stjórnarandstaðan þetta ekki upp í kosningabaráttunni þá. Ég man að ég og Haukur "kommi" Hauksson hittum einn þungaviktamann úr Vinstri Grænum á Kaffi París sumarið 2003 og var hann sammála okkur um að það hafi verið mistök að hafa ekki sett þetta mál á oddinn í kosningabaráttunni um vorið. Okkur skorti hugrekki sagði hann. Málið hefur verið að fyrstu mánuðina gekk allt upp í stríðsrekstrinum og mótmæli hér sem annars staðar fjöruðu út. Forsætisráðherra þjóðarinnar kom síðan með þau geggjuðu ummæli í Kastljósþætti (held ég að það hafi verið) að mannfall í Írak hafi bara verið eins og eitt lítið bílslys. Einungis hefðu fallið 2-3 breskir hermenn. Sem var allveg sérstaklega ósmekkleg samlíking, því hann gleymdi allveg að minnast á alla saklausu arabana sem höfðu fallið í loftáráunum. Þetta litla bílslys sem Davíð talaði um er nú orðið eithvað um 100.00 manna bílslys. Ég kenni aðalega íslenskum kjósendum um að við séum ennþá á þessum lista, hinna hundtryggu þjóða. Eða eins og Hjálmar Árnason sagði á sínum tíma, "Við studdum þetta stríð fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum". Hann var þá eini stjórnarþingmaðurinn sem viðurkenndi það beint! Sá sami Hjálmar fór svo nýlega að bulla um að það kæmi til greina að taka okkur Íslendinga af þessum lista. Sem betur fer fór hann beint á svarta listann hjá Dabba feita vegna þessara ummæla. Og að heyra suma stjórnarþingmenn líkja Íraksstrtíðinu við drullupittinn í Vietnam er allveg óþolandi svik. Já, helvítis afturhaldskommatittir að hefja umræðu um þetta stríð. Það er alger óþarfi. Já hann Ali litli var einn af þeim heppnu. Hann er ekki einn af þessum 100.000 mönnum sem fórust. Missti að vísu alla útlimi, en heppinn samt.
The image “http://www.embargos.de/irak/irakkrieg2/statement/ali_abbas_injured_20030526.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

http://aztlan.net/unclesambutcher.htm

http://aztlan.net/aliabbas.jpg

Wednesday, December 01, 2004

Afmælisbörn

Þau áttu afmæli sama dag eða á mánudaginn 29. nóvember, þau Viktoría Johnsen systurdóttir mín og langafi hennar og afi minn Gunnar Friðriksson. Á þeim munar heilum 80. árum. Viktoría hélt uppá afmælið sitt þrisvar, fyrst hjá pabba sínum á Selfossi í síðustu viku, en þangað komu vinir hennar, síðan á Ruby Thursday laugardaginn og að lokum í Gnoðavoginum á mánudaginn. Afi hélt ekkert uppá afmælið sitt, en hann mætti á Kaffi París á mánudaginn og einnig í dag miðvikudag, þar sem ég hitti þá heiðursmenn, afa, Gísla Halldórsson og son hans. Þeir hittast alltaf þrisvar í viku reglulega, m.a á Nordica Hótel á laugardögum þar sem þeir snæða alltaf dýrindis fiskrétt og drekka hvítvín með. Gísli er líka allveg eldhress og spilar golf reglulega, enda bara kominn á tíræðisaldurinn.


Barnaafmæli
Barnaafmæli
Barnaafmæli
Heiðursmenn

Held að ég sé að leysa þetta vandamál með myndirnar

Ég er svo mikill froskur í tæknimálum, en hef vonandi hitt á réttu lausnina með myndirnar. Það sem gerðist var að í upphafi hafði ég myndirnar svo stórar að þær gjörsamlega sprengdu heimasvæði mitt hjá OgVodafone. Verð því að henda út einhverjum af þessum stóru myndum út tímabundið af vefsvæðinu. Á þessari mynd er ég að tefla við Ivan Sokolov einn sterkasta skákmanns í heimi. Ég náði að komast útí endatafl, þar sem hann náði að sigra mig. Myndin var tekinn á atskákmóti, sem Hrókurinn hélt uppí Grafarvogi í vor.