Monday, November 28, 2005

Master Of Disaster

Helgin var algert niðurbrot! Á laugardaginn fékk ranghugmyndin um bætingu í réttstöðulyftu eftir 6. vikna æfingar snöggan enda og um kvöldið hélt niðurbrotið áfram, þegar vínandavökvinn var vökvaður. Í dag var ég hinsvegar mættur á æfingu í Stevegym og ætlaði bara að taka laufléttann bekk, en ákvað síðan að fara í listabætingu til að lyfta mér aðeins á kreik. 145x1 átti að vera smá þunglyndisafréttari, en ég endaði í 145x3, sem kom sjálfum mér mest á óvart. Líka Spjóta, sem sjálfur tók 160x2 eftir að hafa pumpað vel á undan. Ég ætla mér að veita Spjótanum aðhald og á bekkpressumótið stefnum við eftir áramót. Lámark 200 kg plús. Engan helvítis aumingjaskap og meðalmennsku. Núna verða engar afsakanir um æfingaleysi, því við verðum ekki með fyrir minni þyngd. Rúnar sjóari var líka í miklum fílíng í kvöld og reyndi við listabætingu, þegar hann fór í 130 kg á bekk, en það gekk ekki í þetta skipti.
ÞAÐ GENGUR BARA BETUR NÆST.

Saturday, November 26, 2005

Íslandsmótið í réttstöðu

Við Stevegymm menn riðum ekki feitum hesti frá Íslandsmótinu í réttstöðu á Selfossi í dag. Enginn af okkur átti góðan dag, nema María Guðsteinsdóttir, sem fór yfir 200 kg múrinn. Sigurjón Miðnæturdeddari létti sig óviljandi niður í 110 kg flokkinn og keppti þar með við okkur Bjarka Ólafss. Í stuttu máli náði ég að sigra þessa ágætu æfingafélaga mína, en hafði samt ekki 265 kg í lokalyftunni. Tveir ungir menn skutu okkur gömlu körlunum aftur fyrir sig. Sævar Sigmarsson sigraði glæsilega með 290 kg og átti hann góða tilraun við 300 kg, Þarna er mikið efni á ferðinni. Svavar Sigursteinsson held ég að hann heiti, sem skaust upp annað sæti með glæsilegri lokalyftu, en hann sagðist eiga best fyrir 220 kg. Það þykir ekki góð latína að afsaka eigin árangur, en ég hefði allveg mátt æfa eins og tvo mánuði fyrir þetta mót og taka meira en 140 kg í hnébegju!? Magsiter-Cat varð líka fyrir áfalli, þegar hann sat eftir með 270 kg, en varð þó Íslandsmeistari. Nánari úrslit koma væntanlega á Stevegym fljótlega, en flottasta uppákoman var tilraun Stefáns Sölva við 400 kg, eftir að hafa tekið 355 kg í flottri lyftu. Eins og sést á myndinni vatnar hann vel undir ofurþyngdina.
Fleirri myndir af mótinu má skoða hjá Jóhannesi.


Friday, November 25, 2005

Henderson

Það var hálf tómlegt að koma í Sundhöllina í dag. Vinur minn Haukur Henderson starfsmaður er fallinn frá, en hann hafði orðið brádkvaddur í síðustu viku. Haukur var með skemmtilegustu mönnum og alltaf til í að spjalla. Hann hafði því miður ekki hugsað vel um heilsuna og hafði í mörg ár einungis drukkið kaffi og reykt sína vindla á löngum vöktum, þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar starfsfélaga. Haukur var góður félagi þeirra Harveys Georgsonar skákmanns og Gunnars lögræðings með öll prófin. Haukur bjó í nokkur ár við Grettisgötu með kettina sína, en hafði fyrir nokkrum vikum flutt í sína eign íbúð á Kleppsvegi. Haukur var í stjórn Taflfélags Reykjavíkur hér áður fyrr, en var líka gjaldkeri hjá kattarvinum. Kötturinn hans Keli hafði nýlega fallið frá, en hann átti líka kettina Ra og Osiris. Haukur hafði búið í Svíþjóð í áratug og var mikill tungumálamaður, en hafði líka mikinn áhuga á tölvum og hafði nýlega endurnýjað tölvukost sinn. Hann var þó sérsinna í tölvumálum, vildi ekki breyta um stýrikerfi og nettengingu. Hann hélt fast í Windows 98 stýrikerfið og var í sambandi við fólk um allan heim um endurútgáfur, enda fékk tölvan hans aldrei vírusa. Einnig hélt hann fast í IDSN tenginguna og vildi ekki fá sér ADSL. Haukur hvatti mig áfram í heimasíðu og bloggskrifum og var óspar á ráðleggingar í tölvumálum. Annars er það skrítið með þetta líf. Í blaðinu í dag eru kemur fram að tveir fyrrum skjólstæðingar mínir á Landakoti eru fallnir og fleirri í vetur. Þó er þetta engin líknardeild. Ein ung kona frá Chile sem stundum kom í Gymmið ásamt eiginmanni sínum féll frá fyrir nokkrum dögum, frá eiginmanni og kornungum börnum. VIð lestur minningargreina kom í ljós að hún hafði dáið í svefni, en hún hafði verið með slæma flogaveiki, sem hún bar ekki utan á sér. Maður hlýtur að spyrja sig á hverjum degi, af hverju vegir guðs séu órannsakanlegir. Ég sat hjá konu í vikunni, sem er á allra síðustu metrunum. Hún hafði samt meiri áhyggjur af velferð minni og spurði mig hvort ég væri ekki örugglega búinn að borða, en síðan brosti hún svo fallega að ég mun seint gleyma. Svona er lífið hart. Við söfnumst til feðra okkar, en nýtt líf kviknar og náttúran sér um að viðhalda mannkyninu. Allt er þetta víst í höndunum á almættinu.

Wednesday, November 23, 2005

Víkingaskák

Meistaramót Íslands í Víkingaskák fór fram mánudaginn 21. nóvember. Til leiks mættu allir bestu taflmenn í afbrigðinu. Mótið var haldið að heimili Magnúsar Ólafssonar höfundar leiksins, sem síðan gaf keppendum vegleg verðlaun. Forláta heimasmiðaða víkinga. Þau óvæntu úrslit urða að Sveinn Ingi Sveinsson meistari síðustu ára tapaði titlinum til Mastersins, eftir alveg skelfilegan afleik í fyrstu umferð. Einn lúmskur peðsleikur og víkingurinn minn setti á drottningu Sveins. Eftir það átti Sveinn ekki séns. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek titilinn, en hef þurft að verma annað sætið frá upphafi, annaðhvort tapað á hlutgesti eða í lokaeinvígi. Reyndar hafa Vestfirðingar haldið sitt mót og örugglega gert það með miklum glæsileika, en ég held að enginn standi okkur Sveini snúnings í þessu afbrigði af "skák".
Lokastaðan varð þessi:
1. Gunnar Fr. Rúnarsson 4 vinn
2. Sveinn Ingi 3 vinn
3. Sigurður Narfi 2. vinn
4. Halldór Ólafsson 1. vinn
5. Ólafur Guðmundsson 0 vinn

Sunday, November 20, 2005

Sigurjón er hrikalegur

Sigurjón Ólafsson er hrikalegur þessa dagana. Ekki nóg með að hann sé búinn að æfa eins og skeppna síðan í sumar, heldur hefur foringinn sett hann í markvist "Steveprógram", þar sem hann er rekinn áfram og hann endaði vikuna með að rífa upp 290 kg x 2 í réttstöðunni. Reyndar var fyrri lyftan með sérstökum stíl, tekin af upphækun, en siðan tekið annað reps frá gólfi. Síðan voru tekin um 10 sett af búkka, þar sem Grjóni endaði með 220 kg nokkur reps með hjálp foringjans. Sigurjón er allveg ótrúlega áhugasamur og jákvæður í því sem hann er að gera og spennandi verður að sjá hvernig honum mun ganga á Íslandsmótinu i deddi næstu helgi.

Saturday, November 19, 2005

Sá besti

Ég er ekki í neinum vafa um að Ronaldinho er sá besti í fótboltanum í dag. Hann leikur einnig með besta liðinu í dag, sem svo skemmtilega vill til að er uppáhaldslið mitt í dag. Allavegana í spænska boltanum. Ég mun því koma mér vel fyrir í dag og horfa á leikinn á Bernabeu í Madrid, þegar Real Madrid og Barcelona mætast í stórleik spænska boltans. Var ekki íslenskur læknir að benta okkar á að hnén á Ronaldinho væri svo "vansköpuð" að hann gæti beint þeim óeðlilega, þannig að hann gæti gert allveg ómennska hluti á vellinum. Svo gat Man. Utd fengið þennan snilling, en klúðraði því allveg gjörsamleg (er sagt). Síðan misstu þeir (Man. Utd) Keane í gær. Hann var hjartað í liðinu, eins og einn Man. Utd maður sem var að vinna með mér í gær á Lsp á Hringbraut komst að orði, frekar niðurdreginn. Hann stóð sem lamaður þegar hann heyrði íþróttafréttamann stöðvar 2, lesa fréttina. Nú er þetta búið sagði hann frekar mæðulega. Þið eigið þó Darren Fletcher, sagði ég til að hressa hann aðeins við. Arg......, Fletcher sagði hann og saup hveljur og gnísti saman tönnum. En þið fáið Ballack í staðinn, sagði ég til að gera aðra tilraun við að róa hann niður. Arg....enginn kemur í staðinn fyrir Keane, sagði hann með grátstafinn í kverkunum og gekk útúr sjónvarpsherberginu. Aumingja Man Utd aðdáendur. Þeir gátu fengið þann besta, en í staðin keyptu þeir bara miðlungsleikmenn, meðan Chelsea og Arsenal keyptu þá bestu. Margir fótboltaðdáendur hafa séð myndband með Ronaldinho á netinu að undanförnu. Þar fær Ronaldinho nýju Tiempo Nike skóna sína og klæðir sig í þá á Mini Estadi vellinum sem varalið Barcelona spilar á. Ronaldinho heldur boltanum síðan á lofti frá vítateigshorninu fer inn í vítateigsbogann og skýtur í slánna, þaðan tekur hann á móti boltanum áður en hann snertir jörðu. Hann skýtur alls þrisvar sinnum í slánna og tekur á móti boltanum, fer síðan og heldur honum á lofti aftur á byrjunarreit en boltinn snertir aldrei jörðina á öllum þessum tíma.

Hér er hægt að sjá myndbandið

Tuesday, November 15, 2005

Foringinn í Búlgaríu

Foringinn skrapp til Búlgaríu um daginn og fékk sér nýjar tennur. Kom heim skælbrosandi með þetta svakalega stell og brosir nú allan hringinn. Hver "króna" kostar þarna örfáa þúsundkarla, en hér myndi slík viðgerð kosta nokkrar milljónir. Ekki minnkar kvennhylli hans eftir þetta, því Guð gaf honum meiri af þeim eiginleikum en okkur hinum. Hann er nú allveg að nálgast sextugt og er margfaldur heims & evrópumeistari í frjálsum íþróttum öldunga. Kannski er hans mesta afrek, hvurnig hann nær að virkja margan manninn og gera úr þeim góða íþróttamenn. Eiginlega ætti að sæma þennan mann stórriddarkrossum og Fálkaorðum fyrir að störf að málefnum öryrkja.

Sunday, November 13, 2005

Frakkland logaði

Ég fékk reyndar allveg nóg af Frökkum í æfmælisferðinni í september. Þeir nenntu ekki að selja mér lestarmiða útá flugvöll, en í staðin þurfti maður að kaupa hann í einhverri maskínu. Einn góðhjartaður Frakki af afrískum uppruna reddaði okkur þó miða, en sem reyndar var bara metrómiði. Svipað og ég myndi veifa strætómiða í Keflavíkurrútunni. Í Monematrehverfinu þar sem Hótelið var bjuggu nær eingöngu litaðir Frakkar af afrískum og N-afrískum, þannig að maður hélt að maður væri staddur í Addis Ababa í Eþjópíu, en ekki í miðbæ Parísar, en óeirðirnar voru víst í meiri úthverfum. Svona Infata Evrópu. Þúsundir lögreglumanna voru víst á vaktinni í París í nótt þannig að lítið var um skrílslæti í bili. Annars verð ég að velta fyrir mér öðrum sprengjum, nefnilega sprengitöflum fyrir hjartasjúklinga. Ég verð nefnilega að skila verkefni í lyfjafræði á þriðjudaginn. Alltaf er maður á síðustu stundu með allt.

Friday, November 11, 2005

Tarantino

Ég náði ekki að hitta Tarantino kvikmyndaleikstjórann geðþekka sem hér er að þvælast, en Narfi hitti hann víst í gær og fékk hann til að krota á Kill Bill myndirnar mínar sem ég keypti í Thailandi. Maður ætti þá að fara að horfa á þær, úr því hann er búinn að árita þær fyrir mig. Annars er Pulp Fiction örugglega ein besta mynd sem ég hef augum litið. En Opinberun Hannesar var samt betri. Hvað um það, þegar Narfi ætlaði að láta hann árita Kill Bill II, sem hann var með í láni. Var Kill Bill I að flækjast í umslaginu líka, þannig að hann neyddist til að árita hana líka. Annars var Kill Bill II, í VCD formi, sem er kerfið sem þeir nota þarna í Asíu. Hvaða djöfulsins kvikmyndabull er þetta eiginlega. Best að fjalla um það sem skiptir máli, því ég tók 240 kg í réttstöðu á æfingu áðan. Reyndar var ég búinn að þreyta mig með 230 kg á undan, en til að halda virðingu þarf ég að taka mun meira en það eftir hálfan mánuð. Annars mun ég tapa fyrir öllum æfingafélögum mínum á mótinu og heiður minn verður þá í veði, því ég er búinn að veðja við foringjann að ég muni bæta mig á mótinu. Annars skulda ég honum heila flösku af Smirnoff. Heilan lítra af 50%, nánar tiltekið.

Wednesday, November 09, 2005

Listinn


Því miður hefur hinn frægi Stevegym-listi legið niðri um hríð vegna kerfisvillu, en það hefur líka verið mér að kenna að hafa ekki tekið í taumana fyrr og komið honum aftur í gagnið. Nýji listinn verður núllstilltur þ.s gömlu lyfturnar frá fyrri hluta ársins detta út, þ.s þeir sem voru á listanum á fyrri hluta ársins, en hafa t.d fært sig í aðra stöð, detta sjálfkrafa út. Einungis lyftur frá því í haust til dagsins í dag verða teknar gildar. Gömlu reglurnar um að aðeins þeir sem æfa reglulega í gymminu er ennþá í fullu gildi. Best að færa inn fyrstu tölur og ég geri ráð fyrir að eitthvað verði vitlaust til að byrja með, en vonandi verður hægt að fara beint inná listann frá Stevegymsíðunni, eins og fyrrum. Árangurinn á reyndar örugglega eftir að batna, þegar menn taka við sér. Sérstaklega eru tölurnar hjá undirrituðum lélegar.

Hnébeygja
1. Spjóti 230 x 1
2. Bjarki Ólafsson 220 x 1
3. Kári Elíson 210 x 1
4. Sigurjón Ólafsson 190 x 2
5. Rúnar Óttarsson 180 x 1
6. María Guðsteinsdóttir 170x1

Bekkpressa

1. Spjóti 175 x 1
2. Bjarki Ólafsson 170 x 1
3. Gunnar Rúnarsson 160 x 1
3. Sigurjón Ólafsson 140 x 1
5. Sigurður Ármann 125 x 1
6. Rúnar Óttarsson 125 x 1
7. Sverrir Sigurðsson 105 x 1

Réttstöðulyfta

1. Kári Elíson 270 x 3
2. Sigurjón Ólafsson 260 x 1
3. Bjarki Ólafsson 250 x 3
4. Gunnar Rúnarsson 240 x 1
5. Rúnar Óttarsson 210 x 1
6. Sverrir Sigurðsson 205 x 1
7. Sigurður Ármann 200 x 1
8. María Guðsteinsdóttir 190 x 2

Sunday, November 06, 2005

Benni setti heimsmet

Steve (foringinn) var að hringja í mig og tjáði mér að Benni hafi halað upp mestu þyngd allra tíma í réttstöðulyftu, þegar hann tók 440 kg á móti í Finnlandi í dag. Steve gleymdi reyndar allveg að spyrja strákana hvað keppinautarnir tóku, en það á eftir að skýrast fljótlega. Frábært hjá honum. Vonandi gleymir hann ekki uppruna sínum, því þetta byrjaði allt hjá foringjanum í Stevegym

Saturday, November 05, 2005

Bikarmót Kraft





Fleirri myndirBLOGG
Og koma fljótlegaJóhannes

Thursday, November 03, 2005

Ósanngjarnt

Hrikalega er þetta ósanngjarnt að Sigurður Einarsson fái að kaupa 832.444 hluti í KB banka á 85 milljónir, sem hann getur síðan selt á rúmlega 400 milljónir. Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart Heiðari Sigurðssyni, sem keypti aðeins 394.148 hluti á bara 40 milljónir, sem hann getur svo selt á 200 milljónir. Af hverju má Siggi kaupa meira en Heiddi. Heiddi er miklu betri strákur. Af hverju máttu ekki gömlu bankastjórarnir úr Búnaðarbankanum ekki kaupa líka, því þeir Sólón Sigurðsson og Stefán Pálsson hefðu allveg mátt fá sinn skerf af kökunni. Eins gott að Dabbi okkar sé hættur að eiga viðskipti við bankann. Haltu þig bara við Seðlabankann Dabbi minn, því þeir eiga þetta svo sannarlega skilið strákarnir, enda græddu bankarnir um 70 milljarða á síðasta ári og þeir Sigurður og Hreiðar eiga mestan þátt í útrás KB banka, sem er auðvitað langstærsti bankinn. Alger óþarfi að lækka vextina á okkur skuldarana, þegar laun þessara manna eru ennþá svona skelfilega lág. Held að Sigurðu fái skítnar fimm millur á mánuði, kannski örlítið meira. En talandi um ósanngirni. Af hverju fær þessi fugl að byggja yfir svalirnar en ekki ég? Ég þarf væntanlega að fá leyfi hjá húsfélaginu, er það ekki annars?