Thursday, March 31, 2005

12. ár

Fyrir um 12. árum síðan skrifaði ég lesendabréf í DV Bréfið er auðvitað barn síns tíma, en einhvernvegin gæti það átt vel við í dag. Man ekki hvert tilefni greinarinnar var, en mig minnir að ég hafi reiðst yfir einhverju morði Ísrealsmanna á hernumda svæðinu.

DV 1993

Wiesentahl-stofnunin: Hefur lokið sínu hlutverki

Gunnar skrifar:

Hér í fjölmiðlum hefur maður að nafni Zurof borið íslenskan ríkisborgara þungum sökum. Hópur manna hefur atvinnu af því að kenna sig við Wiesentahlstofnunina og vilja þeir ógjarnan missa vinnuna þótt "helförinni" sé löngu lokið. Kurt Waldheim, sem var aðalritari SÞ, var sakaður um stríðsglæpi eftir að hann hætti og settist á friðarstól í Austurríki. Í Ísrael situr að öllum líkindum saklaus Rússi sem bíður dauðadóms. Svo mikið er kappið að vísast mætti finna Adolf Hitler á einhverju elliheimilinu! Hlutverki Wiesentahl-stofnunarinnar er löngu lokið.
The image “http://people.freenet.de/uwegottschalk/wiesentahl2113.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Monday, March 28, 2005

Meira af skákserverum

Lennox Lewis og Klitschko bræður eru duglegir að tefla hraðskákir. Þannig að einhverjar líkur eru á því að "Iron" Mike Tyson grípi í eina og eina! Annars er ég að hvíla mig á ICC klúbbnum (Chessclub.com), en þar var ég eingöngu farinn að tefla bulletskákir svokallaðar, en þótt ég hafi stundum náð að máta margan sterkann meistarann, þá skildu þessar skákir lítið eftir og urðu eingöngu að fíkn hjá mér. Mér telst þó til að ég hafi unnið tæplega tvöhundruð bulletmót, sem MIKETYSON & CHESS4CUBALIBRE, en mótin voru orðin vel yfir þúsund, en ég er þó ekki viss. Það er því gott að hvíla sig á þessari vitleysu og snúa sér aftur að bréfskákinni, eða á þs skák á mun hægari og vitrænna tempói. Flestir þessir klúbbar eru ókeypis, eða hægt er að fá reynsluáskrift og eru þeir flestir aðgengilegir og einfaldir. Helstu skákserverarnir eru þessir:

HRAÐSKÁK

1. http://www.chessclub.com
2. http://www.instantchess.com
3. http://www.itsyourturn..com
4. http://www.yahoo..com

BRÉFSKÁK

1. http://www.iccf.com
2. http://www.iccf-webchess.com
1. http://www.schemingmind.com

The image “http://www.chessbase.com/images2/2002/bahrain/klitschko12.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Saturday, March 26, 2005

RUBBISH Á CNN!

CNN fréttastofan hefur verið að fylgjast með Bobby Fischer hér á landi og einhver fréttakerling hitti Rúnar Berg skákmeistara á bílaplaninu í Mjóddini í vikunni og lennti hann því óvænt í viðtali við einn stærsta fréttavef heimsins, CNN fréttavefinn. Haft var eftir honum:
"I think he's a little bit crazy," said Runar Berg, an investment banker and recreational chess player. "Everyone has the right to express his opinion, but sometimes it's better to say nothing than to say rubbish like Bobby Fischer."
Skemmtilegt hvernig Rúnar Berg hittir naglann á höfuðið, því hann heitir nefnilega Rubbish á http://www.schemingmind.com , sem er skemmtilegur skákserver á netinu. Á þeim vef tefli ég nú mér til ánægju. Annars er linkurinn þessi:
http://www.cnn.com/2005/WORLD/europe/03/25/fischer.iceland.ap/index.html

story.fischer.iceland.ap.jpg

Friday, March 25, 2005

Benedikt tók 410 kg

Ég fór á létta æfingu í Stevegym, en þegar ég var þangað kominn sagði einn hlauparinn að foringinn væri í Gym80, vegna þess að Benni ætlaði að taka 410 kg í réttstöðu. Ég hringdi í foringjann, sem sagði að Benni hefði verið að taka 370 létt og ætlaði næst í 410 kg! Ég ákvað að láta Steve njóta vafans og brunaði upp í gymmið á fimm mínútum og rétt náði afrekinu á mynd. Benni var í miklum fíling og tók myndana af hinum ungverska Tibor af veggnum og henti ofaní tösku, en Tibor þessi á núvverandi heimsmet IPF, 408 kg. Því miður var ég ekki með alvöru græjur, en vona samt að þetta sleppi.

Myndband /410 kg



Gym80
Gym80

Jón Ásgeir

Þetta var mjög svo mögnuð móttaka í gær, þegar aldni meistarinn kom "heim" í einkaþotu sem talið var að Jón Ásgeir og Baugsveldið hafi borgað undir. Sjónvarpstöðvarnar báðar tóku þátt í ævintýrinu og þar hafði Stöð 2 mikið forskot, skiljanlega þar sem Páll Magnússon og Jón Ásgeir virðast vera lykilmenn í dæminu. Þetta er allveg frábært, því hingað hafa komið, þjóðhöfðingjar stærstu ríkja heims, frægustu poppstjörnur (MacCartney, Jagger), bestu skákmenn heims (Karpov, Kasparov) osf, en enginn hefur fengið eins hlýjar móttöku eins og nýji Íslendingurinn. Það væri helst hægt að lýkja þessu við Keikóævintýrið á sínum tíma, en ég fylgdist með þeirri útsendingu í beinni, eins og hálf þjóðin. Faaborgmeistaranum finnst líklegt að ný og óvænt samvinna Baugsveldisins og Davíðs Oddssonar sé að renna upp, en ég er ekki svo viss. Ég tel frekar að Baugsveldið sé að stríða æðstu ráðamönnum og spennandi tímar séu frammundan í "Fischermálinu" sem er langt í frá lokið. Kannski tekst auðkýfingnum að draga Bobby að skákborðinu, eins og gerðist 1992, þegar serbneskur fjármálamaður keypti Fischer að skákborðinu. Ég gæti allveg séð fyrir mér sýningareinvígi í Fischer-Random milli Bobbys og segjum (IM) Stefáns Kristjánssonar. Svo er það sú ranghugmynd hjá mörgum að islenskir skattborgarar hafi og þurfi að borga fyrir Fischer og af þeim sökum hef ég heyrt margar neikvæðar raddir um björgun Fischers. Það verður ekki svo og hann mun örugglega ekki fara á stórmeistaralaunin svokölluðu. Þau þyggja (að mér skilst) aðeins þrír stórmeistarar af tíu. Það eru þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss og Þröstur Þórhallsson. (Veit ekki um um hin nýja stórmeistaran okkar, hina tékknesku Lenku) Ég er ekki einu sinni viss um Helgi Áss og Þröstur eigi þau skilið. Helgi hefur verið í laganámi og Þröstur í fasteignabraski. Meira að segja Hannes hefur ekki skilað skákkennslu hjá Skákskólanum, sem er sagt eitt af skilyrðunum fyrir laununum.
The image “http://images.amazon.com/images/P/6305910340.01.LZZZZZZZ.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Thursday, March 24, 2005

Fischer kemur!

Þetta verður örugglega heljarinnar fjölmiðlasirkus í kvöld þegar Bobby kemur til landsins. Ég heyrði í fréttum áðan að hann myndi hugsanlega koma með einkaþotu frá Stöð 2, sem myndi lenda á Reykjavíkurflugvelli til að minnka hugsanlega paranoju Fischers gagnvart Keflavíkurflugvelli. Eins og ég sagði áður spái ég að hann vilji ekki vera of lengi hérna, sérstaklega vegna athyglinnar og fjölmiðlahasars sem hér mun skapast. Ég vona þó að ég fái að hitta goðið í sumar, þegar hann hefur náð að safna kröftum Hugsanlega kynnir hann Fischer Random afbrigðið fyrir fjölmiðlum og teflir fjöltefli við skúnka eins og mig. Sjálfur hef ég verið að æfa mig að tefla þetta afbrigði í bréfskákformi á http://www.schemingmind.com og hef verið að fikta við önnur afbrigði af "skák", eins og Víkingaskák, Kínverskaskák og Japanska skák (shogi), en ég hef algerlega fyrirgert frama mínum í þeirri grein, vegna þess að ég vil helst ekki þurfa að mæta japönskum leyniþjónustumönnum úr sendiráðinu, því sendiráð Japana hefur nefnilega verið að kynna leikinn fyrir áhugasömum, en þessi skrif mín um Japani hafa dregið úr mér kjarkinn að hitta þessa skriffina úr Kauphöllinni. Blogg mitt, sem ég samdi á 1-2 mínútum endaði á hinni skemmtilegu tenglasíðu
http://www.forvitni.net, en ég skrifað bloggið um Sæma Rokk í mikilli reiði þegar allt útlit var fyrir að Fischer yrði framseldur til Bandaríkjana, þar sem hann hefði örugglega endað líf sitt innan um raðnauðgara. En hvar er Fide alþjóðasamband skákmanna núna í vandræðum Bobbys? Snorri Bergz skákmeistari svaraði með sínum alkunna aulahúmor á bloggsíðu skákmanna. Fide er auðvitað í Sviss!
The image “http://images.amazon.com/images/P/0060510242.01.LZZZZZZZ.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Wednesday, March 23, 2005

Íslandsmeistari?

Það gleður alltaf mitt litla hjarta að vinna til verðlauna, því eftir því sem árin hafa liðið hefur sigurpeningum fækkað mjög. Til dæmis held ég mikið upp á tvenn verðlaun sem ég fékk fyrir golfyðkun á síðustu öld, en ég sigraði í tveim mótum í Hveragerði með forgjöf, en þeir sem fengu verðlaun án forgjafar voru ekki gjaldgengir í skúnkaflokkinn, þannig að ég átti kappi við 3-5 á mínu reki. Nú í vikunni mættum við á deildinni til að tefla í móti sem Hrókurinn (Hrafn Jökuls og frændur) og Vin í Hverfisgötu héldu þar sem geðdeildirnar áttu kappi, en keppnin fór fram á Kleppspítala. Einn starfsmaður mátti vera í hverju liði og tveir viðskiptavinir. Þar sem ég og Ágúst Örn (starfsmenn) gátum ekki verið í sama liði var hann lánaður sem 1. borðsmaður fyrir deild 13. Fjögur lið mættu til leiks og vorum við efstir eftir hörkubaráttu við deild 15, sem Jónas Spari leiddi með miklum ákafa, en ég samdi um jafntefli við hann í síðustu umferð, þegar ljóst var að við myndum vinna deild 15 á tveim neðri borðunum. Sjálfur fékk ég 2,5 af þrem mögulegum og sveit okkar varð lang efst, en deild 15 varð í öðru sæti. Í þriðja sæti lenti deild 13 og restina rak sameiginlegt lið deild 19 og Vinjar. Okkur var svo ákaft fagnað á deildinni, enda færðum við henni verðlaunagripinn sem skipar nú heiðursess á deildinni og deildarstýran varð yfir sig ánægð. http://www.hrokurinn.is Hins vegar gekk mér ekki eins vel á Íslandsmóti skákfélaga um daginn. Ég tefldi við Óttar Felix Hauksson í TR-C , en fór að reyna að svíða jafna stöðu og þrátt fyrir að hann hefði boðið mér kaffi og jafntefli þá sprengdi ég mig. Ég mætti síðan dýrvitlaus í seinni skákina og náði að leggja ungan stigaháan Bolvíking Guðmund Daðason í Blackmar-Diemer afbrigðinu og Skagaliðið náði að halda sér í deildinni.

Wednesday, March 16, 2005

SÆMI ROKKAR

Ef maður á að trúa þessum misvísandi fréttum frá Japan, þá er það eina sem getur bjargað lífi Bobbys Fischers er að hann fái íslenskan ríkisborgararétt. Manni er gjörsamlega ofboðið þessi meðferð á skáksnillingnum. Mannréttindi eru allveg klárlega brotin á honum og meir að segja Dabbi Odds sér að við svo búið má ekki una, þótt í hlut eiga "vinir" okkar Japanir og Kanar. Fischer er hluti af íslenskri sögu (og auðvitað skáksögu) og því á hann sér marga stuðningsmenn hér á landi. Ég hef ekki nokkra trú að hann hangi lengi hérna á skerinu, ef hann fær leyfi til að koma. Hann mun fara mjög fljótlega til Evrópu á flakk og hann mun allveg örugglega lenda uppá kant við sinn gamla vin Sæma fljótlega, þannig að þessir forustumenn íslenskrar skákhreyfingar sem sagðir eru hafa áhyggjur af komu hans geta bara andað rólega. Mig grunar hverjir þeir eru en vill ekki nafngreina þá. Jæja, en við björgum vonandi lífi þessa mikla snillings. En þessir helvítis Japanair. Maður á ekki að alhæfa, en þeir eru sennilega með grimmustu svínum jarðarinnar. Hvað hefur maður ekki hlustað á mörg viðtöl við fórnarlömb þeirra. Konur sem þeir raðnauðguðu í stríðinu. Það sem Sæmi hefði átta að gera í Japan til að bræða Japani (ef það er þá hægt) er að hann hefði átt að dansa fyrir þá á blaðamannafundunum, allveg eins og hann gerði forðum þegar leysa átti upp partý vestur í bæ. Sæmi hafði komið á lögregluvaktinni í allveg geðveikt samkvæmi sem leysa átti upp. Sæmi greip til neyðarúræðis. Hann stökk uppá borð og fer að dansa af miklum móð. Skyndilega rennur víman af partýgestum og allt fellur í dúnalogn. Þetta hefði Sæmi átt að reyna á þessa helvítis Japani.
The image “http://www.mbl.is/mm/myndasafn/img/102/400x400/Tonlist16.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Monday, March 14, 2005

HERRAMAÐURINN ALLUR

Því miður tók ég þá leiðinlegu ákvörðun að farga mínum ástkæra HERRAMANNI, en ég var í raun á leið með hann á verkstæði í dag, til að halda honum gangfærum. Hann hafði ekkert komið nógu vel útúr þessum vetri og eftir nokkur samtöl við fagaðila ákvað ég með trega að fara með hann uppí HRINGRÁS, en hirða það heillegasta úr honum, sérstaklega felgurnar sem margir hafa haft augastað á. Þótt ég gerði ekki fræðilega úttekt á hvað það hefði kostað að setja HERRANNINN á götuna, var giskað á að þetta hlypi á hundruðum þúsunda, jafnvel hálfri milljón að gera hann vel upp. Ég trúi því nú reyndar ekki, en það sem háði mér með bílinn var aðstöðuleysi (bílskúr), kunnáttuleysi og jafnvel peningaleysi, sem þó var léttvægasti þátturinn. Ég er nefnilega orðinn svo séður í peningamálum. Ég var allveg tilbúinn að eyða 200.000 kr í Herramanninn.
BLESSUÐ SÉ MINNING HANS.


Sunday, March 13, 2005

Ósmekklegt

Voðalega eru þetta ósmekklegar myndir. Það er verið að bendla Bush við Nazizmann og Hitler, einn mesta fjöldamorðingja sögunnar. Þetta er góður maður og hann færi aldrei að ráðast inn í aðrar þjóðir. Brjóta mannréttindi eða gera nokkurri þjóð miska. Allir dýrka þennan mann, sérstakalega almenningur í Arbalöndum, enda hafa stórveldin komið fram við þessar þjóðir af virðingu og vináttu. Allir vita að þeir eru vinir okkar og: Vinur er sá er til vamm segir....stendur í Hávamálum eða einhverju öðru spekiriti. Meira að segja Steingrímur Joð viðurkennir að þeir séu vinir okkar, enda hafa þeir varið okkur gegn óvininum síðan stuttu eftir stríð.

The image “http://digilander.libero.it/108artworks/hitler_bush.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
The image “http://iticwebarchives.ssrc.org/Stop%20USA/www.stopusa.be/imagessite/Bush-hitler-blair-mussolini.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Saturday, March 12, 2005

Fullkomið ógeð

Ég nennti ekki mikið að horfa á fótbolta helgarinnar og hvað þá að horfa á "stórlið" Barcelona, en þeir spiluðu gegn Bilbao í gær. Ég tók hins vegar aukakvöldvakt í gærkvöldi, sem og í dag sunnudag á 33c og verð því tvær tvöfaldar vaktir (næturvaktirnar á Kleppi) og sá því ekki leikinn nema í nokkrar mínútur þótt að ég hafi haft tækifæri til. Ég var nefnilega ekki sáttur við að Barca hefði fallið úr Meistaradeildinni gegn Chealsea um daginn. Chelsea fékk nefnilega ólöglegt mark í lokin. Barca vann reyndar Bilbao og nálgast titilinn heima hægum skrefum.
The image “http://www.iranmania.com/fun/caricature/actual/ronaldiniho.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.