Saturday, December 31, 2005

Mótið

Við héldum nokkuð skemmtilegt mót áðan, þar sem skipuleggjandinn kom hálftíma of seint, vegna þess að hann var á næturvakt nóttina áður. Hef ekki tíma til að skrifa um þetta núna, því ég er á leiðinni í Thai matar partý. Meira um mótið um miðnætti. Gleðilegt ár allir vinir og félagar til sjávar og sveita!


















Reyndar átti ég góða möguleika á að vinna mótið "overall", en til þess þurfti ég að klæðast bekkpressusloppi eins og hinir. Þá hefði ég getað tekið 15-20 kg meira í bekkpressu og stillt upp því deddi sem þurfti til að vinna heildarkeppnina og réttstöðulyftuna. Þar sem ég var mótshaldarinn, hafði ég hvatt nokkra æfingafélaga til að vera með í þó ekki væri nema annari greininni, enda slepptu sumir að taka þátt í réttstöðunni. Í réttstöðulyftunni ætlaði ég að lyfta því sem þurfti til að vinna, en ruglingur stangarmanna hafði afgerandi áhrif. Þegar Bjarki Ólafsson hafði tekið 260, þá rauk ég í sömu þyngd jafnóðum og tók hana þrisvar sinnum í einhverjum fíling, en hafði áður tekið 252,5 kg. Hefði betur sleppt þessum sjónhverfingarlyftum, því einhver hafði sett vitlaust á stöngina fyrir Bjarka og reyndist þyngdin vera 250 kg. Sigurjón Ólafsson fór svo í 260 kg og hafði hana upp og náði því að sigra réttstöðulyftukeppnina, því ég treysti mér ekki í fleirri lyftur eftir þetta rugl. Þótt mótið hafi verið frekar frjálslegt var það bara nokkuð skemmtilegt. Meðal annars vegna gestakeppendanna, þeirra Dómi (Íslendingur ættaður frá Sardiníu), málaranns sterka Jóhanns og hinnar flottu fittnessdömu og löggukonu Lindu Björku, sem tók 70 kg í bekkpressunni. Einnig var gaman að sjá aftur mættan til leiks karatemeistarann og skákmanninn Sverri Sigurðsson, en hann æfði í Stevegym fyrir nokkrum árum, en hefur tekið fram lyftingarskóna aftur.
Stefán Spjóti og Jóhann málari unnu bekkpressukeppnina með 190 kg, enda báðir mjög vel sloppaðir. Sigurjón náði eins og áður sagði að vinna réttstöðuna og Bjarki Ólafsson var með bestan samanlagðan árangur. Á myndunum hér fyrir neðan má sjá nokkra keppendur m.a Bjarka Ólafsson, Lindu Björku og þeirra Spjóta og Jóhann.
ÚRSLIT



Thursday, December 29, 2005

KEPPNIN HAFIN!

Ég var bara nokkuð sáttur með úrslitin í skoðunarkönnun sem fram fór á Stevegymvefnum í vikunni. En sú könnun snérist um hvort ég sjálfur myndi taka 200 kg í bekkpressu á næsta ári. Að sjálfsögðu tapaði ég í þeirri könnun, en hefði ég unnið þá hefði ég eflaust bara hætt að hugsa um þessa áskorun, en þar sem ég fæ svona neikvæð viðbrögð þá er það bara í einu orði sagt æðislegt. Smá spark í rassgatið getur varla skaðað mann mikið. Sögðu ekki Friedrich Nietzche og Jón Páll að það sem ekki myndi drepa þig, myndi bæta þig. Keppnin mun standa á milli okkar sem ennþá þykjast vera að æfa í Stevegym. Þó aðalega milli milli mín og Spjóta. Spurningin er, hver verður fyrstur í mark?!

Tuesday, December 27, 2005

Tyson kominn aftur

Flash(TD) s-shouts: MikeTyson won the Tuesday's Quickie Triple Elimination Bullet 1 0 rated manager:batcat tournament, with a score 8/9!
The image “http://www.obrienillustration.com/stage1/tyson_img/tyson_stg_05.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Sunday, December 25, 2005

Noel

Auðvitað höldum við Jól. Þau eru hluti af okkar íslensku menningu, þau eru hluta af vestrænni menningu og alheimsmenningu. Þau eru ekki einu sinni kristinn. Sennilega eru þau bara forn heiðin hátíð eins og m.a Ásatrúarfólk og Vottar Jehovar halda fram. En reyndar eru flestir jákvæðir á jólin. Nema þá helst Vottarnir, en þeir geta þá bara farið upp í bústaðinn sinn með grenjandi krakkana sína sem skilja örugglega ekkert í grimmd foreldranna að hleypa þeim ekki í geðveikina. Mér fannst td flott hjá Palestínu Íslendingnum Tamini að fagna jólunum, því þau væru, jú hluti af íslenskri menningu. Jesú er líka einn af spámönnum íslamstrúar og í lagi að minnast hanns eins og annara spámanna. Þetta er ábyggilega almenn afstaða flestra múslima og fólks sem tilheyra öðrum "trúarbrögðum". Mér sýnist til dæmis Thailendingarnir vera bara nokkuð ánægðir með þetta tilstand. Og ekki er ég sjálfur í neinum kristnum söfnuði. Samt eiga jólin að vera skilda, því þau hafa fylgt okkur frá landnámi. Hátíð ljóss og friðar. Og við minnumst trésmíðsins frá Nazareth í Galileu, sem stundaði alveg magnaða heimspeki og stjórnamálastúss. Bara setningin: "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." er alveg mögnuð Ég greip bara svona eina línu úr guðspjöllunum af handahófi. Hún ætti að vera næg ástæða fyrir því að við minnumst þessa manns. Þótt ekki standi það í bíblíunni að við eigum að fagna fæðingarhátíð hans, enda veit enginn hvænær hann var í raun fæddur.

Saturday, December 24, 2005

Gleðileg Jól

สุขสันต์วันคริสมาส
Hyvää joulua!
Merry Christmas!
God Jul!
Froehliche Weihnachten!
Feliz Navidad!
Glædelig Jul!
Prejeme Vam Vesele Vanoce a stastny Novy Rok!
Ruumsaid juulupõhi!
No eliniz Ve Yeni Yiliniz Kutlu Olsun!
Pozdrevlyayu s prazdnikom Rozhdestva is Novim Godom!
Buone Feste Natalizie!
Gledileg Jol!
Gajan Kristnaskon!
Kerstfeest en een Gelukkig Nieuwjaar!
Boas Festas e Feliz Ano Novo!
Felices Pasquas Y Felices ano Nuevo!

Thursday, December 22, 2005

Hafrún Hafsteinsdóttir

Hafrún Hafsteindóttir er fallin frá í blóma lífsins, rétt rúmlega þrítug. Hafrúnu kyntumst við fyrst þegar hún kom í gömlu Orkulind, sennilega árið 1990. Veit ekki hvort hún kom fyrst með Róbert Samúelssyni eða Dodda vini sínum. En æ síðan hefur hún verið í vinasambandi við Stefán. Hún átti ekki auðvelt líf, því oft flaug hugurinn hátt, en hún var aldrei í neinni óreglu, hvorki fíkniefnum, áfengi eða tóbaki. Hún eignaðist sjö börn, en hafði eignast tvíbura fyrir nokkrum vikum. Líkaminn sagði óvænt stopp. Í Morgunblaðinu í dag eru nokkra góðar minningagreinar m.a eftir Kára og Diddu (Dýrleifi Ólafsdóttur). Fjölskyldumál hennar voru frekar flókin. Ég komst td að því fyrir ekki svo löngu að hún væri systir hans Þórhalls vinar míns. Myndin hér fyrir neðan er tekin fyrir um 15. árum. Hafrún er lengst til hægri á myndinni.

Myndir frá Vin




Tuesday, December 20, 2005

Vin

Sem fulltrúi minnar geðdeildar kíkti ég á jólaskákmót Vinjar, en í Vin á Hverfisgötu er rekið stórmerkilegt athvarf fyrir fólk með geðræn vandamál. Skákmótið hófst kl. 13.00 í gær (mánudag) og ég lét mér ekki muna um að mæta, þótt ég hefði verið á næturvakt nóttina áður. Sérlegur gestur mótsins var einmitt íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Ég þakkaði mínum sæla fyrir að hann hafði ekki séð Baunapistilinn minn í gær, enda varla læs á íslenska tungu ennþá, en hann er farinn að tala þó nokkra íslensku. Ég tapaði fyrir fidemeistaranum Róbert Harðarsyni, en gerði svo jafntefli við Henrik og endaði í þriðja sæti, eftir þeim Henrik og Robba. Enginn íslenskur stórmeistari vinnur eins vel fyrir skákina og Hendrik. Nánari úrslit á mótinu má nálgast á vef Rauða Krossins. Hvað hefði gerst í íslensku skáklífi ef Friðrik Ólafsson hefði ferðast um landið og kennt skák eins og Hróksmenn og Henrik hafa gert. Það hefði örugglega gert margt gott. Friðrik Ólafsson gerði lítið sem ekkert fyrir skákina á sínum tíma og aðstoðaði fjórmenningaklíkuna ekki neitt þegar þeir voru að stíga sín fyrstu spor í skákinni. Þetta var altalað á sínum tíma. Get bara vitnað í Óla Hraunberg, sem gerði alveg frábæra hluti á sínum tíma. Reyndar var hann mjög umdeildur alveg eins og kollegi hans Hrafn Gunnlaugsson skákjöfur. Þeir hafa unnið alveg ómetanlegt starf í unglingaþjálfun. Ólafur Hraunberg á m.a mikið í stórmeisturum okkar alveg eins og Hrafn á eftir að eiga í meisturum framtíðarinnar. En Friðrik má þó eiga það að með árangri sínum gerði hann skákinni á Íslandi mikið gagn. En hann gaf ekkert af sér nema snilldina.

HVÍTUR LEIKUR OG NÆR JAFNTEFLI

Sunday, December 18, 2005

Íslenskir ríkisborgarar

Ég keyrði niður Hverfisgötuna á föstudaginn og sá þar mann sem ég kannaðist við. Hann stóð þar hokinn með plastpokann sinn og glápti innum glugga á einhverri skranverslun neðarlega í götunni. Þessi maður fékk íslenskan ríkisborgararétt á leifturhraða snemma á þessu ári, en hann hafði áður borið heimsmeistartitil í skák. Ég mátti því miður ekki vera að því að heilsa upp á þetta átrúnargoð mitt, því ég hafði mælt mér mót við Sigurð Ingason niðrá Grand Rokk, þar sem við reyndum "visku" okkar. Ég hafði lent í aftanákeyrslu og var því allt of seinn í Quizið. Daginn eftir kíkti ég á "Búnaðarbankaskákmótið" KB banka mótið (Criminal-bank of Iceland), niðrí Austurstæti. Þar hitti ég annan íslenskan ríkisborgara, sem líka fékk ríkisborgararétt á ljóshraða, en hann heitir Hendrik Danielsen. Hann er frábær viðbót í íslenskt skáklíf. Góður náungi sem hefur unnið hér gott starf. Reyndar er hann Dani, sem er kannski eini ljóðurinn á ráði hans, en hann getur svo sem ekkert gert að því, þótt hann sé fæddur í Baunalandi. Svo má ekki gleyma því að ekki eru allir Danir slæmir. Samt eru Danir og Frakkar leiðinlegustu þjóðir sem maður fyrir hittir. Henrik er auðvitað undantekningin sem sannnar regluna, enda vill hann vera hérna á okkar ástsæla klaka eins og vinur okkar Bobby Fischer. Svo megum við ekki gleyma henni Lenku Ptácníkóvu, en hún fékk líka ríkisborgararétt á þessu ári, að sjálfsögðu á ljóshraða. Ég fagna henni líka innilega eins og hinum tveim. Reyndar tók fyrrum eiginmaður hennar Helgi Áss lögfræðingur og skákdálkahöfundur í spaðann á mér á mótinu og óskaði mér til hamingju með Víkingatitilinn. Hann hafði rekist á grein mína um mótið í laugardagsblaði Moggans. Reyndar sendi ég greinina á vitlausan stað, því hún átti að vera frétt, en ekki sem aðsend grein. Því kom þetta ansi bjálfalega út að monta sig af eigin árangri. Ég sleppti því alveg að segja Helga að þetta hefði líka verið heimsmeistaramót í greininni. Hvað um það, þá fagna ég öllum góðum skákmönnum sem hérna setjast að, en finnst samt að sanngirni eigi að ríkja um veitingu ríkisborgararéttar. Deng Rúnarsson hefur verið hér í 7. ár, en er nú búin að sækja um ríkisborgararéttinn, enda mátti hún ekki sækja um fyrr, því hún hefur ekki þessi 2300 elo skák stig, sem félagi minn Össur þingmaður notar sem viðmið um ríkisborgarahæfi. Hvað sagði liðið á Hagstofunni. Jú, umsóknin getur tekið uppí 3-6 mánuði. Verið bara róleg, þetta ætti að ganga í gegn sumarið 2006.

Tuesday, December 13, 2005

CALL 42

Þið sem hringið mikið til útlanda eigið endilega að prófa þetta breska kerfi. Kostar þá rétt rúmar 3 krónur mínútan þegar hringt er milli staða innanlands, en það kostar rúmlega 25 krónur ef hringt er milli símkerfa á Íslandi. Þó er aðalsparnaðurinn í símtölum til útlanda. T.d kostar einungis 6.2 krónur að hringja til Thailands. Kynntu þér málið hjá Óla. Maður hringir í róbóta í Englandi, en leggur svo á. Síðan er hringt í þig og þá slærð þú númerið sem þú ætlar að hringja í t.d hér á landi. Hinn þekkti skákmeistari Skaga-Mangi var að fá sér svona í vikunni og er hann nú búinn að liggja í símanum til Philipseyja. Þetta er mun þægilegra en Skype forritið (sem er auðvitað aðeins ódyrara), því ekki þarf maður að vera bundinn við tölvuna, þegar hringt er til Koreu. Annars nota ég þetta bara í innanlandssímtöl.
LLAMA 42

Limra

Tja, mikið helvíti er ég orðinn frægur á elliárum, þegar óþekktir skáldajöfrar eru að semja um mig limru vegna glæsilegs sigurs míns á HM í Víkingaskák um daginn. Þarna er ekki um neinn leirburð að ræða, því þetta er kveðskapur í anda fornmanna og Víkinga.

Saturday, December 10, 2005

MISS WORLD 2005

Unnur Birna vann keppnina í Kína. Ég ætlaði sko ekki að horfa á skjá 1, áðan en datt bara inn á þetta. Allveg satt þetta var algert slys. Enga síður frábær árangur hjá dóttur Unnar Steins. Keppninin hefur reyndar látið á sjá síðan Hófí vann, fyrir nákvæmlega 20. árum. Heiðar Snyrtir fékk næstum því taugaáfall þegar kynnirinn tilkynnti úrslitin. Reyndar táraðist ég ekki núna eins og fyrir 20. árum. Kannski er ég bara orðinn tilfinngalaus. Tilfinnignalaus, ég. Nei, er ekki bara ástæða til að gera sér glaðan dag. Skaga Mangi segir að við eigum að skála fyrir góðum tíðindum. Í dag höldum við úppá að heimsmeistaratitillinn í fegurð fór til Íslands. Í gær þurftum við að skála fyrir minningu Lennons. Í síðustu viku drukku menn í minningu George Best og eftir nokkra daga minnumst við dauða palestínuaraba sem starfaði við trésmíðar í Palestínu og boðaði frið fyrir um 2000 árum.

Friday, December 09, 2005

John

Ég man nákvæmlega hvar ég var staddur, þegar ég fékk fréttina af morðinu á John Lennon. Það var nákvæmlega þennan dag fyrir heilum 25. árum (en ekki í gær). Ég var nývaknaður og lá í baðkarinu heima á Háaleitisbraut. Klukkan var eitthvað á bilinu 9-10 um morgunin. Ég hafði sett útvarpið uppá þvottavélina, til að hlusta á morgunútvarpið. Þá var engin Rás 2, engin Bylgja, bara gamla góða Gufan. Jón Múli Árnason stjórnaði morgunþættinum og ég gleymi því ekki þegar hann tilkynnti með sinni djúpu rödd um skotárásina, sem fram fór deginum áður. Síðan spilaði hann eitt af lögum Lennons af nýjustu plötu hans Dobble Fantasy. Ég rauk útí búð og keypti plötuna, sem ég síðan spilaði í tætlur eins og öll heimsbyggðin.
Ég man nákvæmlega hvar ég var þegar ég fékk fréttina af fráfalli John Paul (Jóns Páls). Ég var staddur í herbeginu mínu heima á Háaleitisbraut, þegar Steve færði mér fréttina í gegnum síma. Jón Páll Sigmarsson var og er mikið goð í mínum huga.
Ég man nákvæmlega hvar ég var þegar ég fékk fréttirnar um árásirnar á World Trade. Narfi hringdi í mig og sagði mér þessar ótrúlegu fréttir. Held að klukkan hafi verið milli 12-13. Hann sagði að annar turninn væri hruninn, en hinn stæði á brauðfótum. Ég kveikti á RÚV og Stöð 2, sem voru að endurvarpa SKY og CNN. Síðan sá ég seinni turninn hrynja til grunna. Við Narfi vorum að spóka okkur á 110 hæð á öðrum turninum aðeins ári á undan.
Svona greipast áföll inní langtímaminnið. Einhver boðefnasprenging í heilanum, sem brennir slæmar fréttir ínní langtímaminnið. Hver man ekki hvar hann var þegar hann fær fréttir af veikindum eða dauða ættingja, en dagarnir og mánuðurnir þar á undan falla í gleymskunnar dá.

Tuesday, December 06, 2005

Alheimsmeistari

Af einskærri hógværð kölluðu Vestfirðingar mót sitt í Víkingaskák alheimsmeistaramót og krýndu sína meistara alheimsmeistara, sem sýnir hversu Vestfirðingar geta verið hégómlegir og stórkallalegir, þegar sá gállinn er á þeim. (Ég er nú reyndar sjálfur 1/4 Vestfirðingur, af Hornströndum, einum harðbýlasta bóli Íslandssögunnar) En nú höfum við sunnanmenn rekið okkar eigin Víkingaskákklúbb og höfum krýnt okkar eigin meistara undanfarin ár. Mér sýnist að Vestfirðingar hafi ekki haldið mótið um hríð þannig að ég hlýt að gera tilkall til heimsmeistaratitilsins. Reyndar virðast þeir hafa auglýst mót fyrir árin 2004 og 2005, en ég hef ekkert fundið um úrslit þeirra móta. Reyndar ætla ég að árétta þá skoðun mína að Sveinn Ingi og ég sjálfur eru einu sönnu heimsmeistararnir í greininni og ef einhverjir vilja halda öðru fram er hægt að skora á okkur á næsta móti. Til hamingju Master. Loksins fannst þú þér sport sem enginn stundar og krýnir sjálfan þig heimsmeistara! Eða eins og sumir andstæðingar okkar segja. Víkingaskák er fyrir skúnka sem náðu engum árangri í skák og þurftu að búa til eithvað afbrigði af "skák" til að vinna til verðlauna.
Alheimsmeistarar frá upphafi:
1999: Skúli Þórðarson
2000: Hrafn Jökulsson
2000: Dóra Hlín Gísladóttir (kvennaflokki)
2001: Halldór Bjarkason
2002: Orri Hjaltason
2003: Gylfi Ólafsson
2002-4: Sveinn Ingi Sveinsson
2005: Gunnar Fr. Rúnarsson

Sunday, December 04, 2005

Enski boltinn

Ég fór á Ölver i gær til að horfa á nokkra leiki, en mikið anskoti er ég farinn að þola reykinn illa. Ég sem gat fiktað við þetta og taldi mig vera einhvern "ánægjusmóker" og skildi ekkert í fólki sem væri háð þessu í alvöru. Ég reykti bara í góðra vina hópi eða að sérstökutelefni. Núna hins vegar er farinn að þola reykinn mjög illa. Verð pirraður ef mökkurinn verður of yfirgnæfandi. Svo leiðir þetta til getuleysis og lungnasjúkdóma, jafnvel þótt lítið sé reykt. Fékk sennilega mesta sjokkið í verknáminu í vetur, en hafði þó séð skelfilegar afleiðingar reykinga í starfinu. Verð sennilega að hætta að heimsækja þessa fótboltabari eins og Ölver og Glaumbar, en þess í stað að kaupa aðgang að enska boltanum heima. Það væri synd, því maður á orðið svo marga kunningja á þessum fótboltabullustöðum. Menn eins og Olli og Henni eru ómissandi á helgareftirmiðdögum. Eitt að lokum með enska boltann. Menn hér heima hafa kallað ensku aðra deildina ýmist 3. deild eða fjórðu deild. Englendingar sjálfir kalla efstu deild Premiership (1.deild eins og var kölluð í denn). Deild TVÖ heitir Championship (sem við köllum sumir 2. deild, eða 1. deild, en er í raun hvorugt). Deild ÞRJÚ heitir 1. deild (gamla 3. deildin) og deild FJÖGUR heitir 2. deild (gamla 4. deildin, eða 3. deild eins og hún er oft ranglega nefnd á Íslandi, en þetta er deildin hans Gauja Þórðar), að lokum er það utandeildin (Nationwide Conference). Svo eru líka deildar fyrir neðan Conference og við höfum séð sum af þeim liðum í enska bikarnum. Það er ekkert ómerkilegt við það að vera hálfimmtugur, 150 kg í Arsenalbol, með bjór í annari og síkarettu í hinni og garga áfram Arsenal af öllum líf og sálar kröftum. Menn geta allveg fundið hamingjuna á fótboltabörunum. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá nokkra Arsenalmenn fagna bikarsigri fyrir nokkrum árum á Ölver. Þeir sungu og grétu af gleði og ég horfði fyrst í forundran á þá, en tók svo eftir þessri barnslegu gleði. Ekki er hægt að lýsa þeirri tilfinningu, þegar liðið manns vinnur einhvern titil, því hún er ómetanleg og ómælanleg eins og hamingja á að vera. Og aftur að síkarettunum, því ég held að ég hafi einungis sprungið tvisvar sinnum á tóbaksbindindinu síðan í lok september. 2-3 síkarettur í mesta lagi. Enda held ég að ég sé miklu betri til heilsunar og nýjir tímar eru framundan.