Tuesday, January 31, 2006
Fór svo beint úr bekkpressunni í kjörklefann í sömu höll, en prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík fór fram á sama tíma. Ég ætlaði að kjósa "skólabróður" minn Björn Inga Hrafnsson. Við sátum saman í nokrum sagnfræðikúrsum, auk þess sem hann var skólabróðir Narfa og hálfgerður fjölskylduvinur. Ég fékk líka óbein fyrirmæli um að kjósa hann og það þurfti svo sannarlega ekki að múta mér fyrir þann greiða. Reyndar held ég líka uppá Kristinn H. Gunnarsson manninn sem er að gera allt vitlaust í örflokknum og segir sína meiningu, gegn vilja flokkseigendaklíkunnar. Ég held líka alveg óstjórnlega uppá Klunnar Birgisson bróðir Kristinns, en hann er eina íhaldið sem ég gæti slysast til að kjósa. Það væri reyndar ekki svo slæmt að vera kunningi forsætisráðherra framtíðarinnar, því ef ekkert óvænt kemur uppá, þá spái ég að örflokkurinn verði ennþá við stjórn eftir 5-10 ár og Björn Ingi verði þá kominn í ríkisstjórn. Ég tók strax eftir vinnusemi hans og metnaði á sínum tíma, en ég held að ég hafi hitt hann fyrst á níunda áratugnum. Hann fór mjög ungur að skrifa í blöðin og ég man vel eftir honum á videoleigunni í Faxafeni þar sem hann stjórnaði öllu eins og herforingi, rétt rúmlega 16. ára. Sjálfur er ég algert pólitískt viðrini, er skráður í Samfylkinguna, en tel mig vera Cúbukomma, en þoli illa vinstri rauða, vegna þess hversu væmnir þeir eru. En bandalag við Björn Inga í framtíðinni gæti hjálpað mér að kippa í spotta, td fyrirgreiðslu af gamla skólanum. Nei, þetta er bara tækifærismennska. Vissi ekki hvern ég ætti að kjósa með honum, því ég þekkti ekki hin nöfnin. Kaus þó keppinaut hans Óskar Bergsson og Marsibille kaus ég líka, held að ég hafi hitt hana fyrir rúmlega áratug, en þá kallaði hún sig Ljósku og var í Sniglunum. Mjög kjaftfor ung kona. Er ekki einu sinni viss að þetta sé hún. Sennilega ekki, en ég kaus hana samt. Sama með hin nöfnin. Notaði bara random aðferðina. Gestur Gestsson var flott nafn og þarna var einhver annar Gestur sem ég kaus líka.
Saturday, January 28, 2006
Féll úr!
Ég náði að falla úr keppni á Íslandsmótinu í bekkpressu í dag, með allar lyftur ógildar, þs tvær lyftur ólöglegar og sú þriðja var of þung. Reyndi tvisvar sinnum við 182.5, en gleymdi að stoppa niðri með þyngdina. Þá fór ég bara í 190 kg í í yfirfíling í þriðju, en sú lyfta var sennilega sú skársta, tæknilega séð. Með stoppi (held ég), en ég náði ekki að klára hana alveg. Það gengur bara betur næst. Annars voru sett flott met á mótinu, m.a Ísleifur (90 kg flokki), Svavar Hlölli (100 kg) og Skaga Kobbi (110 kg). Allt frábærir bekkpressarar og var metið hjá Hlöllanum ánægjulegt, því þetta er örugglega fyrsta metið hans í greininni. Veit hvað ég geri betur næst
1. Æfa betur
2. Taka fleirri æfingar í slopp
3. Kaupa slopp sem passar
4. Muna eftir stoppinu
5. Vera í ANDA
Annars riðu Stevegym menn ekki feitum hesti frá mótinu, en þeir Spjóti og Sigurjón Miðnæturdeddari hafa oft gert betur, en fengu þó brons í sínum flokki. Sama er hægt að segja um Bjarka Ólafss, sem er mjög vel byggður í bekkinn, en þarf betri aðstoð og útbúnað á næsta móti.
1. Æfa betur
2. Taka fleirri æfingar í slopp
3. Kaupa slopp sem passar
4. Muna eftir stoppinu
5. Vera í ANDA
Annars riðu Stevegym menn ekki feitum hesti frá mótinu, en þeir Spjóti og Sigurjón Miðnæturdeddari hafa oft gert betur, en fengu þó brons í sínum flokki. Sama er hægt að segja um Bjarka Ólafss, sem er mjög vel byggður í bekkinn, en þarf betri aðstoð og útbúnað á næsta móti.
Saturday, January 21, 2006
Bekkpressa
Íslandsmótið í bekkpressu verður haldið eftir tæplega viku. Í fyrra var mótið nokkuð sterkt og þegar maður sá ógnarþyngdirnar sem menn tóku í Valsheimilinu, þá varð manni endanlega ljóst að 200 kg múrinn var ekki lengur neinn múr. Flestir tóku þessir molar vel yfir 250 kg og það hvarlaði að manni að venjulegur skúnkur gæti ekki lengur látið sjá sig á Íslandsmóti, fyrir minna en 200 kg. Þó eru til menn sem mæta á mót, sem ekki einu sinni lyfta gay-þyngdinni. Það er bara stór spurning hvort 200 kg sé ekki orðin hin eiginlega gay þyngd, en gay þyngdin telst vera sú þyngd (í Stevegym) sem menn verða að lyfta til að komast á Stevegymlistann. Ég skil ekki ennþá hvers vegna ég skráði mig á mótið. Jafnvel bæting á laugardaginn mun varla skila þeirri frumstæðu gleði, sem um mann hríslast þegar maður hefur rofið múra bætinga og eigin máttleysis. Í gær tók ég næstum all-time bætingu á bekk, þegar ég þeytti upp 185 kg, en tók einhverntíman 187,5 kg í einhverjum æfingabekk (En á best 180 kg á móti). Kannski sætti ég mig þá "niðulægingu" að taka "bara" 190 kg á mótinu. Allavegana er áhuginn kominn aftur og gamall bekkpressufílingur hefur tekið sig upp. Nú er útbúnaðurinn (bekkpressuslopparnir) orðinn það góður að útbrunninn skör eins og ég eru farnir að hugsa um "múrinn" aftur. Múrinn sem einu sinni leit út fyrir að vera ókleifur, er nú bara orðinn milliáfangi. Stefnan hjá mér er tekin á 220 kg í vor. Fór í sloppaleigu félaga míns Svavars Smárasonar (Hlölla), en hann er að starta bráðnauðsynlegri starfsemi, fyrir þá sem vilja prófa bekkpressu í besta mögulega útbúnaði. Því sem við köllum framtíðarsloppa. María Guðsteinsdóttir úr Stevegym benti mér á að ég hefði gott af því að taka mótið og líta á það sem góða æfingu og ekki myndi saka að bæta sig í leiðinni. Nokkrir Stevegym menn eru skráðir til leiks og spurning er hvort þeir skili sér allir á mótstað. Stefán "Spjóti", Bjarki býsep og nokkrir aðrir munu koma sterkir til leiks. Í fyrra var Viðar Eysteinsson með smá uppákomu, þegar hann fékkst ekki til að keppa í löglegum útbúnaði. Engin treysti sér til að taka manninn út af sviðinu, en hann fékk allar lyfturnar dæmdar ógildar. Hann mætir til leiks í ár, vonandi reynslunni ríkari.
Góðir gestir
Rétt fyrir áramót var ég kynntur fyrir stórmerkilegum mönnum, þeim Kim og Jing, en þeir eru hérna staddir sem nemar á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Þeir koma frá Norður Kóreu, en það land er einmitt eitt af mínum uppáhaldslöndum, en ég hafði samt aldrei hitt neinn frá því landi. Félagi okkar Jón Árni Halldórsson alþjóðlegur bréfskákmeistari, er háttsettur meðlimur í vinafélagi Norður Kóreu og Íslands. Hann er að sjálfsögðu fyrir löngu búinn að skrá mig í félagið. Þeir Kim og Jing eru að sjálfsögðu frábærir fulltrúar síns lands, en því miður hafa fjölmiðlar á vesturlöndum dregið upp kolranga mynd af heimalandi þeirra. Jón Árni hefur tvisvar sinnum komið til Norður Kóreu og hann veit manna best að þar er gott að vera og þeir fáu ferðamenn sem þangað koma njóta góðrar gestrisni. Norður Kórea er einungis um 46.500 ferkílometrar og þar búa rúmlega 22 milljónir manna. Það er margt merkilegt að sjá í Norður Kóreu, þeir státa meðal annars af stærsta íþróttaleikvangi heims (Rungnado May First Stadium), sem tekur tæplega tvöhundruð þúsund áhorfendur. Þetta vita ekki margir. Annað sem er merkilegt að einkabílar eru ekki margir, sem er mjög þægilegt í stórborgum. Höfuðborgin heitir Pyongyang og þar búa um 3.222 þúsund manns. Þangað langar mig mikið að koma. Stefnt er að hópferð til Pyongyang undir öruggri fararstjórn Jóns Árna árið 2007.
Myndir
Þeir stærstu
Rungnado
Myndir
Þeir stærstu
Rungnado
Wednesday, January 18, 2006
Salt í grautinn!
Ég tek aukavaktir til að eiga fyrir salti í grautinn. Fer þá á 33abc eða hvað þær heita þessar deldir. Oftast eru vaktirnar á nóttini og ef ég er heppinn fæ ég að vera á kvöldin líka. Get ekki lifað af einhverjum innherjaviðskiptum eða starfslokasamningum. Fengi í mesta lagi 1. mánuð borgaðan ef ég fengi að fjúka. Og ekki fæ ég að kaupa hlutabréf í LSP. Lennti í því í morgun að síminn fór að hringja eftir næturvakt. Þurfti að fara á námskeið kl. 2.00, þannig að ég svaf ekki neitt, eftir að síminn fór að gala um kl 10.00. Þetta er alveg ótrúlegt lið sem ég þekki, að hringja fyrir hádegi, þegar það veit á hvernig tímum ég vinn. Eins gott að ég gat sofið yfir man. Utd í kvöld. Annars væri ég orðinn geðveikur. Næst tek ég símann úr sambandi, eftir næturvakt. Gleymi því ekki, eftir þessa skelfilegu reynslu. Annars er hann helvíti góður minn gamli vinnufélagi Sigurjón Árnason núverandi bankastjóri í Landsbankanum. Hann hefur víst ekki keypt hlutabréf í eigin banka og hagnast um hundruðir milljóna eins og Bjarni Ármanns og Co. Hann hlýtur að vera eithvað bilaður, hann Grjóni úr því hann tekur ekki þátt í þessum leik. Þetta er í raun mjög dularfullt að í græðgisvæðingu nútímanns sé einn ungur bankastjóri, sem tekur ekki þátt í þessari "vitleysu". Þetta er of gott til að vera satt. Annars man ég vel eftir honum Grjóna í VERKÓ (Verkamannabústöðum) sumarið 1986. Þá vorum við "unglingarnir" alltaf fullir á föstudagseftirmiðdögum. Eftir hádegi var keyptur kripplingur og við lögðumst í sólbað og drukkum áfenga drykki. Þetta var fyrir daga bjórsins og Sigurjón var sá harðasti í drykkjunni. Og ekki nokkur maður vann handtak eftir hádegi, því allir iðnaðarmenn höfðu gufað upp. Þetta væri sko ekki liðið í einkafyrirtæki í dag. Í græðgisvæðingunni. Skál!
Saturday, January 14, 2006
Herbergin til leigu
Herbergin hjá mér eru til leigu! Um er að ræða "mixaða" stúdíó íbúð með sérinngangi, þs tvö herbergi með litlum eldhúskrók og ágætu baði. Einnig fylgir með Sýn, breiðbandið, ljósleiðari frá Orkuveitunni og þráðlaust internet í boði Mastersins. Leigist á 40.000 kr. á mánuði. Einu skilmálarnir eru þeir að viðkomandi má ekki taka meira en 120 kg í bekkpressu og ekki vera með óeðlilega mikið partýstand, því unga konan á hæðinni fyrir neðan er í fæðingarorlofi. Hins vegar er í lagi að sletta úr klaufunum um helgar. Það gera flestir ungir menn!
Friday, January 13, 2006
Starfslokasamning takk!
Ég vil að þeir DV ritstjórar fái þykkan starfslokasamning, því þeir fá sennilega enga vinnu á næstuni. En því er ekki að neita að það er sjónasviptir af þeim og ég studdi þetta blað og varði þangað til í síðustu viku. Verð því að lesa bresku slúðurblöðin eins og News of the world í staðin til að svala mínum vondu hvötum. Við bárum öll ábyrgð á þessu, en ekki bara Jónas og Mikael. Sagði ekki trésmiðurinn frá Nazareth að, "sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Ég las þetta blað alltaf í tætlur yfir einum kaffibolla á Súfistanum. Ég er því alveg sami hræsnarinn og hinir. Eigum við að segja sirka 100 milljónir á hvorn ritstjóra. Ég myndi frekar sætta mig við það, en Fl samninginn. Hann var hneyksli.
Tuesday, January 10, 2006
Dropinn sem fyllti mælinn
DV fór endanlega yfir strikið í morgun þegar þeir birtu ósannaðar ásakanir á hendur fyrrverandi kennara fyrir vestan. Mannlegur harmleikur er auðvitað ekkert nýtt í blaðamennsku á Íslandi, eins og þegar menn eru beinlínis teknir af lífi í fjölmiðlum, án þess að nein "sönnun" liggi fyrir, heldur bara einhverjar ásakanir. En ég minnist þess ekki að menn hafi þurft að taka eigið líf, eftir að hafa lent í umfjöllun pressunar, sama dag. Hvaða maður hefur ekki lent í því að vera ásakaður um eitthvað svakalegt. Við getum öll horft í okkar eigin barm, því þeir einu sem geta dæmt okkur eru auðvitað guð og dómstólar. En ekki dómstóll götunnar. Því miður treysti ég mér ekki til að segja upp reynsluáskrift af DV í dag, því það hefur alveg örugglega verið á tali hjá áskirftadeildinni. Blaðið verður að breytast eða hætta ella. Hinn 8. september 1975 kom Dagblaðið fyrst út, en það var á 10 ára afmælisdag minn, en seinna sameinaðist Dagblaðið gamla Vísi og DV varð til. DV hefur sveiflast frá hægri til vinstri, upp og niður, en alltaf lifað af. Mér hefur alltaf þótt pínulítið vænt um þennan fjölmiðil, en nú er komið að leiðarlokum.
Saturday, January 07, 2006
Gleðilega hátíð!
Ha, Gleðilega hátíð? Ertu orðinn eitthvað ruglaður Gunz? Jólunum lauk í gærkvöldi á þrettándanum. Fórst þú ekki að horfa á bestu hljómsveit Íslands Pops í tilefni af lokum jólahátíðar. Nei núna er nefnilega að hefjast rússneskt jólahald, því að kvöldi þrettándans ganga jólin í garð hjá réttrúnaðarkirkjunni, sem er sterkasta kirkjudeildin í Rússlandi, Úkraínu, Búlgaríu, Serbíu og Grikklandi og víðar. Þannig að í mínum huga eru jólin mánaðargleði, en ekki tveggja vikna. Ég er nú frekar mikill áhugamaður um rússneska menningu, þannig að ég er hættur við að taka niður jólaskrautið, læt það standa í tvær vikur í viðbót. Reyndar var jólaskrautið á mínu heimili, einungis agnarpínulítið gerfi jólatré og einn álfur. Annars eru þessi seinni jól samkvæmt júlíanska tímabilinu. Við vesturlandbúar notumst hins vegar við það gregoríanska.
Gleðileg Jól, enn og aftur!
Hristos Razdajetsja
Gleðileg Jól, enn og aftur!
Hristos Razdajetsja
Friday, January 06, 2006
Fyndið?
Þetta er ekki einu sinn fyndið. Starfslokasamningurinn við gæruna. Hún hafði kannki unnið hjá Fl Grúbb í sirka 5 mánuði, en samt fékk hún starfslokasamining uppá tæplega tvöhundruð milljónir. Svona gera menn ekki. Það ætti að selja veiðileyfi á þá sem bera ábyrgð á þessu rugli. Öðruvísi náum við ekki að stoppa þetta. Nú vantar bara hann Davíð okkar, sem sagði alltaf sinn hug. SVONA GERA MENN EKKI! Ég er fulltrúi hinna smærri hluthafa hjá þessu andskotans fyrirtæki, því sambýliskona mín er að vinna hjá þessu "fucking" fyrirtæki, en mig langar samt til að brenna þessi hlutabréf "okkar". Samt hef ég alltaf haldið uppá Hannes okkar Smárason. Maðurinn sem hefur keyrt þessa sameign okkar í hæstu hæðir, en NOTA BENE. Ég bara skil ekki þetta dómgreindarleysi. Djöfullinn sjálfur, það ætti að selja veiðileyfi á þá sem bera ábyrgð á þessu fucking rugli.
Tuesday, January 03, 2006
"Íþróttamaður" ársins
Í kvöld verður þetta ömurlega val íþróttafréttamanna um íþróttamann ársins. Í heil tuttugu ár hafa þessir íþróttafréttamenn gengið fram hjá kraftamönnum okkar, m.a Magnúsi Ver, fjórum sinnum sterkasta manni heims. Auðuns Jónsonar fyrir hans frábæru afrek og Benedikts Magnússonar fyrir hans afrek, sem er ekki þarf að fjölyrða meira um. Samt ganga þessir íþróttafréttamenn fram hjá þeim ár eftir ár. Þeir eru meira að segja búnir að gleyma hver sé ástæðan fyrir þessu einelti. Ég heyrði í Valtý Birni í hádeginu í hans góða þætti, en hann tekur víst þátt í kjörinu í kvöld. Hann vissi ekki ástæðuna, en hélt þó fram að kraftlyftingamenn væru í ÍSÍ, en hann ætti reyndar að vita að svo er ekki. Ætli handboltamaðurinn Guðjón Valur taki þetta ekki? Eða verður það bara Eiður Smári í annað sinn í röð. Eins og menn vita þá er handboltinn jafn vinsæll á heimsvísu og indverst rottuhlaup, eða í 200 sæti á heimsvísu. Samt varð Guðjón Valur víst Evrópumeistari félagsliða með liði sínu. Frábær handboltamaður, en Eiður stundar íþrótt sem er miklu mun vinsælli og er alheimsíþrótt. En Íslendingar sjálfir vita hver er bestur, því þeir kusu Jón Pál vinsælasta íþróttamann Íslandssögunnar. Hann er sá besti. Ég vona að ég eigi eftir að sýna barnabörnum mínum "videoupptökur" af afrekum Jóns Páls á síðustu öld. Videoupptökur? Eða í hvaða formi verða gögnin okkar eftir c.a 30 ár. Ég ætla allavegana að halda uppá þessar vídeospólur með John Paul.