Monday, June 27, 2005
Meira að segja sjálfur Bubbi er að springa á limminu út af nýju "fréttastefnu" DV og tímaritsins Hér og Nú. Fyrirsögnin Bubbi sprunginn var sennilega það lákúrulegasta sem ég hef séð í íslenskri fjölmiðlun, því ég (eins og flestir landsmenn) þurfti að fletta upp í blaðinu til að finna út að verið væri að fjalla um reykingar Bubba, en ekki fíkniefnaneyslu. Að því leyti er ég sammála Bubba, en ég hélt að hann væri kominn með ansi þykkann skráp, en ef Bubbi þolir ekki svona umfjöllun, þá held ég að Jón Jónsson myndi ekki lifa þetta af heldur. En þetta er ekkert nýtt. Hvar voru fjölmiðlar þegar DV var að taka aðra í bakaríið nýlega. Til dæmis hin meinta Kattarkona. Þroskaheftann mann norður á landi með kynlífsdúkku osf. Hins vegar fer ég ekki ofanaf því að þetta nýja tímarrit hefur komið með allveg nýja "vídd" í blaðamennsku á Íslandi. Meirað segja gula pressan á Bretlandi fölnar í samanburðinum. Og nú er Brynja hans Bubba (fyrrum) komin á forsíðurnar og Bubbi er kominn í fjölmiðlabann og hættur að lýsa boxi á eigin miðlum! Já fátt er svo með öllu íllt að ekki boði nokkuð gott.
Sunday, June 26, 2005
Vanfílingur
Ég fékk einhverja sumarflensu og frá því á mánudaginn hef ég verið ómögulegur. Ég fór þó í hina árlega þrektest Miðnæturhlaupið á Jónsmessu. Komst að því að til að hlaupa þarf maður að vera í þjálfun. Fór svo með góðu liði í Húsdýragarinn til að heilsa upp á vin minn Guttorm.
Svefnrugl
Held að ég hafi misst af flestum góðum íþróttaviðburðum á Sýn síðustu misseri vegna þreytu. Sofnaði t.d yfir flestum NBA leikjunum og það var sérstaklega spælandi að halda mér ekki vakandi yfir oddaleiknum, þs þeim síðasta sem San Antonio vann á heimavelli. Tvær síðustu boxhelgar fóru á sama veg, því ég missti af Gatti & Meyhweather í nótt, en ég spáði nú reyndar rétt fyrir þegar ég sagði að Gatti ætti ekki séns, en Gatty er þannig boxari að hann hrýfur menn með sér öfugt við hrokagikinn andstæðing hans. Sama með fótboltann, því ég virðist vera snillingur í að missa af þessum beinu útsendingum. Í dag verður sýnt frá Argentínu-Mexico og síðan verður sýnt frá keppninni Sterkasti maður Íslands. Vonandi næ ég að halda mér vakandi.
Tuesday, June 21, 2005
Húsafellshellan
Ég hélt að ég myndi ekki mæta í Fjölskyldugarðinn til að horfa á lok kraftakeppninnar 18. júní. En eftir að Narfi starfsmaður RÚV sagðist ætla af taka upp klippur af mótinu, dreif ég mig á staðinn. Úrsus og félagar voru mjög heppnir með veður og mótið var að sama skapi mjög vel heppnað. Lokagreinin var hin fræga Húsafellshella, sem séra Snorri á Húsafelli lék sér með forðum. Snorri Björnsson var prestur á Húsafelli frá árunum 1756-1803 og ótal frásagnir eru til af kröftum hans og frægastur eru kvíarnar sem Snorri hlóð og aflraunasteinninn, Kvíahellan sjálf, sem hann átti að hafa leikið sér með og hljóp með í fanginu um túnin. Annars skilst mér að hálfsystur mínar tvær séu afkomendur kraftamannsins, en ekki ég, en en ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. En aflraunasteinninn sem notaður var í mótinu var eftirlíking af sjálfri hellunni, því hún er víst orðinn alfriðuð. Gott ef hún endar ekki á Heimsminjaskrá Sameinuðuþjóðanna einn daginn, en hana verður að geyma í heimahögum og því er hún nú geymd á Húsafelli. En steinninn góði í Laugardal er víst ein af mörgum eftirlíkingum Húsafellshellunar og er víst sagður systursteinn hellunnar, því hann er líka frá Húsafelli, en mér sýndist þessi vera örlítið breiðari og þeir töluðu um að hún væri jafnframt eilítið léttari. Ég átti kost á að reyna við steininn á sunnudaginn, þegar enginn sá, en lagði ekki í það núna, en ég reyndi við "orginalinn" fyrir mörgum mörgum árum á Húsafelli í rigningu og þynku. Gekk ekki vel þá, enda er hún ekki auðveld, því sumir keppendur áttu ekki auðvelt með hana heldur, enda er hún tæplega 186 kíló. Okkur Narfa fannst þó hálfleiðinlegt að ekki væri hægt að taka viðtöl á sjálfu 20. ára afmælismótinu, þannig að eftir mótið tók ég viðtöl við mótshaldarann Hjalta "Úrsus" og sigurvegarann Kristinn "Boris". Þetta var mitt fyrsta viðtal fyrir RÚV og vonandi ekki það síðasta, því þeir gátu notað það í Helgarsportinu á sunnudaginn. Til allra lukku þurfti ekki að toga upp úr þeim orðin, enda lá vel á þeim, en ég fékk að sjálfsögðu ekkert borgað fyrir vikið. Annars skilst mér að margir fréttamenn hafi farið í flækju í sínu fyrsta viðtali, en ég held að þetta hafi bara sloppið hjá mér, þótt ég hafi ekki verið tilbúinn með spurningar.
Sunday, June 19, 2005
Rússia
Ég er að gera tilraunir með að setja inn linka hjá vinum og kunningjum sem og teljara. Einnig að setja inn myndir...veit ekki hvernig þetta fer
Gamlar Myndir Klikkið I
Gamlar Myndir Klikkið II
Gamlar Myndir Klikkið I
Gamlar Myndir Klikkið II
Friday, June 17, 2005
17. júní
Hesteyri, Þinganes, Fiskiðjan Skagfirðings, Ker + Vís, Búnaðarbanki Íslands, KB banki. 22,5% eignahlutur í Keri og 13,1% eignarhlutur í Búnaðarbankanum. Flókið ekki satt, þessvegna botna ég ekkert í þessum árásum á hann Halldór okkar Ásgrímsson. Að sjálfsögðu var hann ekki að skara eld að eigin köku þótt fjölskylda hans hefði grætt 325 milljónir á kaupunum á bankanum. Halldór sjálfur hagnaðist einungis um nokkrar millur prívat og persónulega. Þeir Albert Guðmundsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Árni okkar Johnsen drýgðu ennþá verri glæp. Hvað gerðu þeir annars af sér? Jú, þeir höfðu engann til að bakka sig upp, þegar þeirra mál komust fyrir almenningssjónir. Að sjálfsögðu þurfti Halldór ekki að láta vita af þessum eignartengslum, því þetta eru ekki stórar upphæðir, tja miðað við heildarupphæðina. Já, hvað eru nokkrir múrsteinar milli vina. Gleðilega þjóðhátíð.
Búrfell
Lífið er ein fjallganga og langhlaup. Þess vegna hef ég af því ánægju og kvöl að klífa fjöll en lítill hópur í vinnunni hefur einu sinni í viku valið frekar auðvelt fjall til að klífa. Með þessu gefst einnig gott tækifæri á að skreppa úr grámyglu borgarinnar og komast í snertingu við landið. Ég hef ennþá engann áhuga á veiði, en þetta er svo sem ágætt. Búrfell er ekki eitt fjall , heldur eru nokkur með þessu nafni bara í Árnessýslu. Þetta fjall er það þekktasta að ég held þs Búrfell í Grímsnesi, sem mælist tæplega 600 metrar. Eftir fjallgönguna kíktum við í súpu til deildarstjórans sem á bústað ekki langt frá, með frábæru útsýni yfir Úlfjljótsvatn. Mikið ósköp langar mig nú í súmarhús á hjólum. Vonandi læt ég þann dramu rætast á næsta ári og þá getum við þvælst um Þingvallasveit og um nágrannasveitir Reykjavíkur. Næsta verkefnið verður ekkert venjulegt fjall, heldur verður minnsti jökull landsins klifinn. Ok verður örugglega sú erfiðast fjallganga sem ég hef reynt við hingað til, en fyrir alvöru fjallmenn er það skítlétt.
Monday, June 13, 2005
Útbrunninn
Það var svo gott veður í dag, þannig að ég skellti mér í bæinn eftir aukamorgunvakt, sem kláraðist kl. 4.00. Ég fékk mér sæti fyrir utan Apotekið og fékk borð úti, við hliðina á góðkunningja mínum Kristjáni Arngrímssyni Lífskúnsner, en hann segist einungis eiga tvö áhugamál. Þau eru fagrar konur og brennivín. Reyndar er Kristján kominn vel á áttræðisaldur, en hann hefur nú reyndar fleirri áhugamál, sem eru meðal annars bókalestur og sagnfræðipælingar, sem brjótast út í hverju einasta kaffihúsaspjalli, en hann er að því sem ég best veit hluti af gömlu Hressóklíkunni, í versta falli aukafélagi. Hressóklíkan var meðal annars skipuð fyrrum Alsherjargoða, Gunnari Dal osf. En ég neyddist til að hlusta á kenningar Kristjáns um gjaldmiðil á Landsnámsöld og fróðlegar kenningar um byggð norrænna manna á Grænlandi um árið 1000-1500. Síðan fer Kristján að rökstyðja hversu vitlausir Íslendingar hafa verið í gegnum aldanna rás og við værum að öllum líkindum heimskasta þjóð í heimi. Rökstuðningur hans var í tíu liðum, m.a um hversu seint Íslendingar notfærðu sér hjólið, eldinn og steinsteypu til húsbygginga. Spari sjálfur mætti á svæðið og gat ekki hlustað á þetta og skildi ekki húmorinn hjá Kristjáni og fór að æsa sig, en Kristján hélt ró sinni og hafði gaman að enda ýmsu vanur. Rökstuðningur hinns spariklædda var hins vegar ekki eins þaulhugsaður, eiginlega næstum því enginn. Hann bennti þó á afrek Friðriks Ólafssonar á skáksviðinu og Björgúlfs Guðmundssonar í viðskiptum. Ég held að ég hafi brunnið í sólinni við þessar furðulegu pælingar. Vona þó að ég sé ekki eins útbrunninn og jafnaldri minn frá Catskeri í New York, sem tilkynnti um helgina að hann væri bæði úbrunninn á sál og líkama. Ég var orðinn svo æstur eftir sólstinginn að ég skellti mér á lyftingaæfingu um sexleitið og ákvað að reyna styrkinn í fyrsta skipti í margar vikur/mánuði. Tók 120 kg x 2 í bekkpressu frekar frískt held ég og er að komast í smá fíling. Verst að ýmsir molar í stöðinni eru að komast í svo mikinn yfirfíling að menn eru almennt farnir að nálgast þá af varúð. Nú um stundir er ég einna aumastur. En ég hef þá trú að ég hafi nú fundið áhugann aftur.
Sunday, June 12, 2005
Endir
Því miður endaði Mike skrautlega feril sinn í gær þegar hann beið í lægra haldi fyrir Íranum stóra. Svo virtist sem hann væri að gera sæmilega hluti í gær, en þvi miður virtist eins og hann hafði gjörsamlega sprungið á limminu í lokinn. Svo valdi hann einhvern harðhaus sem þoldi slatta af þungum höggum og því miður fór sem fór. Það á það sama við hnefaleika og margar aðrar íþróttir að menn verða að keppa reglulega og til að halda sér í æfingu. Ég er ekki allveg sammála Ómari Maníska þegar hann heldur því fram að Tyson hafi einungis verið góður frá árinu 1985-1988. Hann átti mjög góða spretti eftir að hann kom úr fangelsinu og vann margan öflugan meistarann. Ég man alltaf hvar ég var staddur árið 1985 þegar ég heyrði hvernig hann bustaði Spinks og varð yngsti heimsmeistari sögunnar í þungavikt. Lokið er merkilegum kafla í boxsögunni. Fólk á vonandi eftir að muna Tyson eins og hann var upp á sitt besta, en ekki síðustu bardaga hans, sem fóru frekar illa. Sama er hægt að segja um bestu þungaviktamenn sögunnar eins og Joe Louis, sem var sleginn útúr hringnum af Rocky Marciano, en hann þurfti því miður að berjast til að eiga fyrir salti í grautinn eins og Tyson, en var þá bara skugginn af sjálfum sér. Sama henti líka Ali sjálfann, en hann tapaði líka niðurlægjandi sínum síðustu bardögum. Sem betur fer munu aðdáendur þeirra muna eftir þeim eins og þeir voru bestir. Þessir menn voru bestu hnefaleikamenn sögunnar. Gleymum því ekki.
Saturday, June 11, 2005
Tyson
Mike Iron Tyson mun halda inn í hringinn enn einu sinni í kvöld, en hann mun mæta risavöxnum Íra, sem ég veit svo sem enginn nánari deili á og nenni ekki að fletta upp á netinu, því ég er orðinn of seinn í afmæli til Magister. Vonandi mun Tyson sýna að hann eigi eitthvað smá eftir, því þótt hann sé bara 5ö% af því sem hann var, þá á hann að geta rotað hvern sem er, því höggþungi boxara er það síðast sem hann missir. Áfram Tyson.
Thursday, June 09, 2005
MOSCKBA
Ferðin til Moskvu var eins og pílagrímsferð fyrir mig, ekkert ósvipað og þegar trúarvillingar fara pílagrímsferð einu sinni á ævinni til einhverra helgra borga. Ég hafði dregið þetta alltof lengi. Ég hafði sem ungur maður dýrkað USSR og lesið rúsnesk blöð og lært nöfn á skákmönnum á rúsnesku letri, en mikið lengra hafði ég ekki komist í rússneskunámi, en mig hafði ætíð dreymt um að heimsækja fyrirheitna landið, en nú gat ég ekki lengur farið til Sovétríkjanna, heldur eru þau liðin undir lok og ferðinni var samt heitið til Moskvu og þangað fórum við Deng í fjögra daga ferð og sameinuðumst íslenskum hóp sem ætla að dvelja í tólf daga. Strax á alþjóðaflugvellinum vissi ég hvað beið okkar, því við komum einungis tvö frá Frankfurt, en hin hópurinn kom í gegnum Stockholm, en þeir voru sóttir í rútu, en meðalaldur í þem hópi var um 80 ár, en samt allveg ótrúlega skemmtilegur hópur. En seint um miðnætti var orðið ansi skuggalegt og ég samdi við einn skuggalegan mann um að redda okkur á hótelið fyrir 40 $, en mafían stjórnar víst öllum leigubílaakstri frá flugvellinum. Mér skilst að þeir eigi til að rukka 100 $ fyrir bæjarferð, ef ekki er samið fyrirfram. Fyrir innfædda er þetta svona 20-30 $, en þess ber að geta að Haukur Kommi Hauksson lætur aldrei bjóða sér þetta og tekur bara bussinn. Ég stóð semsagt í miklu prútti við þennan skuggalega mann sem sættist svo á að redda fari fyrir 40 karlinn. Hann var allt annað en ánægður, en svo smellti hann fingri og annar maður birtist, sem síðan þurfti að ná í eldgamla Volgu, einhversstaðar langt í burtu, en þá var ég farinn að svitna vel og hélt að ég hefði lennt í einhverjum hrottum. En á endanum kom svo skrjóðurinn og flutti okkur á Izmailova hótelið. Það eru reyndar mörg risahótel í útjaðri Moskvu, en þau heita nöfnum eins og Alfa, Beta, Vega osf. Lenti í algjöru rugli með að finna réttu byggingum því á blaðinu frá Hauki stóð Beta, en á rússnesku gæti það litið út eins og Vega. Dáltítið erfitt að útskýra, en þeir gátu sem sagt ekki lesið skriftina hjá Hauki og við stóðum eins og álkur fyrir utan Vega og hlupum svo á milli hótelana fram og aftur þangað til ég náði að senda sms til Hauks. Ástæðan fyrir að við dvöldum ekki í miðbænum var sú að flest gömlu hótelin eru að hverfa og upp spretta ný 5 stjörnu rándýr hótel. Meðal annars á að rífa hið stórglæsilega og risastóra Hótel Rossia, sem stendur við Rauða Torgið. Semsagt alger niðurrifsstarfsemi hjá Pútin og Co. Reyndar var sjálfur Berlusconi í heimsókn hjá vini sínum og að sjálfsögðu lokuðust allar götur meðan þessir heðursmenn keyrðu í langri bílalest með miklu veldi. Annars er mikið búið að skrökva uppá Rússana. Þessi borg var stórglæsileg og maður fyrir engri áreitni, eins og maður hefði búist við. Einungis einn kornungur sígunadrengur elti mig eftir að ég hafði óvart gefið jafnaldra hans pening fyrir "góðan" harmonikuleik, en þá var strollan tilbúinn að elta. Einu glæpamennirnir sem voru sýnilegir voru leigubílstjórarnir og hinir glæpónarnir sem klæðast lögreglubúningi. Við þá eru allir skíthræddir, enda gjörspilltir og þeir stöðva glæsikerrur í tíma og ótíma og þá gilda bara góðar múturgreiðslur. Haukur átti t.d eldgamla Volgu, en hann er sjaldan stoppaður, en glæsikerrurnar sleppa síður. Annars eru Rússar þvílíkir öðlingar og eru allveg ótrúlegar líkir Íslendingum og margt allveg ótrúlega líkt eins og, spillt stjórnvöld sem gefa sínum bestu vinum ríkisfyrirtæki á silfurfati mönnum eins og Finni Ingólfs og Roman Abramhowitch. Stúlkurnar eru fagrar og lauslátar allveg eins og þær íslensku. Mennirnir eru hraustir með krafta og skákdellu, föðurlandssinnaðir og drykkfeldir. Mér fannst eins og ég væri kominn heim. Moskva er allveg ótrúlega nýtískuleg borg miðað við sem var á Sovéttímanum. Núna er borgin öll uppljómuð, af auglýsingaskiltum, næturklúbbar spilavíti og lúxsushótel. Hér áður fyrr voru hins vegar ljósin nærri slökt til að spara rafmagn, en núna gat maður td séð risastóra Rolex auglýsingu á sjálfu Rauða Torginu, sem mér fannst nú reyndar allger óhæfa. Ekki skemmdi fyrir þegar við fórum í hápúnkt ferðarinnar þegar ég fékk að labba inn í grafhýsi sjálfs Lenins. Þó mátti litlu muna að ég missti af meistaranum, því fyrrnefndur Berlusconi var á svæðinu sama dag og ég fór í grafhýsiðog svæði allt var lokað í á annan tíma vegna fyrirmennana. Að lokum komust við inn í grafhýsið eftir að hafa farið í gegnum sprengileit. Það er auðvitað alltaf hætta á að einhverjir Tjetsenar fari að sprengja allt upp og að sjálfsögðu voru myndavélar teknar af okkur. Að sjálfsögðu bugtaði ég mig og beygði fyrir þessu ofurmenni, sem fær enn um hríð að hvíla í grafhýsinu, þangað til annað verður ákveðið.
SPASSIBA
SPASSIBA
Friday, June 03, 2005
Lausn
Á gjörsamlega óvæntan hátt leystust mín fáránlegu bankamál í dag, en til bjargar kom einn frekar háttsettur bankamaður sem ég spjallaði við en hann starfar í útibúi sem ég ætlaði að færa mín viðskipti. Hann hefur örugglega séð hversu beygður ég var og allveg óbeðin fór hann að rannsaka málið og hringdi svo óvænt í mig stuttu seinna og sagðist ætla að athuga málið ennfrekar. Það gekk eftir og málið var leyst, en í sjálfu sér hef ég enga skýringu fengið en trúi því samt að um einhverskonar mistök hafi verið að ræða. Þessi starfsmaður er mjög gott dæmi um bankamann sem vinnur sitt verk með hag viðskiptavinarins í huga. Svo hefur hann örugglega kannast við mig einhverstaðar og vitað að ég er bara heiðarlegur bjáni. Sennilega er hann úr powergeiranum. Eftir þessar gleðifréttir fór ég með Magister-cat að undirbúa powerferðina dularfullu sem fara á á næsta ári. Ég breytti því blogginu um Chernobilslysið, enda enginn ástæða til að vera með leiðindi þegar málið leystist með svona dularfullum hætti. Ég er því aftur orðinn Vísagreifi.
Thursday, June 02, 2005
Chernobil
Ég hef verið í bankaviðskiptum við Íslandsbanka (526) síðan vorið 1986. Þá hét hann ekki einu sinni Íslandbanki heldur gamli Alþýðubankinn. Ég hef haldið tryggð við hann alla tíð síðan. Fór um hríð yfir í Spron, en kom aftur til baka fyrir rúmlega þrem árum. Í tæplega tuttugu ár hef ég haft viðskipti við útibúið og er ennþá með gamla tékkareiknisnúmerið. Man þetta svo vel því flestallir sem unnu hjá Verkamannabústöðum í Reykjavík voru skikkaðir í Alþýðubankann um það leyti sem sprengingin var í Chernobil kjarnorkuverinu í Úkraínu (USSR), því yfirverkstjórinn hafði tengsl við Alþýðubankann. Ég hef alltaf haldið tryggð við hann síðan. Eins og gengur og gerist hef ég stundum komist í hann krappann í fjármálum, en hef alltaf náð að snúa mér útúr því og jafnt og þétt hef ég verið að sigla í betri stöðu. Auðvitað er slatti af greiðslubyrgði. Um 100.000 kr á ári fara til dæmis alltaf í námslán á hverju ári. Svo hef ég leyft mér að fara í sumarfrí erlendis á hverju ári síðan 1996 osf. En hina síðustu mánuði hef ég haft jafnar og síhækkandi tekjur, en framkvæmdirnar undarfarnar vikur á íbúðinni hafa kostað það að ég gat ekki klárað að borga vísareikninginn. Framkvæmdirnar með öllu hafa kostað rúmlega 200.000 þegar allt er með talið, 1. píparinn 2. smiðurinn 3. efni-gifs-vaskur-2 hurðir-sturta-sturtuklefi-blöndunartæki-málning-timbur-klósett osf osf. Þetta var ekki stór upphæð, hefði aðeins þurft að hækka yfirdráttinn um 100.000 í 200.000. Þess utan er er íbúðin nú orðin að tveim íbúðum og leigjandi er fundinn og öruggar leigutekjur farnar að renna inn. Svo hefur 11 milljón króna íbúðin sem við keyptum fyrir þrem árum orðin 16 milljónir að markaðsvirði. Samt því miður fékk ég synjun þótt að nettolaun mín síðustu mánuði hafa verið hærri en ofangreind upphæð sem ég bað um, en hver 16. ára unglingur fær auðveldlega þessa upphæð. Í mínu tilviki kom ekki einu sinni til greina að fá ábyrgðarmann. (Já, ekki einu sinni faðir minn, sem í dag er margmilljóner má ganga í ábyrgð fyrir 200.000 yfirdrátt) Jafnvel þótt að ég sé í engum vanskilum við bankann og samið um alla lausa enda alstaðar. En hver er ástæðan fyrir synjuninni. Hún á að vera sú að ég sé með bankaviðskipti annarsstaðar. Það er haugalygi, bull og kjaftæði. Og ég spyr aftur hver er ástæðan? Er ástæðan sú að ég er þegar búinn að greiða milljónatugi í vexti í gegnum árin til míns ástkæra útibús eða er ástæðan sú laun mín hafa eingöngu runnið þarna í gegn í rúmlega 15. ár eða hvað. Ég fæ þó samt ennþá eitthvað yfirvinnuorlof í gegnum Spron. Annað ekki, því síðustu þrjú árin hef ég eingöngu dælt mínum launum þarna í gegn um bankabók, en á gamla tékkareikningum er ég með ofangreinda heimild (100.000). Þjónustustjórinn er farinn að stjórna í öðrum banka, en útbústjórinn hef ég ekki náð í og hún ekki svarað skilaboðum, kannski sem betur fer. Ég skil því greiðslukortið eftir þegar ég held til Moskvu. Mikið öryggi í því eða hitt og heldur, með 200$ í rassvasanum og ekkert meir. Flugmiðan staðgreiddi ég að sjálfsögðu, en Haukur kommi Hauksson farastjóri mun sjá um að allt verði í lagi og vernda okkur frá mafíunni. Var samt að spökulera hvort ég ætti að tala við toppana á Kirkjusandi, til dæmis Bjarna Ármannsson eða Andra Hrólfsson hjá Vísa.
Vífilfell
Ég var ekki veikari en svo að ég fór með vinnufélögum mínum í fjallgöngu, en upphaflega var fyrirhugað að klífa Ingólfsfjall, en þáttaka var mjög dræm og við skelltum okkur á Vífilfell, sem blásir við þegar keyrt er framhjá litlu kaffistofuni. Fjallið leynir vel á sér, en er auðvitað ekki erfitt fyrir vana fjallgöngumenn. Þetta var dálítið klifur í lokin, en þegar upp var komið var útsýnið ægifagurt í allar áttir, meðal annars til Þorlákshafnar. Þar býr Gummi vinnufélagi minn, sem er víst búinn að fá aðra vinnu við landflutninga. Ef það er rétt er ég orðinn sá karlmaður sem hef næstlengstu starfsævina. Sá sem hefur lengstu er líka kominn í annað starf, sem reyndar er bara hlutastarf þannig að ég slepp við að lenda í fyrsta sæti um hríð. Alltaf leiðinlegt þegar góðir menn hætta störfum, en vér óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. Annars er þetta stórmerkilegt, maður kann best við sig í 101 eða uppá fjállstindi. En úthverfin þoli ég ekki, fer til dæmis aldrei uppí Breiðholt ótilneyddur. Það er þá helst til að læra einhver fræði. Mér leið eins og í útlöndum fyrir utan Bónusverslunina í efra-Breiðholti. Hitti þar fólk sem ég hef ekki séð í mörg ár. Samt býr þar ekki ómerkari maður en Spari yfirlífskúnsner og heimshornarflakkari.