Friday, September 30, 2005
Wednesday, September 28, 2005
Ónefndur maður
Ég fór á æfingu í dag og að sjálfsögðu fór ég í Stevegym, þar sem ég hef verið að dútla við æfingar síðustu vikur mánuði og ár. Að sjálfsögðu fer ég ekki að æfa á öðrum stað því tryggð mín við ákveðinn og ónefndan mann er ófrávíkjanleg og innmúruð. Best að nefna hann ekki á nafn allavegana ekki í tölvupósti. Best að nota tækifærið og óska Maríu okkar Guðsteinsdóttur til hamingu með norðurlandatitilinn í kraftlyftingum, en hún sigraði glæsilega í 67,5kg flokki á mótinu sem fram fór í Svíþjóð. María setti 5 íslandsmet í keppninni.
Monday, September 26, 2005
Nú fjúka hausar
Nú eru upplýsingarnar í Watergatemáli Íslands að leka inn. Ég var að hlusta á Arnþrúði á Útvarpi sögu áðan og hún er byrjuð að lesu uppúr persónulegum bréfum Jónínu til jóhannesar þar sem hún er að kúga út úr honum pening. Þetta er bara rétt að byrja.
Sunday, September 25, 2005
Jónína Ben
Ég ætla bara rétt að vona að Jónína Ben lesi ekki bloggið mitt því hún er farin að kæra menn til hægri og vinstri og er gjörsamlega að fríka út. Eins og menn vita, þá hafa einhverjir óprútnir aðilar komist í tölvupóst hennar og látið Frétablaðinu í té. Þvílíik sprengja og Kjartan frændi og margir góðir Sjálfstæðismenn eru að lenda í súpunni. Sem betur fer er ekki hægt að rekja neitt misjafnt til hans Davíðs okkar frekar en fyrri daginn, því hann hefur verið svo paranoid í gegnum tíðina og ég held að hann hafi aldrei skrifað tölvupóst um æfina. Blessunin hún Jónína ætlaði að steypa Bónusveldinu, en hefur með klúðri sínu komið við kaunin á sjálfu Íhaldinu. Góðir og gegnir menn eins og Styrmir og Kjarri frændi sitja nú í súpunni. Annars hækkaði álit mitt á Davíð Oddssyni í vikunni, þegar ég las viðtal við Guðrúnu Helgadóttur í Blaðinu, held ég að það hafi verið. Þar segir hún frá því að Davíð hafi aldrei fyrirgefið sér einhvern borgarstjóraslag frá 1978 og aldrei heilsað sér eftir það, nema tilneyddur einu sinni. Álit mitt jókst til muna á goðinu, því kerlingin er sú mesta merkikerti sem í pólitíkinni hefur verið. Kenndi sig alla tíð við alþýðu, en var alla tíð hornreka allstaðar og vildi ekki í Samfylkinguna og vinstri rauðir vildu hana ekki heldur, en hún er reyndar góður barnabókahöfundur. Hún má nú eiga það kerlingin hún Guðrún. Og Jónína má eiga það sem hún hefur líka. Miðlungseinkunn á Jónasar skala, en mikil kynbomba engu að síður.
Ett annat vittne, den före detta TV-programledaren Jonina Benediktsdottir, är före detta flickvän till Jon Asgeir Johannessons far. Förra veckan skrev hon en kritisk artikel, i den isländska tidningen Bladid, om Jon Asgeir Johannesson och hans vänners livsstil.
|
Ett annat vittne, den före detta TV-programledaren Jonina Benediktsdottir, är före detta flickvän till Jon Asgeir Johannessons far. Förra veckan skrev hon en kritisk artikel, i den isländska tidningen Bladid, om Jon Asgeir Johannesson och hans vänners livsstil.
Saturday, September 24, 2005
Drullenberger
Hvaða vandræði er hann Kjartan frændi búinn að koma sér í? Jú hann var í heimsókn hjá góðvini sínum þegar Baugur bar á góma. Við Sjálfstæðismenn hristum nú þetta af okkur og leggjum Baug að velli í Hæsarétti. Látum ekki deigan síga. Þeir fóru illa með hann Davíð okkar og eiga að fá að gjalda fyrir það. þetta er nú orðið óþolandi allt í kringum Baug. Baugur fjarstýrir forsetanum, Ingibjörgu Sólrúnu og fullt af kommúnistum. Meira að segja Ingi Hrafn er genginn í Baugsliðið. Nú þarf Davíð að taka hann á teppið og veita honum góða ráðningu.
Thursday, September 22, 2005
Starfsnám
Ég er orðið dálítið uppgefinn. Ætla mér að ná klára þessi réttindi og því eru allir dagar fullbókaðir. Minka við mig aukavaktir í staðin. Þarf að taka heilar 15. vaktir á Landakoti, þar sem litið er á mig sem einhvern nýliða. Samt mjög athyglisvert, hef bara gott af þessu að komast í alvöru hjúkrun.
Sunday, September 18, 2005
Nikon D-50
Annars fékk ég allvega frábæra gjöf frá föðurfólki mínu. Myndavél Nikon D-50, sem ég hafði verið að spá í að kaupa mér síðan í vor. Núna tekur við kennsla hjá Narfa, en hann á sjálfur Nikon-70 vél. Þessi 50 típa er aðeins ódýrari en D-70, en mjög notendavæn og hefur fengið frábæra dóma á netinu. Mig hlakkar mikið til að setja myndir inná bloggið næstu daga. Já, myndirnar úr hófinu í gær. Annars var frekar lítið drukkið, miðað við fyrir 5. árum. En þá keypti ég sama magn af bjór, en núna voru gestirnir eitthvað fleirri, en drykkjan var mun minni. En þetta er auðvitað aldurinn.
Klökkur
Það lá við að ég færi bara að skæla í gær, því ég hafði ekki áttað mig á hversu góða félaga ég átti, fyrr en ég sá gjafirnar sem ég fékk. Ágætis mæting var í Álftamýrina í gær og langflestir komu færandi hendi. Oftast með vel pakkað eðalvín og með blómvönd. Veizlan sjálf heppnaðist vel þrátt fyrir mikla ölvun. Einnig var árangur Fram í fótbolta til þess að það lá við að ég færi að vatna músum eins og það er kallað, en ég held samt að þetta sé það besta sem hefur komið fyrir knattspyrnufélagið Fram lengi. Núna er bara að byggja upp. Annars sá ég leikinn heima og fyrsti gesturinn Eiríkur Einarsson rak inn nefið færandi hendi. Þegar staðan var 4-1 fyrir FH og Fram var ekki fallið, vildi ég ólmur kíkja niðrí Laugardal til að "fagna" mínum mönnum. Við brunuðum niðri dalinn ásamt Benjamín litla, en viti menn Tryggvi eyjapeyji sendi okkur niður þegar hann skoraði fimmta markið. Hefðum ekki átta að fara á völlinn, því þá hefðum við ekki fallið. Allavegana trúm við því. Fyrstu gestirnir komu uppúr klukkan sex, en "fyllibitturnar" komu síðan eftir níu. Held að þetta hafi bara heppnast ágætlega, því skipulagning er ekki mín besta hlið. Vað að bjóða í þetta partý 1-3 dögum fyrr og margir voru búnir að bóka sig annað, meðal annars móðir mín. Sumum gleymdi ég að bjóða og aðrir áttu ekki heimagegnt, meðal annars Gleðimolinn og Skemmujarlinn Gunnar Ólafsson, en hann var ekki í "bænum". Skemmujarlinn á best um 240 kíló í bekkpressu sem fáir hafa lyft hér á landi. En í veislunni í gær kom samt öflugur bekkpressari, félagi minn Baldvinn bekkur, en hann var fyrsti maðurinn á Íslandi til að lyfta 250 kílóum í bekkpressu. Annars voru þarna nokkrir sem hafa tekið yfir 200 kíló í bekk, m.a Bjarki Geysir, Sveinn Ingi og Magister-Cat, sem tók næstum því 200 kíló á sínum tíma, en þá voru bekkpressuslopparnir ekki orðnir svona góðir. Annars var Rúnar Gísli Guðmundsson fyrrum karatemaður þygsti maðurinn í hófinu, en hann vegur tæplega 200 kíló, er þó ekki allveg viss um þyngdina. Annars var þetta mjög blandaður hópur í gær, en sem betur fer fór þetta allt vel, enda flestir gestirnir orðnir rosknir, eins og afmælisbarnið. Nokkrir boðuðu forföll, en það gerði Bobby Fischer ekki. Sæmi Rokk hefur bara gleymt að segja honum frá þessu.
Wednesday, September 14, 2005
Síðustu miðar
Á bara eftir að bjóða nokkrum gestum til viðbótar í afmælið. Vona að enginn móðgist þótt hann fái SMS. Veit varla ennþá hvar veislan verður haldin, en kem bara með nánari tímasetningu hérna á vefnum. Gleymdi að bjóða
1.Mike Tyson
2.Bobby Fischer
3. Hannesi Hólmsteini
og
4. Eiríki Prívatmanni.
Vona samt að Fischer láti sjá sig. Hann gæti komið með Friðriki Ólafssyni.
1.Mike Tyson
2.Bobby Fischer
3. Hannesi Hólmsteini
og
4. Eiríki Prívatmanni.
Vona samt að Fischer láti sjá sig. Hann gæti komið með Friðriki Ólafssyni.
Farinn II
Ég var alltaf ákveðinn í að láta mig hverfa úr bænum á afmælisdaginn. Draumurinn var að dvelja í Andorra þann 8. sept, en það reyndist vera of erfitt í framkvæmd. Sérstaklega þar sem frú Deng gat ekki fengið frí í vinnunni nema tvo daga. Samt var haldið til Parísar/Barcelona í helgarferð. Þar sem dvalið var á 0 stjörnu hótelum og borðaður góður matur. En ferðin drógst á langin. Komum heim sunnudaginn 11.9. En mikið andskoti eru Frakkarnir leiðinlegir. Ætla aldrei að koma þangað aftur. Það var einhver 18. ára sveppur sem tók töskuna okkar í misgripum og hvarf út úr flugstöðinni. Við tóku ömulegir tveir tímar þar sem leitað var að símanúmerinu hjá gaurnum. Ekki var hægt að fá Frakkana til að kalla manninn upp. Þetta varð til þess að við mistum af flugvélinni til Barca og við urðum að hanga í París. Þs flugvélar Air France voru fullar kl 3.00 og kl 5.00. Fúlt að þurfa að hanga í París. En hún venst furðu fljótt. Náði að sötra úrvals franskt rauðvín á afmælisdaginn.
Og farinn
Í lok ársins ágúst tók maður svo alvöru frí, þegar maður gat slappað af nokkra daga í bústað í Svignaskarði. Þar gat maður legið í pottinum, skroppið í göngu, spilað spænska gítarmúsik og rædd um heimspeki. Ekkert utanaðkomandi áreiti, nema þá kannski veðrið, en veður var mjög vont þessa síðustu daga ársins. Nokkuð var um gestagang, en Halldór Faabor leigði með mér bústaðinn. Svo drakk maður í sig söguna. Í Borgarfirði gerðust ógurlegir atburðir á Sturlungaöld. Fallegur þessi Borgarfjörður. Og svo er maður bara klukkutíma að keyra í bæinn. Það væri ekki svo vitlaust að búa þarna?
Kominn IV
Ferðin tók svo enda þegar við dvöldum nokkra daga í Pattaya með okkar ástkæru íslenku félögum. Það þyrmdi meira að segja yfir Óskar þegar hann kom til Pattaya, enda hafði hann aldrei séð aðra eins gleði. Kom þá upp í hugan sjálf Sódóma úr hinu helga riti. Vona bara að Guð almáttugur fari ekki að rústa bænum. Þó hafði Óskar komið til landsins á níunda áratugnum. Síðan var haldið í sveitina í vikutíma, en eftir það var hundskaðist maður heim. Heima var auðvitað allt í skralli. Ekkiert þolir mánaðar bið. Ekki einu sinni bíldruslan.
Monday, September 12, 2005
STEVEGYM.NET
Afmælisgrein Stevegym.net Gunnar Freyr master fertugur |
MASTERINN FERTUGUR Gunnar Freyr Rúnarsson sem gengur venjulegast undir nafninu Masterinn sem er stytting á leyni uppnefni hans sem við segjum ekki frá hér sökum sérstaks samnings við hann, varð fertugur í síðustu viku. Hann er fæddur í Reykjavík 8.sept. 1965. Gunnar er einn af stofnendum stevegym.net og því tilhlýðilegt að óska honum til hamingju með þennan áfanga og vonum að hann eigi eftir að eflast sem starfsmaður vefsins í framtíðinni sem og til skjóðunnar. Gunnar er þekktur sem fjölhæf persóna til margra hluta. Hann byrjaði ungur að tefla og vakti þjóðarathygli 11 ára gamall þegar hann sigraði stórmeistarann Friðrik Ólafsson í fjöltefli. Gunnar lagði þó ekki skákina sérstaklega fyrir sig en er þó nokkuð öflugur skákmaður og er þekktur sem stórmeistarabani í leiftur-hraðskák á netinu þar sem umhugsunartími er 1.mínúta. Eitt af einkennum Mastersins er enmitt að hann er fljótur að hugsa en lengi að framkvæma... Hann er virkur sem bréfskákmaður og er í landsliði Íslands ásamt því sem hann teflir á fullu á nokkrum skákserverum á netinu lengri skákir. Þá teflir hann einnig víkingaskák og japanska skák við hina og þessa froska. Gunnar hefur skúnkast svoldið sem golfari með kringum 100-200 í forgjöf og hefur skotið niður nokkra sjaldgæfa fugla. Einnig hefur hann keppt í allskonar skemmtiskokkum og götuhlaupum við óljósan orðstýr. Hinsvegar var hann betri sem lyftingamaður eitt sinn og á best um 100 í snörun og 130 í jafnhendingu og sat í stjórn Lyftingasambandsins um tíma. Gunnar hefur keppt nokkuð lengi í kraftlyftingum og unnið til margra verðlauna á Íslandsmótum og sérstaklega þó á réttstöðulyftumótunum. Bestu tölur hans í páver eru: 230 í beygjun,180 á bekk og 280 í réttstöðu. Hann þarf nú heldur að hressa sig í þessu því þeir geðbræður Sigurjón miðnæturdeddari og Bjarki hriki sækja nú fast að honum í deddinu... Gunnar hefur nú unnið á Kleppi á næturvöktum í 10 ár og er þar með reyndari og virtari starfsmönnum. Hann er reyndar útskrifaður sem sagnfræðingur úr Háskóla en finnst best að einbeita sér að því að róa niður liðið inn við sundin blá...Honum virðist það nú eðlislægt þar sem sjaldan hvorki dettur né drýpur af honum og sjúklingarnir róast venjulega við það eitt að sjá Masterinn birtast...Gunni er jafnframt um þessar mundir að læra til Félags og sjúkraliða og er staðráðinn í því að vera í skóla til áttrætts... Gunni hefur æft hjá Steve í ótal mörg ár, bæði í gamla og nýja gyminu og er alltaf vel virkur sem góður félagi og hjálpa mönnum á mótum sem annarsstaðar þegar þörf er á. Hann býr nú með tælenskri dömu sem heitir Deng og í framhaldi af þessu afmæli stefna þau að því að eignast börn og buru..og bætingu í deddi hjá Masternum.. ALLT ER FERTUGUM FÆRT...SÉ ÞEIM ÞAÐ NÓGU KÆRT... |
Flokkur Almennar fréttir | Fréttaritari KE | Heimild Sir Magister Cat | Dags. 12-09-2005 |
Wednesday, September 07, 2005
Til hamingju
Til hamingju með afmælið Halldór. Þú er víst fæddur 8. september eins og annað stórmenni. Þetta er líka merkilegur dagur fyrir þig þar sem þetta er fyrsti dagurinn sem þú stendur ekki lengur í skugganum af Davíð Oddssyni. Þú sem varst forsætisráðherra í ríkisstjórn Davíðs, ert nú orðin aðalmaðurinn, eins og þú hefur stefnt að svo lengi. Til hamingju með það og afmælið. Hvernig er það annars á ekki aða bjóða góðum framsóknarmanni í afmæliskaffi?
Davíð kveður
Ég verð að viðurkenna að ég er búinn að vera grátklökkur í dag, því þessi dagur er búinn að vera tilfinningaþrunginn og erfiður. Ég fékk fréttirnar um hálftíma áður en leikur Íslands og Búlgaríu átti að hefjast. Ég óska Dabba velfarnaðar í starfi sem seðlabankastjóri. Enginn hefur þó ennþá gagnrýnt þá ráðningu. Var ekki allt vitlaust þegar Denni fór í seðlabankann. Þá var talað um að hann væri ekki hæfur. Þó hafði hann verið forsætisráðherra eins og Dabbi. Annars man ég fyrst eftir Davíð þegar hann vann stórsigur í borgarstjórnarkosningunum árið 1980. Var það ekki annars? Narfi bróðir var þá rétt um sex ára aldur, en hafði eins og öll þjóðin hrifist af Dabba. Hann fagnaði svo vel þegar Dabbi sigraði að hann braut í framtönnina. Sem betur fer var þetta þó barnatönn. Óli grís var hins vegar víðs fjarri á þessum sorgardegi, en ég sá hann í heiðursstúkunni á leik Búlgaríu og Íslands í Sofíu. Þar var einnig Sigurður Ingason og lét lítið fyrir sér fara í stúkuni í stöðunni 2-0 fyrir Ísland. Hvernig var það annars, voru bara tveir Íslendingar á vellinum? Þá meina ég fyrir utan leikmennina sjálfa og KSÍ gæðingana. Ég hafði verið að pæla í að vera sjálfur á svæðinu og halda uppá afmælið í leiðinni. Verð bara að heimsækja Sigga til Búlgaríu seinna.
Tuesday, September 06, 2005
Afmæli
Ég mun ekki láta ná í mig á fimmtudaginn 8. september, heldur ætlum við að skreppa á einhvern fínan franskan veitingastað. Hins vegar mun ég að öllum líkindum halda uppá afmælið laugardaginn 17. september annað hvort heima í Mýrinni eða í félagsheimili Taflfélags Kópavogs, sem er staðsett í Hamraborginni í Kópavogi, en Haraldur Baldursson skákfrömuður hefur boðist til að redda mér því ágæta húsnæði. Ekkert viss um að það þurfi, því fjölskyldan sem leigði hefur nú fundið sér aðra betri og ódýrari íbúð og því er möguleiki að troða öllum í Álftamýrina. Semsagt mæting kl. 20.00, en þeir sem ekki vilja sjá áfengi renna komi kl. 18.00
Boðslisti
1. Félagar í Stevegym (nokkrir núverandi og fyrrverandi + makar)
2. Skákklúbburinn
3. D-12 (nokkrir núverandi og fyrrverandi vinnufélagar "nota bene")
4. Fjölskyldan
5. Nokkrar Tæjur til að rétta kynjahlutfallið
6. Nokkrir nánir sem flokkast ekki undir lið 1-5, en þetta skýrist betur á næstu dögum.
Það ætti því enginn að móðgst að vera ekki boðin, því þeir hinir sömu ættu að flokkast undir lið 1-6. Hins vegar hafa nokkrir ættingjar mínir gift sig og ekki boðið nema fáum útvöldum. Þeim sem það gerðu mæta þá að sjálfsögðu ekki, en þetta á að sjálfsögðu ekki við um Fúsa frænda, því hann bauð öllum í sína giftingu. Til hvers að vera að gifta sig og bjóða síðan ekki Masternum.
Boðslisti
1. Félagar í Stevegym (nokkrir núverandi og fyrrverandi + makar)
2. Skákklúbburinn
3. D-12 (nokkrir núverandi og fyrrverandi vinnufélagar "nota bene")
4. Fjölskyldan
5. Nokkrar Tæjur til að rétta kynjahlutfallið
6. Nokkrir nánir sem flokkast ekki undir lið 1-5, en þetta skýrist betur á næstu dögum.
Það ætti því enginn að móðgst að vera ekki boðin, því þeir hinir sömu ættu að flokkast undir lið 1-6. Hins vegar hafa nokkrir ættingjar mínir gift sig og ekki boðið nema fáum útvöldum. Þeim sem það gerðu mæta þá að sjálfsögðu ekki, en þetta á að sjálfsögðu ekki við um Fúsa frænda, því hann bauð öllum í sína giftingu. Til hvers að vera að gifta sig og bjóða síðan ekki Masternum.
Tvífari
Auðvitað var þetta bara vitleysa að Spjóti hefð hitt karlinn, því þetta var örugglega tvífari hans. Í fyrsta lagi hefði hann aldrei farið að ögra sjálfum Spjótanum því mitt fólk er ekki að skapa óþarfa vesen og í öðru lagi er útilokað að karlinn fari að láta sjá sig á einhverjum úthverfapubb, Steikta öndin eða hvað hann heitir. Annars fór ég sjálfur á Feita dverginn fyrir nokkrum árum og mun seint gleyma hversu "skemmtilegir" þessir úthverfakrár eru. Minn staður var hins vegar Jensen í Ármúlanum, en hann er víst ekki til lengur og hét síðast Wall Street. Sportbarinn sem opnaður var í Ármúlanum lýst mér hins vegar ekkert á og hef aldrei keypt svo mikið sem einn bjór. Er reyndar allveg hættur að stunda þennan ósóma, eða eins og einn frægur bakari í kraftaheimnum sagði, ég þarf ekki að fara í hvítan slopp til að hætta að drekka.
Sunday, September 04, 2005
Kominn III
Ég vona að menn taki það ekki allvarlega þótt ég hafi verið að grínast með það að keyra próflaus og fullur í Taivan, en þetta er auðvitað grafalvarlegt mál sem ekki á að hafa í flimtíngum, en þeir sem hafa verið þarna vita að ekki er tekið fast á þessum málum þarna suðurfrá. Ef löggan stoppar þig er hún oftast að falast eftir einhverjum pening og þá er betra að vera með öryggisbeltið, ökuskirteinið og keyra á réttum vegarhelmingi, en þeim er allveg sama hversu marga bjóra eða margar viskeyflöskur menn hafa hesthúsað. Til dæmis er ágætt að byrja að keyra snemma á morgnana ef halda skal í langferð. Þá eru flestir trukkdriverarnir að leggja sig, en þeir skjóta sér reglulega inn á karokiestaðina í leit að stelpum og víni. Sem sagt allveg stórhættuleg umferð. Ég sá líka allveg hörmulegt slys, sem náðist á filmu ogbirtist bæði í tælenska sjónvarpinu og CNN. Þar keyrir drukkinn ökumaður á bíl sem þegar hafði lent í tjóni, en ökumaðurinn var ofurölvi og stórslasaði eða drap fólk, sem þegar hafði lent í slysi. Síðan var þessi sami ökumaður barinn í spað af fólkinu fyrir framan lögregluna. Hvað um það, þá er minna mál að keyra um á Pattaya og Jomtien, en í Bangkok og á hraðbrautunum. Við biðum þar í viku, en fórum svo á móts við Íslendingana fræknu, þá Jónas Spari, Óskar og Atla en þeir komu til Thailands viku seinna. Við mæltum okkur á mót við þá á Bayoke Sky, sem tæplega hundrað hæða bygging sem jafnframt er lúxushótel og hæsta byggingin í landinu. Þar kostaði lítið herbergi um 3000-4000 bath sem er tæplega 6000-8000 krónur sem er alltof mikið verð fyrir hótel á þessum slóðum, en hægt er að fá sæmilegt hótelhergergi fyrir 300 -1000 bath. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti í um þrjá daga á 66 hæð, þar sem kíkt var á næturlífið í Bangkok. Að sjálfsögðu var Jónas Spari sallarólegur og hélt sig að mestu inni á kvöldin og var ekkert að rugla neitt í kerlingum.
framhald......
framhald......
Saturday, September 03, 2005
Bréf dagsins
Hæ, Kári er að fara í skemmtiferðaskip í fyrramálið svo ég kem um 1800 vonandi sé ég ykkur, helgin er búin að vera fín við hjónin fórum á hverfispöbbinn og sat á sama borði og pabbi mastersins hann Rúnar ég kannast við hann síðan í gamla daga þegar hann var með AAAA ræðu á Kleppi en þá var ég geðgætir á Kleppi en núna vildi hann ekkert tala við mig og benti mér bara í burtu. auðvitað var ég kenndur en ***ritskoðað*** eina sem ég veit að sonurinn er meiri maður en hann og kurteisari og hanannú!. með andans
kveðju Spjóti
Ath frá Master!
Jamm, allveg sammála, þetta AA rugl gengur allveg útí öfgar. Ég þekki fullt af AA mönnum og aðeins fáir nota svona stæla. Hef séð þetta áður: "Ég tek ekki í hendina á fullum manni." Læra menn svona í AA og ef svo er, Þá eiga menn ekkert að vera að þvælast á öldurhús. Ég get allveg skilið ef menn fá einn "good moren" vegna svona framkomu!? Svo þarf líka ákveðið hugrekki að ögra sjálfum Spjótanum í þessu formi. Er það ekki annars?
kveðju Spjóti
Ath frá Master!
Jamm, allveg sammála, þetta AA rugl gengur allveg útí öfgar. Ég þekki fullt af AA mönnum og aðeins fáir nota svona stæla. Hef séð þetta áður: "Ég tek ekki í hendina á fullum manni." Læra menn svona í AA og ef svo er, Þá eiga menn ekkert að vera að þvælast á öldurhús. Ég get allveg skilið ef menn fá einn "good moren" vegna svona framkomu!? Svo þarf líka ákveðið hugrekki að ögra sjálfum Spjótanum í þessu formi. Er það ekki annars?