Saturday, April 30, 2005

Alltof þungt?

Ég tók ekki þátt í keppninni "DREKKTU BETUR" á Grandrokk að þessu sinni, því í gær var ég í hlutverki spyrils. Ég hafði verið á biðlista eftir að komast í þá stöðu, en það er mjög vinsælt að vera spyrill, því hann fær bjórkassa að launum eins og sigurvegarinn og þar sem ég hef ekki náð að vinna keppnina þá samdi ég bara spurnngarnar sjálfur í staðin. Ég var reyndar dálítið stressaður, því í salnum eru ávallt gáfuðustu drykkjumenn landsins og því verða allar spurningarnar að verða og gallalausar og pottþéttar. En keppnin vannst á 18. réttum, en næsta lið var með 15. rétta. Ég gerði þau leiðu mistök að lesa svarið við einni spurnngunni alllveg óvart, en náði að rédda mér fyrir horn. Ég spurði hversu bargir norðulandabúar hefðu fengið bókmenntaverðlaun nóbels eftir1950, en sagði svo svarið. Þeir eru fjórir, en bætti svo við: Nefnið þá alla! Þannig náði ég að bjarga sjálfum mér, en í staðin var spurningin allveg þrælþung. Ég hefði átt að segja nefnið tvo af fjórum. Svo gerði ég nokkrar smávillur, en bjórspurningin númer átján, var ekkert of þung. Hver skrifaði sjálfssævisöguna: Harmasaga ævi minnar. Svarið var Jóhannes Birkiland, en þemað í spurningunum var nafnið Jóhannes, Jóhann, Jón, John, Giovanni og Juan. Allt sama nafnið eða þannig. Það voru nokkuð mörg lið með bjórspurninguna rétta og því urðu einhverjir ánægðir. Mennirnir sem unnu höfðu aldrei keppt áður, en ég kannaðist við andlitin. Þeir eru einhverjir Magisterar í tölvum eða jarðeðlisfræði. Annars var ég búinn að drekka of marga bjóra og hefði getað klúðrað meiru. Þeir skákmenn Jón Árni Halldórsson og Tómas Björnsson hjálpuðu mér svo að drekka hluta af veigunum, en stuðningsmenn mínir í salnum voru, Narfi, Hjalti Sigurjónsson, Faaborgmeistarinn og Deng. Narfi og Hjalti fengu 9. rétta og klikkuðu því miður á Tyson spurningunni, sem átti að vera sérsniðin fyrir Narfa.

1. Allir sannir Grandrokkarar halda með eða hafa taugar til knattspyrnuliðsins Millwall, sem leikur í Championchip deildinni eða í eldgömlu 2. deildinni. Þeir hanga alltaf í kringum 10. sæti, en ég spyr: Hvað heitir heimavöllur þeirra?

svar: THE DEN

2. Hver skrifaði söguna MANNTAFL?

svar: Stefan Zweig

3. Hvaða íslenski hnefaleikamaður var forseti skáksamband Íslands á árunum 1966-69

svar: Guðmundur Arason

4. Hvaða pólski hnefaleikamaður var dæmdur úr leik fyrir að kýla neðanbeltishögg gegn Riddick Bowe í Júlí árið 1996, þeir börðust aftur´i desember sama ár og sagan endurtók sig. Hver er þessi pólski snillingur?

svar: Andrew Golota

5. Annar pólskur snillingur var síðar kallaður Jóhannes Páll annar, á undan honum ríkti Jóhannes Páll I, en hann dó í embætti á sama ári og hann tók við. Hvað ár var það?

svar: 1978

6. Hvað hét forveri Jóhannesar Páls I í embætti?

svar Páll VI (6)

7. John Paul eða Jón Páll Sigmarsson tók 370 kg í réttstöðu á sínum tíma, en hvað heitir Íslendingurinn sem tók 410 kg í réttsöðu á Íslandsmótinu í kraftlyftingum um daginn?

svar Benedikt Magnússon

8. (Breytt spurningunni, því ég taldi hana vera gallaða)
Hvað hét fyrsta plata Bítlana sem kom út fyurir ameríkumarkað?

svar: Introducing the Beatles
(8. Annar Jón eða John Lennon gaf út fjölda breiðskífa á sínum ferli, en hversu margar voru Bítlaplörunar (Breiðskífur-LP) sem komu út fyrir Bretlandmarkað?

svar : 13)

9. Giovanni Van Bronckhorst knattspyrnumaður hefur leikið með nokkrum stórliðum Evrópu síðan 1993. Nefnið tvö lið af fjórum

svar Feyenoord 9398, Rangers 98-2001, Arsenal 2001-3 og Barcelona 200-5

10. Ioannes Paulus II eða Jóhannes Páll II var fæddur 18 mai 1920 eða sama dag og heimspekingurinn Bertrand Russel sem fæddur var 1872, en ég spyr: Hvaða ár fékk Russel bókmenntaverðlaun Nóbels?

svar: 1950

11. Johannes Vilhelm Jensen fékk bókmenntaverðlaun nóbels árið 1944. En hversu margir norðulandabúar hafa fengið bókmenntaverðlaun nóbels eftir 1944?

svar: FJORIR...Par Lagerkvist 1951, Laxness 1955 Eyvind Johnson og Harry Martinson 1974

12. Einn af forverum Jóhannesar Páls II á páfastóli afrekaði það að verða þrisvar sinnum páfi, árið 1032, 1045 og 1047. Undir hvaða nafni gengur sá páfi? Ath, ekki þarf að vita númer, aðeins nafn

svar Benedict IX (9)

13. Mike "Iron" Tyson var ósigrandi í hnefaleikum í kringum 1990 og flestir þorðu ekki að mæta honum í hringnum, en John Paul Sigmarsson nokkur skorði á hann í bardaga, en Jón var um þær mundir einn af sterkustu mönnum í heimi. Ekkert var reyndar úr þessum bardaga, En ég spyr : hvað hét höfuðandstæðingur Jóns Páls í kraftakeppnum á þessum tíma, en hann var bandaríkjamaður, sem hafði orðið heimsmeistari í kraftlyfingum með 1100 kg í samanlögðu og unnið keppnina world Strongest auk þess að éta heilt búr af lifandi gullfiskum. Hvað hét þessi Bandaríkjamaður?

Bill Kazmaier

14. Nefnið 3 af 4 hnefaleikamönnum sem náðu að sigra Mike "Iron" Tyson í atvinnuhnefaleikum?

svar: James Buster Douglas (1990), Evandr Holyfield (1996,97), Lennox Lewis (2002) og Danny Williams (2004)

15. Hvert var skírnarnafn Garry Kasparov skákmeistara, þs nafnið sem hann bar til 7. ára aldur, en eftir að faðir hans lést tók hann upp nafn móður sinnar, Kasparova....

svar: Gari Weinstein

16. Hver var heimsmeistari í skák frá 1921-1927?

svar: Jose Raul Capablanca

17. Hvaða heimsmeitarar í skák á síðustu öld ríktu aðeins í eitt ár?

svar: Vasily Smyslov 1957-58, Mikhail Tal 60-61 og Alexander Khalifman 199-2000
(Max Euwe ríkti í tvö ár 35-37)

18. Hver skrifaði sjálfsæfisöguna, Harmsaga æfi minnar?

svar : Jóhannes Birkiland
19. Hversu mörg eru ríki Evrópusambandsins?

svar: 25
(Tyrkland, Bulgaría og Rúmenía eru ekki komin inn)

20. Ef Evrópusambandið væri ríki (þau eru nú 192), þá hvar væru þau í röð fjölmennustu ríkja heims?

svar: 3. sæti
(China 1,3 miljarðar 2. Indland 1.080 mil, 3. EU 456 milj,
banda 295 milj...)

21. Hvert var skírnarnafn Jóhannesar Pálls II?

svar: Karol Josef Wojtyla

22. Hnefaleikameistarinn Prins Nassem Hamed var fæddur í Sheffield, en hvaðan er hann ættaður?

svar: Yemen

23. Bahaitrúin átti upphaf sitt í Persíu á 19. öld og telst til sjálfstæðra trúarbragða. Hvað hét stofnandi hennar, sem fæddur var 1817, dáinn 1892 og hvað hét elsti sonur hans fæddur (1844-1921) hans sem tók við af honum?

svar: Bahá'u'llah og Abdu'l-Bahá

24. Sjö lönd eiga landamæri að Íran. Nefnið fimm þeirra

svar: 1. Pakistan 2. Afganistan 3. Turkmenistan 4. Azerbijan 5. Armenia 6. Tyrkland 7. Íraq

25. Ali ibn Abi Talib var fjórði Kalífinn þ.s eftirmaður Múhameðs spámanns, en hjá shía múslimum telst hann vera sá rétti, þs sá sem átti að taka við af Múhamed. En hvað hétu hinir þrír kalífarnir, sem ríktu á undan Ali?

svar: 1. Abu Bakr 2. Umar ibn al-Khattab (ómar) 3. Uthman ibn Affan

26. Hvenær var John Lennon skotinn til bana. Dagur og ár, engin skekkjumörk!

svar 8. desember 1980

27. Höfuðborg hvaða ríkis heitir Ashkabad?

svar Turkmenistan

28. Heilagur Páll eða Páll postuli dó að öllum líkindum árið 67 eftir krist, eða sama ár og Simon sem síðar var kallaður Pétur eða Simon Pétur, en Pétur þýðir klettur á grísku. En hvað kallaði Páll, Pétur á arameisku?

svar: Cephas eða Kephas

29. Þeir John og Paul, þ.s Lennon og MaCccartney voru meðlimir í í The Beatles ásamt þeim Ringo Starr og Georg Harrison. En spurningin er hver af þeim fjórmenningum var elstur? (fæddist fyrstur)

svar: 1. Ringo Starr 7. júli 1940 2. John Lennon 9. oktober 1940 3.Paul MaCcartney 18 júni 1942 4. 24. febrúar 1943

30. Hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þriðja stærsta völlinn, á eftir Old Trafford og St. James Park?

svar: Man. City

föstudagur, 29. apríl 2005

Pub Quiz ( Drekktu betur )



Spyrill er Gunnar Rúnarsson.
Stundvíslega kl.17.30

Thursday, April 28, 2005

Liverpool áfram?

Púllarar eru í vænlegri stöðu fyrir seinni leik liðana, sem fram mun fara á Anfield eftir viku. (held ég) Auðvitað væri gaman að sjá Eið Smára í úrslitaleik og ef þeir komast þangað, þá verður hann kannski á bekknum. Það væri nú eftir öllu. Mig grunar að Chelsea hafi toppað of snemma. Þeir ná þó Englandsmeistaratitlinum í næsta leik og geta bara huggað sig við það. Það væri nú líka óneytanlega gaman ef Liverpool tæki nú AC Miland í úrslitunum. Hef alltaf smá Liverpool taug einhverstaðar, því þegar þeir voru upp á sitt besta á níunda áratug síðustu aldar, þá hélt maður alltaf með þeim í Evrópukeppninni, því ensku liðin ganga eiginlega alltaf fyrir gegn evrópsku liðunum. Maður er jú alinn upp við enska sparkið. Þó held ég með AC Miland í ítalska boltanum ásamt Juventus. Ég kalla þá núna alltaf AC Miland, eins og Olli (Eyjólfur Bergþórsson) hefur alltaf gert. Eyjólfur er gamall fótboltagúru og Frammari, stundaði nám í Þýskalandi. Hann er einnig mjög þéttur skákmaður. Miland er víst þýska útgáfan af Milan. Mér er sagt að þeir heiti AC Milan (en ekki Milano, sem er ítalska), vegna þess að liðið var stofnað af Englendingum.

Wednesday, April 27, 2005

Smá miskilningur

Ég vil endilega leiðrétta þann miskilning að Viddi Veiðhnífur hafi verið að ritskoða blogg mitt. Hef bara ekkert séð hnífinn í hálfan mánuð. Málið var að ég fékk beiðni um að leiðrétta hlut ákveðins manns, því í grein (sem birtist fyrir mörgum mánuðum) hafði ég farið full frjálslega með persónulegar upplýsingar um fyrra líf. Ekkert sem skiptir neinu máli núna. Ákvað að taka greinina út og breyta úr því hún olli svona miklum óþægindum. Ég vil líka leiðrétta þann leiða miskilning að maðurinn með breiðu handleggina á myndinni fyrir neðan sé Viddi. Ef einhver veit það ekki þá er hann sterkasti bréfskákmaður landsins og kallar sig Magister-Cat. Hins vegar er þetta tvífari Vidda, Rambo Veiðihnífur.

Úr dagbók

Ekki myndi ég nenna að halda dagbók, með fullri virðingu fyrir þeirri listgrein. En bloggið er mín dagbók og oft á tíðum kem ég inná einhverjar aðrar persónur, eða lendi í að fjalla ógætilega um aðrar persónur. Ég hef stundum fengið blogg í hausinn, t.d birt fjölskyldumyndir sem ekki hafa verið par vinsælar eða farið inná einhver viðkvæm svið. Ég fékk nefnilega blogg í hausinn í vikunni. Eldgamalt blogg, þar sem ég var að fjalla um ákveðinar nafngreindar persónur, sem ég þekki. Það sem er allt í lagi í dag gæti verið viðkvæmt á morgun. Ég á erfitt með að vera að með einhverja ritskoðun, en ef ég hef farið yfir strikið, þá reyni ég að lagfæra það ef við á. Dæmi um það eru nokkur og um marga félaga mína hef ég ekkert þorað að skrifa um. Hef til dæmis ekkert skrifað um Hercúles hinn sterka, því ég þori ekki að lenda í krumlunum á honum. Hann er maður sem reif upp að aftan stóra rútu í Sviss og hélt henni með fullt af farþegum, meðan rútúbílstjórinn skipti um dekk. Eftir það festist nafnið við hann. Netið er auðvitað orðið býsna svæsið. Ef ég skrifa eitthvað ógeðslegt um einhvern, þá er hægt að finna þetta auðveldlega á bestu leitarvélum. Bloggið um daginn var frekar fyndin ýkjusaga, ekki neitt í henni var satt og margt stórlega ýkt. En ég var svosem ekki að ljúga neinu. Bara allt eftir minni. Enda er ég líka með svokallað gullfiskaminni, sem er andstæðan við límmiðaminni. En sagan fannst með leit á Google og hún kom sér illa fyrir ákveðinn aðila. Í þessu dæmi var Google leitarvélin sem kom með bloggið mitt, þegar ákveðið leitarorð var slegið inn. Það nægir ekki að breyta textanum, því Google tekur afrit af öllu og því getur bloggið hangið inní margar vikur, mánuði eða ár. Ef til dæmis Viddi Veiðhnífur fengi tölvudellu og myndi ákveða að setja alla á "svarta" listann sem hafa verið að skrifa "illa" um hann. Þá færi hann bara á leitarvélina og finnur okkur Stevegymmenn. Svona er Tölvuöldin. Það fékk hann Heiddi Snyrtir að finna fyrir á sínum tíma. En ég er ekki MBL.IS. Það eru bara 3-4 sem lesa mig og því vil ég halda mínu ritfrelsi.
Gunnar Freyr: February 2005
... Viddi Veiðihnífur. Sumar myndirnar sem ég tók á bekkpressumótinu voru í bestu
... Viddi Veiðihnífur náði ekki að verða Íslandsmeistari eins og á ...
chess4cubalibre.blogspot.com/ 2005_02_01_chess4cubalibre_archive.html - 49k - Cached - Similar pages

Gunnar Freyr: November 2004
... Viddi Veiðihnífur vann 90 kg flokkinn mjög óvænt, því Skari Skafningur ...
Viddi Veiðihnífur verður með. Viðar Eysteinsson Veiðihnífur verður með á ...
chess4cubalibre.blogspot.com/ 2004_11_01_chess4cubalibre_archive.html - 123k - Cached - Similar pages

Steve Gym - Fréttir
... Viddi veiðihnífur genginn út. 20041125 ... Viddi veiðihnífur verður með í
réttstöðunni.. 20041118 ... Viddi veiðihnífur orðinn viðhaldsstjóri.. 20040821 ...
www.stevegym.net/frettasafn.php - 257k - Cached - Similar pages

Steve Gym - Fanta Shokata
... Viddi Veiðihnífur! : Hér MASTER ON CUBA!: Hér! BENNI Í DANAVELDI!: Hér!
Ísskápurinn hjá estrogen:Hér! Ölli og draumarnir: Hér! Hjörtur í action: Hér! ...
www.stevegym.net/fanta_sokata.php - 11k - Cached - Similar pages
[ More results from www.stevegym.net ]

Jóhannes Ásgeir Eiríksson: júní 2004
... Viddi veiðihnífur í bann. Var að lesa á Steve Gym að setja ætti Vidda veiðihníf
í æfingabann. Það er svo annað mál hver á að flytja honum fréttina. ...
johannes-eiriksson.blogspot.com/ 2004_06_01_johannes-eiriksson_archive.html - 143k - Cached - Similar pages
.



Verklegt próf

Ég var í verklegu prófi í gær í sjúkraðliðanum og held að mér hafi bara gengið sæmilega, en anskoti kveið ég fyrir þessu prófi. Hafði ekki mætt neitt sérstaklega vel, en þó innan marka því ákveðin mætingarskylda er í gangi. Svo hafði ég ekki verið nógu duglegur að glósa og hafði því ekki mikið sem ég gat stólað á. Hefði getað lent á verkefni sem hugsanlega hefði fellt mig, en ég lenti á verkefni sem snérist um að hjálpa hreyfihömluðum (lömuðum) einstakling í og úr hjólastól, klæða osf og gleyma ekki neinu. Nú á ég bara tvö próf eftir annað er 10. mai og hitt er líka 10. mai, sem sagt á sama tíma. Það er vegna þess að ég tók anatómíuna í Miðbæjarskólanum og hjúkrunarfræðina (verklegt, bóklegt) í FB. Ég á sem sagt eftir bóklega hjúkrun og anatómíuna eftir þá og tek þá annað í sjúkraprófi. Þessi anatómía svokallaða (lífefna og lífeðlisfræði) tók ég í fjarnámi, þs mætti bara tvo tíma í Miðbæjarskólanum. Hún er allveg þrælþung, sen örugglega skemmtileg, verð að gefa mér góðan tíma í mai fyrir það próf. Kennarinn er mjög skemmtilegur, gamall dýralæknir sem heitir Rögnvaldur Ingólfsson. Í Miðbæjarskólanum hitti ég fyrir gamlan félaga Rúnar Gísla Guðmundsson úr Álftamýrahverfi, en hann er að læra til nuddara. Rúnar er gamall karate og pípureykingamaður. Get ekki lýst honum öðruvísi. Hann átti stórleik í 35. ára afmælinu mínu, þegar hann kláraði nær allan bjórinn og fór létt með enda er Rúnar Gísli stór og mikill skrokkur. Hitt prófið sem ég fer í er bókleg hjúkrun, sem á að vera allveg skítlétt, enda búin að fara í próf í 60% af lesefninu. Það sem er eftir í félagsliðanum er hins vegar allt próflaust eða þannig. Skyndihjálpin er eftir, en hún er ein af mörgum greinum sem eru sameiginlegar í félags og sjúkraliða. Fór líka í sjúkraliðan af því ég hélt að félagsliðanámið hjá Eflingu væri að enda, því það væru svo margir nemendur að detta út. Svo var ég ekki allveg sáttur á tímabili, ætlaði að hætta. Sem betur fer gerði ég það ekki. Veturinn kom ágætlega út. Var alltaf í félagsliðanum á miðvikudögum (slapp að mestu við félagsfræði á mánudögum) frá kl. 2-5 á daginn, en sjúkraliðanum á þriðjudögum frá 6-10 á kvöldin.
The image “http://www.vopnaskoli.is/vvvv_files/image008.gif” cannot be displayed, because it contains errors.

Sunday, April 24, 2005

THE MOTORCYCLE DIARIES

Ég skellti mér á myndina um Che um daginn. Allveg ótrúlega mögnuð mynd um byltingarleiðtogann goðsagnarkennda, sem sýnir hversu heillandi og hættulega þessi Suður-Amerika var og er og verður. Che ferðaðist ásamt vini sínum á móturhjóli frá Buanos Aires í Argentínu til Venazuela, sem ungur maður en hann var liðlega 24. ára þegar hann fór í þetta ferðalag, en hann átti víst að hafa farið í nokkrar ferðir á sýnum tíma. Seinna kynnist hann Fidel Castro og tekur þátt í byltingarævintýrinu á Cubu. Ég fór á myndina með Sigurði Ingasyni Kúbufara, sem var í leyfi hér á landi, en hann stundar nú nám í Búlgaríu. Í síðustu viku fór ég svo á Kólumbísku myndina um hana Maríu, sem ákvað að gerast burðardýr og gleypa nokkra smokka. Einnig allveg ótrúlega flott mynd. Á náttborðinu er svo bókin: Frásögn af mannráni, eftir Gabriel García Marquez, en hún fjallar um átakanlega sögu þeirra tíu gísla sem eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar tók árið 1990 í Kolumbíu og hafði í haldi mánuðum saman. Þau eru mjög heillandi þessi lönd Suður-Ameríku, sérstaklega Kólumbía. Ég hef reyndar komið til Latnesku-Ameríku, Florida og Cubu en því miður aldrei til Suður-Ameríku. Annars hitti ég Skemmujarlinn um daginn, sem væri eflaust til í að fara með mér til Kólumbíu, en hann er núna orðinn fjölskyldumaður og við fengum sennilega aldrei leyfi fyrir þessari ferð. Kannski fæ ég aldrei að heimsækja þessa mögnuðu heimsálfu, en ég átti þó náin kynni við Peru fyrir nokkrum árum.
The image “http://www.e.kth.se/org/emission/2001/7/maccu-piccu.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Styttist í það

Ég virðist vera kominn með Bobby Fischer á heilann. Allavegana var ég næstum búinn að hitta meistarann. Fór í Kolaportið í dag og hitti þar Thailandsfarana Óskar Haralds og Jónas Spari og sötraði með þeim kaffi, en hjá okkur sat svo einhver vinkona Spari af austurlenskum uppruna. Ég fór svo út bakdyramegin og rölti yfir á Glaumbar til að sjá mína menn Newcastle, steinliggja fyrir Man. Utd (Hvað er eiginlega að gerast hjá Newcastle). Hvað um það, á Tryggvagötu var ég næstum búinn að labba niður þá Garðar Sverrisson og Róbert James Fischer, sem hafa sennilega verið að koma af safninu, annaðhvort listasafninu eða bókasafninu. Að sjálfsögðu kunni ég ekki við að kasta á hann kveðju. Í raun þekkti ég hann ekki strax, tók bara eftir Garðari og frekar hoknum manni með derhúfu. Ég spyr hvenær fæ ég eiginlega að ræða við meistarann. Fæ nefnilega oft fyrirspurnir útúr heimi m.a af skákserverum eins og Scheming (Shemingmind.com), hvort ég hafi ekki rekist á karlinn.
The image “http://www.edcollins.com/chess/fischer-byrne.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Friday, April 22, 2005

Ragnars Reykás syndromið

Loksins held ég að ég hafi séð meistara Fischer í bænum. Kíkti í bæinn á Sumardaginn fyrsta, en sá voðalega fáa. Þó var milt vorveður í lofti, en afskaplega slöpp stemning. Held að allir hafi farið í Nautólfsvíkina. En hvað um það. En þegar ég keyri framhjá bókabúð Braga Kristjónssonar á Hverfisgötu, þá sé ég Magnús Skúlason geðlækni fyrir utan búðina að tala í farsíma og opið inní verslunina þótt lögbundinn frídagur væri og ég renni annan hring og sé þá Fischer hokra yfir einhverjum skræðum við gluggann. Þetta hafa örugglega verið einhverjar samsærisbókmenntir um þjóðarmorð Bandaríkjamanna á indjánum eða eitthvað mergjað. Hvað um það þá lagði ég ekki í að fara að þvælast inn. Heyri svo á sama tíma í bílnum þátt á Talstöðinni um Meistara Megas, þar sem rætt var við Braga fornbókasala um Megas, sem kemur daglega í verslun hans í leit að utangarðsbókmenntum. Allveg stórfurðulegur staður! Í eina skiptið sem ég kíkti til Braga var þar staddur enn annar fastakúnni, Hrafn "Reykás" Jökulsson frændi fornbókasalans, eða sá sami og snéri við Fischer bakinu um daginn. Er þetta ekki bara stórhættuleg verslun, með jafn öfluga fastakúnna. Nei svo er ekki, við erum bara öll Ragnar Reykásar inn við beinið.
The image “http://www.chessgraphics.net/jpg/bf8.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Thursday, April 21, 2005

Miðbæjarskólinn

Ég var að heyra að það ætti að leggja niður Miðbæjarskólann og færa kennsluna eitthvað annað. Veit þó ekki með Námsflokkana sjálfa, hvað um þá verður. Í Miðbæjarskólanum hafa margir heilbrigðisstarsmenn náð að mennta sig, þar hafa líka margir nýbúar hafið sitt íslenskunám, en í sögulegum skilningi er þetta hús allveg ómetanlegt. Húsið er eitt elsta skólahús á landinu og ef R-listinn ætlar að leggja hann niður ætla ég að kjósa Íhaldið næst. Já, ótrúlegt en satt: Ég endurtek ég mun kjósa Íhaldið næst ef þetta verður að veruleika. Þá mun ekki heldur kjósa hana Ingibjörgu í póst formanskjörinu. Ég gekk í flokkinn á sínum tíma til að styðja Össur og Mörð í prófkjöri, núna ætlaði ég að kjósa kerlinguna til forustu. Hef ekkert á móti Össuri, en ég tel að Imba sé það mikill foringi að hún taki íhaldið. Hélt um daginn að Össur myndi vinna. Hann á sér marga stuðningsmenn sem vinna dag og nótt, meðal annars Hrafn Jökulsson og Róbert Harðarson eru með tugi róna af miðbar og Grandinu, sem hafa verið að smala fyrir Össur, en ég held núna að konu mafían í flokknum, sé mun ósýnilegra afl, alla vegana fyrir mér. En hvað um það, er ekki viss um að ég vilji vera einhvers samfylkingarkrati lengur. Eins og ég sagði alltaf við Stefán komma. Við alþýðubandalagskratar eigum að vera í Samfylkingunni og gera síðan vinstri byltingu þar, en ekki vera í vinstri grænum. Sá flokkur er nú ljóta úrkynjunin á kommúnisma.
Fallbyssur við   Miðbæjarskóla

Sunday, April 17, 2005

Nesjavellir

Jú, það var bara ágætt að bregða sér útúr bænum, en tilefnið var hin árlega náms & drykkju helgi hjá okkur Kleppurunum. Reyndar kom þess lærdóms og drykkju helgi upp á versta tíma, því afmæli, stórleikir og síðast en ekki síst var Íslandmótið í Kraftlyftingum haldið þennan sama laugardag. Við lögðum á stað vaskur hópur af geðveikrarhælinu til að stunda námskeið tvö daga. Á laugardaginn eftir skóla var svo kvöldverður og léttar glasalyftingar og pottur. Magnús Magnússon komst því miður ekki og er dottinn útúr hópnum í bili, því miður. Ég stalst aðeins frá til að kíkja á heimsögulegan viðburð. Frábært hjá þeim, Auðunn, Benedikt og Spjóta. Já og Freddi og allir hinir. En salurinn var alltof lítill. Hefði ekki bara verið betra að halda mótið í Stevegym?






Nesjavellir 2004
Nesjavellir 2004
Nesjavellir 2004
Nesjavellir 2004
Nesjavellir 2004
Nesjavellir 2004
Nesjavellir 2004
Nesjavellir 2004
Nesjavellir 2004
Nesjavellir 2004

Saturday, April 16, 2005

Innréttingar og drasl

Reyndar heitir búðin INRÉTTINGAR OG TÆKI staðsett neðarlega í Ármúlanum. Þar hef ég keypt hreinlætistæki fyrir tugi þúsunda og heimsmeistarinn er að hjálpa mér að innrétta nýtt baðherbergi. Bölvað drasl, betra að versla við stóru risana Húsasmiðjuna eða Byko. Eða farið bara í Vatnsvirkjann í Ármúla. Ég er alger sveppur í smíðum, rafmangi og pípulögnum. Hef hingað til verið stoltur af því, en er það ekki lengur. Keypti svo vitlausan klefa fyrir Guðna karlinn, var því miður ekki hægt að skipta út, þar sem hreyft hafði verið við pakkningu. Já passar ekki en ekkert er ómögulegt, kostar bara meiri vinnu, en eftir stendur að gamla kerlingin sem rekur þessa verslun ásamt manni sínum er anzi óliðleg. Skil hana að mörgu leiti, ekki vinsælt að skipta hlutum, en þetta er bölvuð skranbúð sem pípararnir forðast og klikkuð gömul kerling í forsvari. Talandi um heimsmeistarann. Vonandi eignumst við heimsmethafa í dag. Hvað mun Benedikt tak í réttstöðunni?


Thursday, April 14, 2005

Hevíti flott alfræðibók

Þær eru nú nokkrar í gangi á netinu, en þessi finnst mér skemmtilegust. Get flett upp öllum páfum frá Pétri postula. Mjög ítarleg skýrsla um Bobby Fischer, þar sem sagt er að hann sé gyðingur í báðr ættir. Hann verður alveg brjálaður ef hann sér þetta:
Pope  - (,  - , ) - the most recent Pope.  John Paul II was Pope from ,  until his death on , .
Enlarge
Pope John Paul II - (May 18, 1920 - April 2, 2005) - the most recent Pope. John Paul II was Pope from October 16, 1978 until his death on April 2, 2005.


http://en.wikipedia.org/wiki/Bobby_Fischer

Monday, April 11, 2005

Sverrir Olsen

Fallinn er frá gamall og góður félagi úr Stevegym. Sverrir Olsen byrjaði að æfa lyftingar í gamla Stevegym í Brautarholti kominn vel á sjötugsaldurinn. Hann setti nokkur Íslandsmet öldunga í kraftlyftingum og var jafnan mjög áhugasamur og jákvæður. Hann starfaði sem útfararstjóri síðasta áratuginn og jarðaði meðal annars nokkra forfeður mína, en áður hafði hann rekið eina stærstu Vélsmiðju landsins á Suðurnesjum. Hann var allveg ótrúlega ungur í anda og var óhræddur við að prófa nýja hluti, eins og byrja að æfa lyftingar á gamals aldri eða fara í tungumálanám. Ég hitti Sverri oft á Kaffihúsinu í Skipholtinu, þar sem hann sat með Valbirni Þorláks, Óla Múr eða Björgúlfi Stefánssyni. Það kom mér ekki á óvart að hann var gæfumaður í einkalífi.
Sverrir Olsen

Sverrir
Olsen
útfararstjóri

Saturday, April 09, 2005

Dópneysla er viðbjóður

Það er oft athyglisvert að kíkja ínn á tenglasíður, eins og tilveran.is, b2.is, forvitni.net. Kannski er geimur.is sú grófasta. Veit ekki hverjir standa á bak við hana, frekar en hinar síðurnar. Þessar myndir ætti að vera víti til varnaðar, en þær eru nú reyndar dottnar út. Annars er ég að skrifa greinagerð í starfsnáminu um vímuefnamisnotkun aldraða og velta fyrir sér spurningunni, hver sé munurinn á vímuefnamisnotkun aldraðra og annarra þjóðfélagshópa? Ég fór að setja mig í einhverjar frjálshyggjustellingar og fór að veltja fyrir mér félagsfræðihugtökum eins og mannréttindum, gildum og viðmiðum. Tel að menn meigi gera hvað sem þeir vilja, svo lengi sem þeir skaði ekki annað fólk. Hvað er misnotkun? Er það misnotkun að drekka bjór í tíma og ótíma þegar maður er kominn á Hrafnistu? Ég hitta gamlan bréfskákmann á fótboltabar á síðasta ári. Hann var nokkuð sáttur við að vera kominn á elliheimili og sagði að það besta við Hrafnistu væri barinn á staðnum. Síðan lyfti hann glasinu og teigaði bjórinn í botn. Já, Burt með fíkniefnin. En bjórinn er samt alltaf góður.

Wednesday, April 06, 2005

Miðnæturdeddarinn

Ég fór á Byrjenda og lámarksmótið í kraftlyftingum um síðustu helgi, reyndar ekki sem áhorfandi heldur dómari. Já, ég nældi mér í dómararéttindi í greininni fyrir einhverjum misserum, en hef ekki notað það neitt af viti, en svo sem ágætt að halda við réttindum. Nokkrir gerðu ógilt, en held samt að við dómararnir höfum verið samkvæmir sjálfum okkur. María úr Stevegym var yfirdómari og fórst henni það vel úr hendi. Þeir voru mjög efnilegir, þeir Heiðar, Úlfur og Ólafur. Hin nýja Jóhanna var flott, en okkar maður Miðnæturdeddarinn stóð sig með prýði í deddi, reyndi við 260 kg, sem var þyngsta deddið á mótinu. Okkar maður nálgast nú miðnæturdeddþyngdina, sem hann tók hjá Steve. Áfram Grjóni


Saturday, April 02, 2005

1. APRÍL

Jú, ég ákvað að bregða á leik og koma með fúlt apríl gabb, eftir að hafa lesið tímaritið National Geographic á IÐU þann 31 mars. Þar var grein um borgina Medellin í Kólumbíu, borg PABLO EMELIO ESCOBAR GAVIRIA hét hann, áður en herinn sallaði hann niður. Ég fór reyndar rangt með nafn hans. Borgin Medellin er talin vera hættulegasta borg heims, jafnvel hættulegri en Bagdad, Kabúl, Beirút eða bara allar til samans! Þetta heppnaðist svona og svona. Reyndar ruglaðist ég sjálfur því auðvitað var ég að skrifa um Medellin, en ekki Bogota, sem er höfuðborgin. Svo hringdi Jónas Spari og vakti mig 1. apríl. Jú hann vildi endilega draga mig uppí Smáralind og tefla fjöltefli við Fischer. Ég benti honum á að það væri 1. apríl. Hefði kannski ekki átt að gera það. HEE

The image “http://www.usdoj.gov/dea/pubs/history/83-2.gif” cannot be displayed, because it contains errors.


Friday, April 01, 2005

Til Bogota

Ég datt heldur betur í lukkupottinn því ég er að fara í spænskunám í nokkra daga til Kólumbíu, eða réttasagt Bogota höfuðborg Kólumbíu (Colombía). Þeir sem þekkja mig vita að ég hef haft mikinn áhuga að læra meira í spænsku, enda get ég bara rétt stautað mig áfram í því máli. Einnig hef ég haft sjúklega áhuga á löndum suður og mið ameríku og nú gefst mér frábært tækifæri á að slá tvær flugur í einu höggi, að læra spænsku og að ferðast um suður-ameríku, því nú hefur don Quijote málaskólinn (sá sami og ég lærði í suður í Barcelonu) og ferðamálaráð Kólumbíu ákveðið að styrkja áhugasama vesturlandabúa í að koma yfir og rétta af ímynd landsins. Ég fæ flug og uppihald frítt og mun tvelja í náminu tíu daga. Ég verð kominn til London fyrir hádegi og verð lentur í Bogota seint í kvöld. Ég mun fara í þessa ferð einn og hef fengið leyfi hjá konunni. Mun að mestu halda mig á skólalóðinni, því þetta er ekki hættulaus borg, því árið 2004 voru bara 2193 myrtir í borginni, en 3774 voru myrtir árið áður. Síðustu 25 árin hafa 120 dómarar verið drepnir, en flestir vegna Paoulo Escobars sem er í guðatölu hjá almenningi, vegna þess að hann dreifði peningum í borginni meðan hann lifði. Meðal annars borgaði hann um 7000$ fyrir hvert morð á heiðarlegum lögreglumanni. En nú á sem sagt að bæta ímynd landsins og höfuðborgarinnar. Ég fann þetta í gegnum Elmundo.es og hafði samband við Kólumbíska ræðismanninn á Íslandi, sem staðfesti þetta. Ég þarf aðeins að breyta þrem vöktum og missi ekkert úr skólunum sem ég er í því það er meira en hálfur mánuður í prófin. Ég mun örugglega blogga eitthvað skemmtilegt úti.
Hasta pronto eða á ég kannski að segja
HASTA NUNCA
Kveðja Gunni Escobar
1. apríl 2005
The image “http://www.informationwar.org/wars%20gallery/bogota-colombia_25march2003.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.